Alþýðublaðið - 05.07.1966, Qupperneq 5
Danir sigruðu auð-
veldlega 3 gegn engu
Danir voru ekki sérstakir
og íslendingarnir lélegir
Fyrsti landsleikur íslands fyrir
leikmenn yngri en 24 ára var
leikinn á Laugardalsvellinum í
gærkvöldi. Veður var ljómandi gott
og áhorfendur fjölmargir. Flest
ir bjuggust við skemmtilegri við
ureign, þar sem álitið var að ís
lenzka liðið væri nokkuð sterkt.
En það fór á annan veg, leikurinn
í heild var lélegur af íslands
hálfu, þó fyrri hálfleikur væri all
góður. Danir voru ofjarlar okk
ar og áttu sannarlega skilið að
sigra, þó þeir sýndu alls ekki
neinn sérstakan leik.
Fyrri hálfleikur 0—0.
ísland byrjar með knöttinn og
hefur sókn sem endar með horn
spyrnu, en ekkert varð úr henni-
Leikurinn var nokkuð þófkenndur
fyrstu 10 mín. en úr því lifnaði
heldur yfir honum. Á 11. mín.
eiga Danir gott skot að marki
en Guttormur ver vel Skömmu síð
ar fær Hermann langa sendingu
upp kant, leikur á h. bakvörð
Dana og inn að marki, en eng
inn hafði fylgt eftir og Danir
hreinsuðu í horn. Um miðjan
^álfleik er hætta við íslenzka
markið, hinn snjalli h. útherji
Dananna Kildemos er með knött
inn og gefur fallega fyrir og skall
að er að marki en Guttormur er
vel á verði og kastar sér eftir knett
inum og grípur hann.
Næstu mín. sækir íslenzka lið
ið fast en tekst ekki að skapa sér
umtalsverð tækifæri.
Á 35. mín. er mikil pressa á
íslenzka markið og bjarga varnar
menn hættulegum skotum þrívegis
Skömmu síðan kemur föst spyrna
utan af h kanti, sem Guttormur
ver naumlega með því að slá
knöttinn í þverslá og þaðan lirekk
ur hann út á völl. Fleira mark
vert skeðþ ekki í þessum hálfleik.
■Jc Síðari hálfleikur 0 — 3
ísland byrjar vel Hermann gef
ur langan stungubolta á Hörð
Markan, sem nær að skjóta en
markvörður bjargar í horn, sem
svo ekkert varð úr, Á 6. mín. er
áukaspyrna á ísland á miðjum
vallarhelmingi, gefinn er hár bolti
fyrir, skallað er að marki, en enn
einu sinni bjargar Guttormur í
horn Á 15. mín kemur svo fyrsta
markið, knötturinn barst af v
kanti fyrir markið þar serp Marc
ussen lagði hatin fyrir Jörgensen
sem skoraði óverjandi fyrir Gutt
orm. Skömmu síðar er Guðm. Har
aldssón með knöttinn á miðjum
velli og spyrnir góðum bolta að
marki, en knötturinn smaug fram
hjá Upp úr miðjum hálfleik er
dæmd aukaspyrna á ísland og úr
henni skora Danir 2—0 og var þar
Jörgensen að verki aftur, en hann
skallaði yfir Guttorm, sem sýni
lega var blindaður af sólinni. Und
ir lokin skora svo Danir 3—0 og
var það Marcussen sem það gerði
eftir að Anton hafði kiksað illí-
lega.
Liðin.
íslenzka liðið var lélegt í þess
um leik og brást algjörlega tiltrú
áhorfenda. Stjörnur liðsins brugð
ust algjörlega, en beztu menn liðs
ins voru Guttormur í markinu
sem oft varði mjög vel og verður
hann ekki sakaður um mörkin.
Lá átti Anton góðan leik sérstak
lega í fyrri hálfleik. Aðrir eru
varla umtalsverðir nema þá helzt
Hörður Markan og Magnús Jóna
tans'on.
Danska liðið sýndi þokkalegan
leik og var sérstaklega áberandi
hversu þeir voru miklu fljótari á
knöttinn, en þeir íslenzku. Beztu
menn liðsins voru Niels Andersen
framvörður og Kildemos h. útherji
. Einnig var Bent Jen^en góður.
Dómari var skoskur W. Mullen
og dæmdi hann allvel. Línuverðir
voru Hannes þ. Sigurðsson og Guð
mundur Guðmundsson.
Hætta við islcnzka markið, en Guttormur bjargai’.
Kyleifur og Dani berjast um boltann.
DAVIÐ
SETTITVÖ
ÍSLANDSMET
Davíð Vaigarðsson, ÍBK, setti
tvö íslandsmet í sundi á innan-
félagsmóti í Sundlaug Vesturbæj- |
ar á föstudaginn. Hann synti 400
m. skriðsund á 4:37.4 mín. — og i
millitími lians í 300 m. var 3:26,4 j
mín., sem einnig er betra en gamla 1
mctið. Gömlu metin átti Guðm.
Gislason, ÍR, frá 1959, 4:38,5 mín.
og 3:26,4 mín. Þetta voru elztu ís-
landsmetin í sundi, þ.e.a.s. í ein-
staklingsgreinum.
DRÆTTI j Happdrætti Fram
hefur verið frestað um 10 daga, 1
eða til 15. júní, þar sem full skil
hafa ekki enn borizt. Vinnings-
númerin munu birtast í dagbiöð-
unum þann 16. júlí.
Á sunnudagin nvoru háðir fyrstu
tveir leikirnir í 3. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu. Þetta er
í fyrsta sinn, sem keppt er í 3.
deild hér á landi.
Á Sauðárkróki sigraði Umf. Ölf-
usinga Ungmennasamband Skaga-
fjarðar með 1 marki gegn engu.
Á Selfossi sigraði Umf. Selfoss
Umf. Skallagrím með 8 mörkum
gegn 2.
Úrvaisliö frá
Fjóni væntanlegt
ínótt
í nótt var væntanlegt til
Re.vkjavíkur úrvalslið knatt
spyrnumanna frá Fjóni
(FBU) á vegum KRR. Liff-
ift leikur hér þrjá leiki, þann
fyrsta annaft kvöld vift úrvals
170’ KRR. Nánar um heim-
sóknina á morgun.
Breiöablik vann
Þrír leikir fóru fram í 2.
deild um helgina. Breiftablik
vann ísfirðinga meft 3:1, KS,
FH meft 2:1 og Vestmannaeyj
ingar íþróttabandalag Suftur-
nesja meff 3:1.
UHMHHWMWMWMUtMW
Sigurgeir Sigurjénssðn
Málaflutningsskrifstofa
Óffinsgötu 4 - Síml U04S.
Eyjólfur K. Sigurjópssom
Inggiltur endurskoffandl. '
Flnkagötu 65. — Sími 1790»,! :
Áskriftasíminn er Í4900 1
’ \*i* i
ALÞYÐUBLAÐTE) - 5- júlí 1966 5.