Alþýðublaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 6
Ég ætla að byrjá þetta spjall mitt á því að segja ykkur dálitla sögu. Hún gerðist í sunnlenzkri byggð, þar sem ég er nú síðustu 20 árin orðinn nokkurn veginn gerkunnur högum manna og hugs- unarhætti. — ungur og dugandi bóndasonur úr byggðinni efndi til búskapar með góðri og gerfilegri konu í næstu námd við óbrúað skaðræðisfljót. Vaðið ló vestur af bænum og þjóðgatan um hlað hans. Heimilið fær brátt á sig orð fyrir atorku hjónanna og dugn að — og almennar vinsældir og virðingu i'yrir gestrisni og greiða semL En bóndinn ungi lætur sér það ekki nægja að vera dugandi bóndi hýbýlaprúður og gestrisinn. Hann gerðist forgöngumaður sveit unga sinna um ýmsar félagsleg- ar framkvæmdir og samtök til efl ingar almennri hagsæld. Hann er ekki ánægður með það ,að honum einum farnist vel. Þegar hann féll frá, löngu fyrir aldur fram hafði hann fengið svo miklu áorkað, að þess sér enn rækilega stað, eftir nálega þrjá tugi ára. Nú er það eitt sinn að bóndi fer ,að fé sínu í brekkum upp af bænum Hann sér að ferðamann ber að fljótinu vestanverðu með tvo klyfjahesta og þykir för hans uggvænleg. Fljótið í foráttu vexti. Hann snarast heim, tekur reiðhest sinn traustan og þýtur til móts við ferðamanninn sem stefn- í ófæru. — Hann er kominn út í fljótið á vaðleysu. Með staðkunnáttu sinni harð- fengi og dug tekst bónda að fá öllu borgið á land, manni, hestum, farangri. Þeir eru væstir og illa til reika, þegar þessari baráttu er lokið. En bóndi hraðar sér með gest sinn til bæjar. Þar er hlynnt að hestum og manni, hann er klæddur í þurr föt, hann fær al- úðargistingu. Heimabóndi hjálpar honum til að búa sig úr garði morguninn eftir. Um greiðslu var ekki að tala, enda hvorki boðin né krafin. En þegar ferðamaður er búinn að búa uþp á hjá sér þurr og saddur og pattaralegur, slær heima bóndi á gaman og segir: — Jæja, þykir þér nú ekki all- vel hafa ræzt úr, eftir því, sem á horfðist? — Jú, ójú — það var sosum ekki að tala um það, — ojú — en ég rtiissti nú svipuna mína. — Finnst þér taka því að telja það með skaða sínum eins og á stóð? mælti heimabóndi glettinn. — Ónei, kannski ekki sosum beint — en ég — ég hefði helzt ekkert átt að missa. Héimabóndi snaraðist inn í skenimu sína og kom aftur að vörntu spori með svipu og mælti: — Það verða nú kannski einhver ráð að skaffa þér svipustert! Gerðu svo vel! Fleiri orða þeirra er ekki getið. Vera má að þessi saga hafi Séra Sigurður EJnarsson í Holti. gengist eitthvað í munni, orð hafi fallið eitthvað öðruvísi. En svo minnisstæð hefur hún orðið mér, að árum saman hefur hún ekki gengið mér úr hug. Ég sé þá oft fyrir mér þessa tvo, annarsvegar manninn með hið höfðinglundaða lífsmið — og lífssnið, vaskan, ó- kotbúrann, dusilmennið, sem tæp lega orkaði að skynja þá drengi- legu aðstoð sem hann hafði notið, af því að svipan hans týnda stóð eins og kökkur fyrir brjóstinu á honum. — Þeir eru geysilega ó- líkir. Annars vegar drengskapar- maðurinn, sem leggur sig í vos og hættu — hinsvegar kauðinn — sem hefði helzt ekkert átt að missa. í skiptum þeirra heldur lífið eitt af sínum ófrýjanlegu manngildisprófum, eins og það er alltaf að gera. Og annar stenzt það, stenzt það aðdáanlega — en hinn fellur — viðlíka aumkunar- lega. Af hverju er ég annars að segja þessa sögu? Jú, það er meðal annars af því, að við erum nýbúin að halda þjóð hátíð hér á íslandi — 17. júní — og víða með miklum glæsibrag. Við höfum verið að minnast stofn- unar lýðveldisins íslenzka 17. júní 1944, og allra þeirra dýrmætu sigra, sem unnir höfðu verið, áður en þeim langþráða áfanga var náð. Við vorum að minnast fullveldis- viðurkenningarinnar 1918, inn- lendrar stjórnar — heimstjórnar- innar - 1904, stjórnarskrár, fjárfor ræðis og löggjafarvalds 1874. Og margra atburða annarra, sem varpa ljóma á vegferð þessarar þjóðar. Og vér vorum að minnast allra þeirra, sem fórnuðu viti, lífsorku, starfi til þess að skila oss þangað, sem nú stöndum vér. Mér finnst alltaf þegar blómsveigurinn er lagður að fótstalli forsetans, Jóns Sigurðssonar, að þá séum vér að heiðra minningu þeirra allra, gjalda þeim öllum þakkarskuld hjarta vors, — eða finnst að minnsta kosti, að svo ætti það að vera. En stríð vinnast ekki einvörð- ungu með glæstum og snjöllum herforingjum, þau vinnast endan- lega — eða tapast — með fylking um hinna óbreyttu liðsmanna, fólk inu, sem byrðina verður að bera og sigursins að njóta, manngildi þess, þrautseigu, hófsemi og vits- munum. Þptta gildir jafnt hvort sem um er að ræða vopn- aða styrjöld, eða menningarlega, eða efnahagslega. Ef vér eigum að voga að líta á viðreisnarbaráttu íslenzku þjóðar innar frá því á öndverðri 19. öld sem styrjöld fólksins gegn mjög óhagstæðum — og stundum beint fjandsamlegum öflum, erlendri yf irdrottnun, fátækt, miskunnar- leysi harðrar náttúru, vanþekk- ingu o.s.frv. Þá hefur sú styrjöld unnizt, að svo miklu leyti, sem um sigur; er að tala, af því, að veru legur mearihluti fólksins varðveitti með sérjþann andlega manndóm, það höfðínglundaða lífsmið og lifs snið, ræktað af fornri, þjóðlegri mennt, |em neitaði algerlega að láta ytri -ástæður kúska sig í svað- ið Þetta var staðurinn í f-ylkingu Jóns Sigurðssonar, þó að fáskipuð væri, ogiþeirra sem síðan gengu í spor hans. Þessi styrjöld hefur unnist að svo miklu leyti, sem hún hefur þegar unnist af því, að meðal fólks ins, — bænda, sjómanna,, iðnaðar- manna og dugandi borgara — Grein sú sem hér birtist, er útvarpserindi um daginn og veginn, sem séra Sigurður Ein- arsson í Holti flutti fyr- ir nokkru. Erindið birt- um við vegna fjöl margra áskorana. mWMWWWVWWWWMWW voru þeir jafnan fleiri, er hugsuðu eins og heimabóndinn ungi, sem ég var að segja ykkur frá, brugð- ust við nauðsyn, lögðu til atlögu við fljótið, hættu sjálfum sér og sínu, gáfu sér hvorki geð eða tóm til að vega hugsanlega fórn á móti manndómi og sæmd, báru ábyrgð hins fullveðja manns eins og kon- ungsskikkju yfir fábrotnum vinnu flíkunum. Þessi styrjöld hefur unnist að því marki sem hún hefur unnizt, af því, að þrátt fyrir allt, voru þeir alltaf færri, - mennirnir, sem helzt — hefðu ekkert átt að missa — kvöddu lífið kotrosknir með sömu reisn og ferðalangurinn, sem lét úr hlaði forðum — og veifaði nýju svipunni sinni — skaðlaus, — en skynlaus á þann drengskap, sem honum hafði verið sýndur. Þegar ég lét fyrst til min heyra opinberlega í ræðu og riti fyrir hálfum fjórða áratug — var það einvörðungu til þess að leggja lið sinni þeim félagsöflum, sem mér fannst stefna að því að jafna herfi legan aðstöðumun manna í lífsbar áttunni, jafna aðstöðumuninn til lífsafkomu, menntunar, félagslegs öryggis og hinna æðri lífsgæða —■ hæfilegs svigrúms, hvíldar, frels- is, lífsfegurðar. Ég minnist þessara baráttuára alltaf með mikilli gleði, og er þakklátur fyrir þann örlitla hlut, sem ég fékk að leggja til þeirr ar baráttu. — Og ég skammast mín ekkert fyrir það að segja frá því, að það var velferðarríki jafnaðar- stefnunnar — hinnar lýðræðislegu jafnðarstefnu ,— sem okkur dreymdi um mig og félaga mína — sem vankastaminnsta samfé- lagsform, sem við þekktum þá. Þetta var í hinni tiltölulega hæg- fara þróun millistyrjaldaráranna. Einkenni hins íslenzka þjóðfélags voru þau þá, að það var harkalega lagskipt með tilliti til efna, Iífs- afkomu og öryggis — svo það var engin vanþörf á að taka þau til handargagns — en menningarlega óklofin heild. Fólkið talaði sömu tungu, átti allt aðild að sameigin legum mettum þjóðarinnar, ríkir jafnt sem fátækir. Og það var enginn skríll til á íslandi, af- mannaður, mállaus og siðlaus. Síðan hafa mikil veður gengið yfir veröldina og stokkað upp öll spil — einnig hér á íslandi. Vel- ferðarríkið er orðið miklu þróaðra liér, en ég hefði látiö mig dreyma um 1936, að orðið gæti á þrem áratugum. Það er ekki einvörð- ungu mínum flokki að þakka. Gaml ir andstæðingar hafa komið til sögunnar, og hamast í jarðyrkju- störfunum að okkar gömlu hug- sjónamálum. Tryggingakerfið ís- lenzka er orðið voldugasta háþrýsti dæla ,sem sett hefur verið í gang : v -'ý ':.y : Búskapur á íslandi er orðinn hálfopinbert fyrirtæki, 6 17. júlí 1966 - ALÞÝÐUBLAtílÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.