Alþýðublaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 1
Sunnudagur 17. júlí 1966 — 47. árg. — 159 tbl. -VERÐ 5 KR. Gytfi Þ. Gíslason: Orsakir verðbóBgunnar Það heyrist oft sagt og sést oft skrifað, að ríkisvaldið beri höfug- ábyrgð á því, að ekki skuli hafa tekizt undanfarinn aldarfjórðung að stemma stigu við verðbólguþró ún hér á landi. Tal að er og skrifað eins og ekkert ánn að skorti á til að vinna sigur á verð- bólgunni en að rik isstjórnin hafi éin- beitta forystu þar að lútandi. En hér er ekki aðeins flók- ið mál gert alltof einfalt, heldur er hér einnig um alvarlegan grund- vallarmisskilning að ræða. Fyrst er þess að geta, að á ,ár- unum eftir að stríðinu lauk er verðbólga ekki sérstakt íslenzkt vandamál, heldur sameiginlegt vandamál allra iðnaðarríkja, sem búa við lýðræði og frjálst hag- kerfi. Á árunum fyrir styrjöldina hafði atvinnuleysi verið megin- vandamái þessara ríkja. Menn lærðu að koma í veg. fyrir atvinnuleysi og halda uppi fullri atvinnu, en í stað- inn fengu menn vandamálið, sem fólgið er í víxlhækkun kaup- gjalds og verðlags, þ. e. a. s. verð bólguþróunina. Öll þessi ríki glíma nú við þann vanda, hvernig eigi að samræma fulla atvinnu og jafnvel skort á vinnuafli stöðugu verðlagi. Allar ríkisstjórnir, hvort sem þær eru vinstri s innaðar eða hægri sinnaðar, boða þá stefnu, að nauð- synlegt sé, að liækkun kaupgjalds sé í samræmi við framleiðniaukn- inguna í þjóðfélaginu. Annars hljóti verðlagið að hækka og verð' bólguhjólið að taka að snúast. Þetta er stefna sænsku jafnaðar- mannastjórnarinnar og stjórnar borgarflokkanna í Noregi, Þetta er stefna Wilsons í Bretlandi og Er- hards í Þýzkalandi. Allar ríkisstjórnir, sem setið hafa að völdum á íslandi síðan á stríðsárunum, hafa flutt þjóðinni svipaðan boðskap. Hvergi hefur í rauninni verið meiri ástæða til þess en hér, vegna þess að verð- bólgan á íslandi hefur síðan á stríðsárunum verið meiri en í ná- grannalöndunum. En boðskapur ís lenzku ríkisstjórnanna hefur ekki borið árangur. Getur það verið, að skýringin sé svo einföld, að all ar íslenzkar ríkisstjórnir undanfar inn aldarf jórðung hafi aðeins skort forustuhæfileika í þessum efnum? Enginn ágreiningur er um það, að fari verðlag innanlands hækk- andi, án þess að verð innfluttrar vöru hafi hækkað, geta orsakirnar verið margar. Verið getur, að kaupgjald hafi hækkað umfram það, sem framleiðni atvinnulífs- ins hefur aukizt, þannig að verð- lagið hljóti að hækka, þótt hagn- aður atvinnurekenda haldist ó- breyttur. Verið getur, að atvinnu- rekendum og opinberum fyrirtækj- um takist að hækka verðlag vöru °innar eða þjónustu og auka teki- ur sínar, þótt almennt kaupgjald sé óþreytt. Verið getur, að banka kerfið auki útlán sín umfram fram leiðsjuaukninguna, þannig að auk ið peningamagn þrýsti verðlaginu upp á við. Verið getur, að ríkis- búskapurinn sé rekinn með halla og setji þannig í umferð óraun- hæfa kaupgetu, sem hækki verðlag lagið. Verið getur, að viðleitni sé til meiri f.iárfestingar en svarar tií vinnuafls og raunverulegs sparnaðar og það þrýstr verðlagi upp á við. Og verið getur, að verð Framhald á 10. síffu. Skipta þarf sjónvarpsloftnet Reykjavík, GbG. Ýmsir hafa haft orð á því, að heldur séu sjónvarpsloftnetin til óprýði en til augnayndis á fall egum húsum, Með tilkomu Islenzka sjónvarpsins eru hins vegar tölu- verðar líkur á, að sjónvarpsskóg urinn þéttist um helming, það er að segja ef Keflavíkursjónvarpið verður þá einnig til boða íslend- ingum. Þaö þarf nefnilega annað sjónvarpsloftnet fyrir íslenzku stöð ina og útilokdð að noia sama net- ið fyrir báðar stöðvarnar. Verði Keflavik útilokuð, þarf samt ann- að loftnet og ekki urri annað að ræða en að fleygja þv'í gamla. Héf Formaður SAAA spáir Skotum naumum sigri Skozka landsliðið í frjálsum íþróttum kom til Reykjavíkur í fyrrinótt. Liðið fór á æfingu á Laugardalsvellinum í gær, en landskeppni íslands og Skot- lands hefst á morgun kl. 20,15. Alþýðublaðið ræddi lítillega við fararstjóra Skotanna, J. F. Walker formanns skozka Frjáls íþróttasambandsins (S.A.A.A.). Hann kvaðst vonast til að sigra, en jafnframt búast við harðri keppni. Skotar hefðu að visu sigrað ísland í fyrra með nokkr um mun, en þá voru okki tekn- ar með allar venjulegar lands- keppnisgreinar, og þeim grein um sleppt, sem ísland var betra í. Hann vildi ekki spá neinu ákveðnu um stigin, en bjóst við naumum skozkum sigri. Alþýðublaðið spáir því, að Skotar sigri með 5:10 stiga mun, en það er svo lítill munur, að sigurinn gæti alveg eins lent okkar megin með örlítiíli heppni og samstilltum hvatn- ingarhrópum áhorfehda. Að- göngumiðasala hefst í sölutjaldi við Útvegsbankann ikl. 10 í dag. er því vandamál á ferðinni, sem gott væri að taka til athugunar í tíma. Okkur grunar, að almennt hafi menn ekki hugað aff þessum hlutum. Við náðum því tali af fag manni á þessu sviði, Sæmundi Óskarssyni, rafmagnsverkfræð- ingi og báðum hann að segja okk- ur helztu atriði þessu viðkomandi. Rás 8 í ameríska sjónvarpskerf inu samsvarar rás 6 í Evrópukerf inu. Þetta er sú rás, sem Kefla- víkurstöðin notar. íslenzka kerfið verður hins vegar á rás 10. Loft- netin, sem gerð eru fyrir rás 6 eru yfirleitt nokkuð stór, en þau eru bandmjó, þ.e. þau ná yfir mjög takmarkað bylgjusvið og eru ekki notuð fyrir margar rásir. Að vísu má ná mynd á rás 10 með þessu loftneti, en sú mynd verður aldrei góð og því er loftnetið ó- breytt ekki nothæft fyrir báðar stöðvarnar. Það þarf því að setja upp nýtt loftnet fyrir íslenzku stöðina Þetta þarf ekki að vera stórt net. Fyrir rás 10 mundi duga 3ja elementa net, sem þá yrði sett á sömu stöng neðan við hitt netið. Netin eru síðan tengd saman í sam tengisíu upp í stöng þegar um fjöl býlishús er að ræða og síðan leitt í einum og sama þræðinum að tækinu. Samtengisían og loftnetið kostar sennilega nálægt 600 krón- um. í f jölbýlishúsum gildir hið sama. Þar þarf sitt loftnetið fyrir hvora stöð og annað hvort einn eða tveir þræðir í magnarana en síðan er eitt leiðslukerfi fyrir allt húsið. Óþarft ætti að taka fram, að fyrir eitt hús er nægilegt að hafa eitt loftnet fyrir hverja rás, einn- ig fjölbýlishús. Margar stengiu: á húsi segja vegfarendum það eitt um íbúana, að þar sé ekki sam- komulag um eina stöng. Erlendis er sumsstaðar haft eitt loftrot fyrir heil íbúðarhverfi ef þamr'g hagar til, að slíkt þyki borga sig. Yarla er ástæða til að mæla með slíku hér. Staðsetning loftnets fw eftir að stæðum hverju sinni. Oftast er tal ið betra, að loftnetið sé sem hæðst en þar eru undantekriirigar. Má’til dæmis nefna þau hús í Kópavogi, sem snúa að Vatnsenda. Þar reynd ist betra við mælingar, að háfa loftnetin lág. Útvarpsvirkjar, sem sjá um uppsetningu loftneta, vita um þessa hluti og hafa tæki til að prófa hvar bezt er að hafa net- ið. Loftnet hefur ævinlega stéfnu á viðkomandi sjónvarpsstöð. f sum um hverfum Reykjavíkur yrði stefnan fyrir Reykjavík svo til sam síða stefnu nets fyrir Keflavikur sjónvarp. En þar sem svo er ekki, er hætta á endurspeglunum >frá nærliggjandi húsum, en þessar end urspeglanir eru kallaðir „draug- ar” Inniloftnetum er ekki hægt að mæla með af sömu ástæðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.