Alþýðublaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 7
Landamót Ungmennafélaganna að Laugarvatni í fyrrasumar var til fyrirmyndar í hvívetna. á íslandi til jöfnunar lífskjara og þjóðartekna, og dælir út í yztu kima þjóðlifsins fjármunum til gamalla og sjúkra, og munaðar- leysingja og einstæðinga. Verka- lýðsbaráttan hefur þokað lífshag erfiðismanna og ófaglærðra verka manna óralangt upp yfir það mark, sem þeir máttu sætta sig við áður — og þenslan í framkvæmdum hefur settt sumum hópum iðn- lærðra verkamanna og svo algert sjáifdæmi um verðlag á vinnu sinni, að verkkaupandinn og skatta yfirvöldin virðast hvorir tveggja standa jafn vanmegna gagnvart þessu harðsnúna og gráðuga kunn áttuliði. — Bændur landsins hafa á þessum áratugum algerlega skipt um forleik fyrir atvinnu sinni og þjóðfélagsaðstöðu, miðað við það, sem var niður í gegnum ald- irnar Vera má, að hvergi sjáum við betur hina gagngeru breyt- ingu með orðið hefur á gerð þjóð- félagsiris, — struktur — en ein- mitt með því að athuga þjóðfé- lagsaðstöðu þeirra. Stephan G. Stepansson sagði satt þegar hann mælti: Ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni. Hann var óháður bóndi í landi frjálsrar verðmynd- unar og árferðið var undirstöðu- þáttur í afkomu hans. Þetta á ekki lengur við um íslenzka bændur, nema að mjög litlu leyti. Bús.kap- ur á íslandi er orðinn hálfopinbert fyrirtæki, ræktun og framkvæmd- ir skipulagt og styrkt og allmjög kostað af opinberu valdi, verð land búnaðaráfurða ákveðið af opinber um aðilum og miðar aðkauptrygg ingu þeirra, sem atvinnuveginn stunda, og tryggingin miðuð við meðalbú svo lítið, að nærri má broslegt þykja nú á tímum, hrað- fara vélvæðingar og hagræðingar, en ríkið — þ.e. skattgreiðendurn- ir — greiða það sem á vantar að l kaupið náist úr andvirði vörunnar. Þetta skipulag ber öll einkenni fvelferðarríkisins. En hér á það við sem hinn spaki maður Ögmundur Sigurðsson skólastjóra í Flensborg sagði stundum við oss nemendur sína: Það er ekki hægt að gera hvorttveggja að éta sinn jólamat og geyma sér hann. Sá sem kosið hefur yfir sig öryggi velferðarrík isins, hefur um leið afsalað sér hluta af frelsi sínu og athafnasemi. Hann er ekki lengur einráður. Hann verður að lokum að sætta sig við bein fyrirmæli um fram- leiðslumagn og framleiðslutegund- ir svo að nokkurnveginn hæfi þörf um landsins barna — og eftir- spurn ábata — vænlegra markaða, ef þeir kynnu að finnast. Þar eru hin náttúrlegu mörk, sem velferð arríkið setur, á sama hátt og of- kröfur vinnulauna leiða til stöðv- unar og samdráttar atvinnutækja. Þetta er hið járnharða lögmál og við því hefur enginn lækning fund ist til þessa dags. Sagt með öðr- um orðum þýðir þetta að rýmk- andi hagur einstaklingsins stendur í órjúfandi hlutfalli við almenn- an hagvöxt þjóðfélagsins. Allt annað er blekking. Það verð- ur aldrei til lengdar unnt að skipta meiru en aflast hversu réttlátlega sem skipt kann að verða.. — Það kæmi mér ekki á óvart þó að verkalýðshreyfingin á íslandi yrði einna fyrst vinnustétta til þess að viðurkenna þetta lög- mál og draga af því drengilegar ál.vktanir. Á það benda meðal ann ars þeir hófsamlegu og viturlegu samningar, sem nú hafa nýlega verið gerðir og tryggja vinnufrið í landinu til 1. október í haust. Þeir eru öllum til sóma, sem að þeim stóðu, en tímamarkið gæti verið hending til annarra vinriu- stétta um það að þörf gæti verið með haustinu á öðrum viðbrögð- um en að grenja og bíta í skjald- arrendur, þó að það þætti karl- mannlegt atferli fyrir 1000 ár- um. — Við kveinum öll undan verð bólgunni eða hér um bil öll. Og það er ekki ástæðulaust. Hún er sá eldur, sem brennir upp nætur og daga, eigur, innistæður og fjár- munaréttindi eldri kynslóðarinn- ar, sem er um það bil búin að skjla 'af sér lífsvérki sínu, og skilur iv- eftir í slóðinni eyðimörk og veg- leysur fyrir fótum ungu kynslóð arinnar, sem á að byggja landið og lifa í því, en í reykjarstæðinu þar sem verðbólgubálið logar hef- ur skapast rökkvað athafnasvæði fyrir hákarla og viðskiptaræningja, sem vaða þar uppi utan aðhalds og laga — og þykir sinn hlutur næsta góður — sem vonlegt er. En hlægilegast af öllu er eða bros broslegast að dag eftir dag og ár eftir ár skuli geysa stöðugt hjaðn- ingavíg um það, hverjum verðbólg an sé að kenna — og það sem meira er — okkur er ætlað að trúa þessu holgóma innantóma rausi. Sannleikurinn er sá að við vitum, að hún er okkur öllum að kenna, það er enginn stjórnmálaleg ur eða félagslegur aðili, sem ber einn ábyrgð á henni — og enginn eirni fær um að ráða bót á henni né stöðva hana. Með hófleysu og ráðleysi í lífskröfum, raunveruleg- um og ímynduðum höfum við lært að ganga í skrokk á þessu velferðar þjóðfélagi okkar, setja hnefann í borðið og krefjast og láta kné fylgja kviði um kröfurnar 'í þeirri trú, að einhvér annar verði að lok um neyddur til að borga. Það hefur oft tekizt í bili — en það tekst — ekki endalaust, á sama hátt og það er hægt að blekkja tiltekinn hóp manna um tiltekið tímabil, en það er ekki unnt að blekkja alla endalaust. Við höfum hagað okkur eins og ferðalangurinn, sem hefði' helzt ekkert átt að missa. Við höf- um sett velferðarþjóðfélagið okkár á vörð við fljótsbakkanna, heimt að það drægi okkur upp úr flaumn um, þó að við heimtum sjálf rétt- inn til að velja okkur vaðleysuna og gana út í vitleysuna. Það á að bjarga truntunum okkar og bögg- unum og sjálfum okkur og gefa okkur að borða — og gefa okkur svipustert í höndina, svo við get- um haldið ferðinni kotroskin á- fram með sama brag Og þetta ger- ir velferðarþjóðfélagið okkar —. Það er engin hætta á öðru —■ en það gerir það einfaldlega á þann ' Framhald á 10. síðu. © Sdelmann MFiniNOS KOPARRÖR m cUÉBDl É Sfe HVERGIMEIRA ÖRVAL OtP&S1 Laugavegi 178, sími 38000. Ný KJóðabók Böðvar Guðmundsson: / mannabyggb Verð: ób. kr. 190,—, ib. kr. 230,- Heimskringla SKRÁ yfir iðnaðargjald árið 1966 lagt á einstakl- inga og félög í Reykjavík skv. lögum nr. 64/1965, — sbr. reglug. útg. 29. apríl 1966, — liggur frammi í Skattstofunni í Reykja- vík á tímabilinu 18. — 30. júlí n.k. Skráin er til sýnis í afgr. stofnunarinn- ar kl. 10—12 og 13—16 virka daga, aðra en laugardaga. Frestur til að skila kærum, rennur út 30. þ. m. Skattstjórinn í Reykjavík. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. júlí 1966 ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.