Alþýðublaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 5
Ánægjuleg utanför Alþýöu- flokksfélaganna í Reykjavík Dagana 22. júní til 1. júlí efndu Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík til skemmtiferðar um Danmörku, Svíþjóð og Skotland. Þátttaka í ferðinni var mjög míkil og tókst hún með ágætum. Njörður P. Njarðvík fararstjóri, og Þórður Þorsteinsson á Sæbóli, einn ferða- langanna, litu inn til okkar fyrir skömmu, og við inntum þá frétta af ferð þessari. Urðu þeir vel við þeirri beiðni. Hinn 22. júní var flogið frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Hópurinn bjó á hótel Absalon í Helgolandsgade, og komu menn sér fyrir þar, en um kvöldið fóru allir í Tívolí og höfðu af mikla skemmtun. Morguninn eftir var labbað um miðborgina m. a. niður Strikið, hina kunnu verzlunargötu, og fólki gefinn kostur á að létta örlítið á pyngjunni. Jónsmessunótt, eða St. Hans aften eins og Danir kalla hana, var framundan, og í því til efni ókum við norður með strönd Eystrasalts, allt til Helsingjaeyrar, til að horfa á Jónsmessubál og fylgjast með hátíðahöldum dags- ins. Þetta kvöld verða menn róm antískir, og skemmta sér undir berum himni. Einn þáttur hátíða haldanna er sá að galdranornir eru brenndar á báli, ekki þó alvöru forynjur heldur tuskubrúður í nornalíki. Til Kaupmannahafnar komum við aftur um lágnættið. Daginn eftir, föstudaginn 24. júní, var farin heílsdagsferð til Svíþjóðar. Tókum við okkur far með ferju til Málmeyjar um morguninn, en þaðan var ekið rak- leitt til Lundar. Skoðuðum við dómkirkjuna og umhverfi hennar, en ókum síðan aftur til Málmeyj- ar, og dvöldumst þar hluta úr deg inum í skemmtigarði einum í góðu veðri. Búðarferðir féllu alveg nið ur af þeim sökum, að verzlanir voru lokaðar vegna Jónsmessuhá- tíðarinnar. Til Kaupmannahafnar var komið aftur um 8 leytið, og var kvöldið óbundið. Fyrir hádegi á laugardeginum var frjáls aðferð, en eftir hádegi skoðuðum við Kaupmannahöfn og var haldið á sló'ðir íslendinga m. a. skoðað hús Jóns Sigurðssonar og stiginn, sem varð Jónasi Hall- grímssyni að fjörtjóni. Eftir hádegi á sunnudeginum var lagt upp í ferð um Norður- Sjáland. Ókum við fyrst til Helle röd og skoðuðum Louisianasafnið, þar eru sýnd málverk eftir danska 20. aldar málara. Að lokinni dvöl okkar þar héldum við til Helsingja eyrar og skoðuðum Krónborgar- kastala. Kvöldverður var snæddur í Marienlyst, sem er sumardvalar staður fyrir ferðamenn, einn sá glæsilegasti í Danmörku. Á mánudeginum fór hluti hóps ins að skoða Carlsbergsverksmiðj- urnar í fylgd með starfsmanni, sem er kvæntur íslenzkri konu, Nokkrir af yngstu þátttakendunum. Njörður Njarðvík, fararstjórj, ræðir við þátt iakendur um borð í Svíþjóðarferjunni, enda kunni hann noikkurt hrafl í íslenzku. Um kvöldið fór svo allur hópurinn á Lorry og borð- aði kvöldverð. Þetta kvöld á Lorry varð hið skemmtilegasta og öllum ógleyman legt, enda má segja að hópurinn hafi slegið eign sinni á staðinn. í matsalnum var öllu snúið við, komið upp háborði, og skipan öll eins, eins og verið væri að halda árshátíð lieima á fróni. Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu, var fararstjóri ásamt Nirði, og ákvað hópurinn að skenkja frú hans, sem einnig var með í ferðinni, mikla og fagra blómakörfu sem sjálfur Þórður blómakóngur á Sæbóli hafði skreytt. Einnig tók Þórður að sér að raða fólkinu niður við matborðið og í þvf sambandi kom upp skemmtilegur misskilningur sem þó varð aðeins til að auka kátinu samkomugesta og gera kvöldið eftirminnilegra. Þannig var mál með vexti, að dóttir Guðna fararstjóra kom til Kaupmanna- hafnar frá Bretlandi þennan dag, og var henni að sjálfsögðu boðið til kvöldverðarins. Þegar svo Þórð ur ásamt fararstjórum og skyidu- liði höfðu tekið sér sæti við há- borðið, komu þjónarnir til Þórðar, klöppuðu á axlir honum og spurðu hvort hann væri afinn! Höfðu þeir fengið þá hugmynd í kollinn, að eitthvað stórkostlegt væri á ferðinni, fyrst svo virðuleg borð- skipan var viðhöfð, og sannfærðust alveg, þegar fagurlega skreytt blómakarfan var borin á háborðið. Og hvílík hitgmynd! Þeir héldu sumsó, að haldin væri heilög þrenningarhátíð: dóttir Guðna, sem reyndar var hvítklædd, var brúður að þeirra áliti, og í beinu framhaldi af því voru Guðni og frú að halda hátíðlegt silfurbrúð- kaup ög Þórður gamli, afinn, að halda upp á gullbrúðkaupsdaginn! Skemmti fólkið sér koriuhglega á Lorry frám eftir nóttuýog komú sumir ekki heim á hótelið fyrr en í dögun. Næstu tveir dagar voru frjálsir, og notaði hver þá að eigin vild. Kvenþjóðin hafði vitanlega mest gaman af að skoða í búðarglugga, og Þórður kvaðst óska þeim karl- mönnum til hamingju, sem ekki fóru með konum sínum, því hann og fleiri eiginmenn væru gegnir upp að hnjám við að elta þær um borgina þvera og endilanga, og svo keyptu allar hatta, það var nú allt og sumt. Síðla dags hinn 30. júní var flog ið til Edinborgar, og þar beið flug vélin eftir hópnum. Um kvöldið var kíkt í verzlunargluggana til að undirbúa áhlaupið morguninn eftir, enda var mikill handagangur í öskjunni um morguninn, og enn voru það hattarnir, sem helzt heill uðu konurnar. Flestir eiginmenn létu konurnar sigla sinn sjó, enda reynslunni ríkarj. Einn þeirra, af inn, lét þó ekki undan síga og fylgdi í humátt á eftir, en konunnl líkaði það svona rétt í meðallagi vei og stuggaði honum út úr verzl- uninni. Kom þá verzlunarstýran til skjalanna og tók hann í sína vörzlu á meðan konan höndlaði í ró og næði. Fór vel á með afa gamla og húsráðenda, enda fór aíi að sýna henni hvernig hann hag aði sér í útlandinu, m.a. sýndi hann henni myndir, á hverjum hann dansaði við nektarmey í Las Veg- as. Lauk þannig þessari búð.ar- ferð betur en á horfðist og undu allir glaðir við sitt. Þetta kvöld var síðan flogið heim á leið, og ríkti mikil ánægja Framhald á 10. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. júlí 1966 ^ i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.