Alþýðublaðið - 12.08.1966, Síða 1
WS^Ú^'
Brann og sökk
Rvík. - OTJ.
VÉLBÁTURÍNN Fram AK-58
brann og sökk vestur af Eldey
f sær, en áhöfnin bjargaðist öll.
Ekki er vitaS um upptök eldsins,
en þau bar svo brátt aö og- hann
magnaðist svo fljótt aö skipstjór-
'inn fékk eltki ei iu sinni ráðrúm
til að drepa á vélinni áður en
hann varð að yfirgefa stýrishúsið.
Jón Jónsson, skipherr* á Þór,
sagði blaðinu að varðskipið hefði
verið statt við Selvog kl. 6.57,
þegar því barst neyðarkaiiið í
gegnum Vestmannaeyjaradíó. Var
þegar sett á fulla ferð og jafn-
framt haft samband við m b. Sig
urbjörgu sem var í nánd við Fram
og var lögð af stað til hjálpar.
Meðan Þór nálgaðist hinn brenn
andi bát voru kallaðar út frívakt
ir og allir lausir menn, og slökkvi
starfið undirbúið þannig að þegar
varðskipið kom ó staðinn var þeg
ar lagst að Fram og tekið að
dæla á eldinn úr fjórum sjódæl-
um auk þess sem kolsýrlingstækj
um var beitt. Mikill eldur var þá
í Fram og stýrishúsið fallið niður
öðru megin. Skipverjar höfðu þá
þegar bjargast á eigin björgunar
bát yfir í Sigurbjörgu.
Um tíma leit út fyrir að varð-
skipsmönnum myndi takast að
ráða niðurlögum eldsins, en þá
allt í einu blossaði hann upp
að nýju og var svo magnaður at
Framhald á 14. síðo
VILJA AUK-A OG EFLA
TENGSL LANDANNA
Utanríkisráðherra ísraels, hr.
Abha Eban kom ásamt eigin-
konu sinni í opinbera heimsókn
til íslands dagana 9.—12. ágúst
1966 í boði ríkisstjórnar íslands.
Utanríkisráðherrann átti við
töl viS forseta íslands, forsæt-
isrrðherra og utanríkisráðherra.
í samræðum þessum kom
fram ánægja með náin sam-
skipti íslands og ísraels enda
byggjast þau á góðri vináttu
og gagnkvæmum skilningi.
Utanríkisráðherrarnir athug-
uðu á ný tengsl lanianna. á sviði
efnahags- og me.uningarmála-
og ræddu um möguleika á þvl
að auka þau og efla.
í umræðum sinum um alþjóSa
mál létu báðir utanríkisráðherr
arnir í Ijós, að þeir vildu halda
áfram því samstarfi, sem lönd
in hafa haft með sér innan Sam
einuðu þjóðanna um eflingu
friöar í heiminum. Vilja þeir
áfram stuðla að hverskyns ráð
stöfunum í þá átt aö slaka á
spennu í veröldinni. Telja báðir
sem fyrr, að öll deilumál þjóða
í milli beri að jafna með samn
ingum i samræmi við stofnskrá
Sameinuðu þjóðanna og á grund
velli gankvæmrar virðingar fyr
ir sjálfstæði þjóðanna og frið
h.etgi landa þeirra.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 11. ág. 1966.
ISRAEL VEITIR 29 AFR
/
\
Rvík. - GbG.
Á FUNDI með blaðamönnum
síðdegis í gær fór Abba Eban,
utanríkisráðherra ísraels, nokkr-
um orðum um heimsókn sína til
íslands og mótttökur hér. Hann
kvaðst hafa haft mjög ánægju
legar viðræður við forseta ís-
lands, forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra. í þessum samræð
um, svo og öðrum kynnum við
íslendinga, hafi komið fram mjög
svo sameiginlegur - skilningur
þessara tveggja smáþjóða á heims
vandamálunum og mjög svo
greinilega hafi verið undirstrik-
aður sá andi, sem ísland hefði
ævinlega sýnt ísrael, allt frá
1947, er ísrael var á dagskrá
Sameinuðu þjóðanna og notið
þar og ævinlega síðan eindreg-
ins stuðnings íslands. Um sam-
stöðu þessara tveggja þjóðlanda
hefur verið gefin út sérstpk yf-
irlýsing og birtist hún á öðrum
stað í blaðinu.
Abba Eban sagði, aö smáþjóðir
eins og ísland og ísrael hefðu
ævinlega efst í huga von mann-
kyns um frið. Þessum þjóðlönd-
um réðu lýðræðissinnr.ðar ríkis-
stjórnir, og á löndum-m báðum
hvíldi sú skylda, að túlka lýðræð
ið, útfæra það og vernda af q11-
um mætti.
ísrael er ungt ríki í sinni nú-
verandi mynd, eins og öllum sr
kunnugt. Þó má lesa í handb ik
Sameinuðu þjóðanna, að hvað
snerti efnahagslega velmegun
1971, verði ísrael þar efst á
lista þjóðanna. Dugnaður og bar-
áttuþrek þessara sérstæðu þjóð-
ar er öllum kunn. Utanríkisráð-
herrann sagði, að ofsóknir á hend
ur Gyðingum hefðu dáið út með
Hitler, en þrátt fyrir það væru
til aðilar, sem vildu reyna að
koma í veg fyrir viðskipti við
tsrael og enn væru vandamál
Framhald á 15. síðu.
Frá blaliamannafundi í Ráð-
he.rrabústaðnum í gær: Abbe.
Eban utanríkisráðherra ísra
els er 3. frá hægri; 5. frá
hægri er fyrrverandi ambassa
dor ísraels hjá Sameinuðv.
þjóðunum, næstur honum er
stjórnmálafulltrúi utanríkis
ráðherrans og vinstra megin
við miðju er ræðismaður
ísraels á íslandi.
I
V