Alþýðublaðið - 17.08.1966, Síða 12

Alþýðublaðið - 17.08.1966, Síða 12
 Resept upp á sjóveiki Mér höfundi þessarar baksíðu er tamast að sitja á mínum rassi fyrir framan ritvélina. Dreymir *)ig þá um ókunn ævintýralönd. Sé ég þá í anda fatabúðirnar á Knightsbz-igde, Carnaby Street og Strikinu. Ég gamna mér við þá tiUrugsun að geta fengið mér elnn fant af öli á ljótri kró og geta dansað shelk í Jomfruburet. Og allt frazn til þessa dags hefur mér verið ljóst, að menning blóstraði aðeins á íslandi. ísland var enginn útkjálki; hér gat ég lesið ævisögu merkra bænda og búaliðs; hér sá ég Ævintýri á gönguför fjórum sinnum, og þótti félögum mínum nóg um að hafa sv.a litteræran mann í sínum hépi. Eitt verð ég þó að játa af hreinskilni, eins og Lavness í danska sjónvarpinu: Ég fer aldi-ei í bíó. Mér nægir alveg að lesa kvikmyndagagni-ýni Sveins míns Kristinssonar í Mogga. Kannski nægir það Kiijan líka. En núna í sumfarfríinu brá ég zif af veujunni. Ég sigldi til höf- uðborgar íslendinga, Kaupinanna hafnar. Vitaskuld tók ég mér far með Gullfossi, óskabarni mínir og þjóðarinnar. Fagurt var veðriff mánuði áður en lagt var af stað: Þá átti líka að borga fargjaldið. Eimskipafélagið kann vel að meta íslenzka skilvísi. Er skipið lét loks úr höfn. var komin bölvaður þræsingur inn með flöa. Og skipið valt, og ég veltist út að borðstokk. Snoturt Skörtuðu fjöllin bláum tindum. Tign íslenzkra fjalla er ólýsanleg; hön er eiginlega ofar allri fegurð eins og skóldið segir svo fallega. Sem ég stend og dáist að fegurð og bláma íslenzkra fjalla, rétt eíns og sönnurn íslendingi, sem er á leið til neflauss lands, sæm ir, varð mér það á að fórna ís- lenzku lambakjöti á altari Njarð ar , Nóatúnum. Þessa athöfn kalla sjómenn að gifta sig. Þetta hjónaband var mér mik il kvöl. En á Gullfossi starfar bezta fóik, þjónarnir kurteisir og prúðir. Þeir segja til dæmis þú, þegar þeir meina þér, enda má með sanni segja, að fáir þjónar séu jafn alþýðlegir og beir ís- lenzku. Og þjónai-nir geru allt sem þeir gátu til að st.ytta mér stund ir. Þeir skildu líðan mína; þeir SWMmwwmwtwwwwwwwtwwwmwwwwMM Dauflegt framundan í gráum hversdagsleikanum lifum við og deyjum og leiðigjörn er tilveran, drottinn minn: Þórsmerkurballinu lokið og Þjóðliátíðinni í Eyjum og það verður sjálfsagt dauflegt fyrst um sinn. Og nú er farið að rigna eins og einhver spáði, svo ekki verður farið í Nauthólsvík. Þeir sofa á sitt græna eyra í Æskulýðsráði og enginn hugsar um skemmtipólitík. Lómur. MWWWtWWMWWWWtWWWWWWWWWWWWWWWWWWtW vissu hvað það var að vera gift- ur sjóveikinni. Hvern einasta dag, stundvíslega á hádegi og nái bái-u þeir hinar mestu kræsingar á borð. Þeir klöppuðu á öxlina á mér og sögðu: Borðaðu góði, þá lagast þetta. Ég hafði reyndar heyrt, að góð súpa, til dæmis þýðvei-sk pakka- súpa. væri það bezta sem hægt væri að fá við veiki þessari. Svo sagði mér ísienzkur stúdent, sem verið hafði í Þýzkalandi og jafn an siglt heim með togurum. En ég vissi, að Gullfoss var enginn togari og útgerð Eimskipafélags íslands er_langt frá því að vera lens eins og togaraútgerðin. Ég sleppti því að spæna upp í mig súpu. Gamall og eiskulegur maður, sem margt hafði reynt og aldrei komizt í tæri við skattalögregluna, tjáði mér, að sér hefði gefizt bezt að drekka vænan slurk af frönsku koníaki, og teyga tvo til þrjá danska bjóra á eftir. Reyndi þetta að vísu. Gifti ég mig þá í annað sinn. Var nú heldur lágt risið á tvikvænismaiíninum. Það var ekki sjón að sjá strák- inn. Andlitt hans var eins og speg ilmynd af myndlistarsýningunni norrænu í Hannover. Vildi mér þá tiJ happs, að um borð í skipinu voru nokkrir ensk ir og þýzkir stúdentar, sem lifað höfðu á skötu og saltfiski á Kili í fjórar vikur og komust þannig i snertingu við íslenzka náttúru og mataræði. Komu þeir mér til hjálpar. Þeir sögðu að s.ióveikis- pillur gögnuðu ekkert. Hins veg- ar væri það reynsla þýzkra og enskra sægarpa, að bleksterkt g kaffi væri það bezta meðal, sem til væri við sjóveiki. Settist ég brátt að hlöðnu kaffi borði; bráði nú af mér við tilhugs- unina að fá nú einu sinni gott ís- lenzkt kaffi. Ég vissi í-eyndar að kaffið á íslandi var flutt inn frá Brazilíu; ég vissi líka, að sumar sparsamar konur settu svolítið af rót í kaffið. Getur það bragðast vel, ef hófs er gætt við blöndun. En kaffið á Gullfossi ihreif; svo gott kaffi úr eintómri rót hef ég aldrei drukkið, enda varð ég sjó- veikur af því, fimm daga eftir að komið var til Hafnar. Pabbi gizkaðu á hver hefur mol að hvað í mylsnul VIÐDVALARGESTUM boðin TVEGGJA SÓLAIIRINGA DVÖL .... Fyrirsögn í VÍSI. Mig rak í rogastanz, þegar ég sá í Tímanum auglýsingu frá tímariti sálarannsóknarfélags- ins, Morgni. Þar segir m. a. svo; „í meira en heila öld hafa sálarannsóknir hæfustu vis- indamanna mætt kjánalegri andstöðu hálfgeggjaðra trúar- ofstækismanna og „alviturra" efnishyggjumanna. Þrátt fyrir þetta vita nú tugmilljónir manna um heim allan, að tek- izt liefur að sanna, svo að ekkz er um að villast að maðurinn lifir líkamdauðann. Samvizku- samir vísindamenn lausir við allan lærdóznsbe]ging hafa var- ið löngum tíma í rannsóknir á ÖLLUM tegundum miðilsfyrir bæra og undantekningalaust sannfærzt um, að mannsálin lif ir cftir daúðann.“ — Svo mörg voru þau orð. Og ég sem hélt ég fengi að hvíla í friði ... Ég spurði kallinn hvað væri svona merkilegt við aldingarð- inn Eden. Þar er engin sláttu- vél til, sagði hann — og þarf ajdrei að slá .... Ég mótmæli því, að skip séu, skírð eftir útlenzkum gleðikon um, eins og Súsi Wong og svo- leiðis., -.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.