Alþýðublaðið - 23.08.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.08.1966, Blaðsíða 4
[3Œ5SXXS) Ritstjorar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal — RitstjómarfuH- trúi: ifiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. Aðse'.ur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík.Prentsmiðja Alþýðu blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00 — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Boðin að austan íslenzkir kommúnistar brydda ævinlega á því með nokkuð regiulegu millibili, að samfylking allra vinstri afla í þjóðfélaginu sé það eina, sem dugi, ef eitthvað á að miða fram á við í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og aukinni velmegu'n íslenzkrar alþýðu. Ékki eru þeir þó á eitt sáttir um ágæti sam- fylkingarstefnu, frekar en annað. Ekki eru heldur allar hugmyndir um samfylkingu upprunnar hjá þeim sjálfum heldur hefur sagan sannað, að þar hafa þeir verið að framkvæma skilaboð að austan, og þá hefur það ekki verið hagur íslenzkrar alþýðu, sem þeir báru fyrir brjósti. Þegar kommúnistar á sínum tíma gengust fyrir stofnun Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokks- ins, þá átti þar að verða um nýja og breiða sam- fylkingu að ræða. En hver varð árangurinn? Komm- únistar urðu einráðir og þeir, sem ekki störðu blind- ir í austur, fengu engu ráðið og drógu sig flestir í hlé. Samfylkingin varð því aðeins nafnbreyting á Kommúnistaflokki íslands. Nýjasta samfylkingartilraunin er Alþýðubandalag, og er ekki enn séð fyrir endann á henni, en víst er þó, að þar hafa kommúnistar tögl og hagldir. Höf- uðprestur þeirra segir í nýlegri grein í tímariti sínu Rétti, að Alþýðubandalagið sé því aðeins gott að vissum skilyrðum sé fullnægt. Þar er hver höndin' upp á móti annarri og engar líkur á að sú sam- fylking verði nokkuð annað en nafnið eitt. Kommúnistum tókst tvisvar að kljúfa Alþýðu- flokkinn og fá allmarga fylgismenn hans í sínar rað- ir. Þótt þeir með þessu hafi getað tafið fyrir vexti og viðgangi flokksins, hafa þeir ekki getað komið í veg fyrir mikil og heillavænleg áhrif hans á lands- málin. Sjálfir geta þeir ekki bent á spor í líkingu við þau, sem Alþýðuflokkurinn hefur skilið eftir sig, í íslenzku þjóðlífi, til góðs fyrir íslenzkan verka- lýð. Alþýðuflokkurinn er löngu kominn yfir þá ■erfiðu hjalla, sem klofningur kommúnista skapaði. Margir af þeim, sem héldu sig gera rétt 1930 eða 1938, hafa nú snúið við og fylla á ný raðir Alþýðu- flokksins. Alþýðuflokkurinn stendur einhuga eftir hálfrar aldar starf, en þeir, sem klufu sig frá honum eru margklofnir og vita vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Alþýðuflokkurinn hefur komið mörgu góðu til leiðar einn og í samstarfi við aðra. Það er ekki klofningsliðið, sem íslenzkir vinstri menn eiga að snúa sér til. Þeirra flokkur er Alþýðu- flokkurinn og um hann verða þeir að fylkja sér, sem vilja að íslenzkt þjóðfélag einkennist af hugsjónum frelsis, jafnréttis og bræðralags. 4 23. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Loftleiðir bjóða íslenzkum við- skiptavinum sínum þriggja til tólf mánaða greiðslufrest á allt að helmingi þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir flugför á áætl- unarflugleiðum félagsins. Skrifstofur Loftleiða í Reykja- vík, ferðaskrifstofúrnar og um- boðsmenn félagsins úti á landi veita allar nánari upplýsingar um þessi kostakjör. Sívaxandi fjöldi farþega stað- festir, að það sé engu síður vegna frábærrar fyrirgreiðslu en hagstæðra fargjalda, að þeir ferðist með Loftleiðum. OfTLEIOIS mm ANDAMILLI FARMEBFYWARA krossgötum ★ ÓLYKTIN ÚR ÖRFIRISEY „Miðborgarbúi“ hefur sent okkur svohljóðandi bréf: „Mér fannst góð skrif ykkar um ólyktina í Örfir- isey og borgarstjórann í blaði ykkar á dögunum, og trúi ég ykkur betur en honum í sambandi við tilraunir að ná tali af honum. Annars er ekki meiningin að hafa þetta aðalatr- iðið í þessum fáu línum, sem ég sendi ykkur. Ég bý í miðborginni og er nú svo komið að ekki er hægt fyrir okkur íbúana á þessum stað að þola öllu lengur þessa óþverra lykt sem dag hvern núna leggur yíir og niður í miðborghia. Ég hélt að til væru reglur í sambandi við vinnslu fiskimjölsverksmiðjanna. — Það leynir sér ekki að nú þessa dagana er verið að vinna úr mesta ó- þverra efni — kasúldnu. Það hljóta að vera til takmarkanir fyrir ósvífni eins og öðru, en það virðist ekki vera hjá eigend- um þessara verksmiðju. Þessir „athafnamenn“ ættu að athuga það að á heimilum sínum hefur fólk verðmæti uppá stóríé,' sem það er búið að vinna sér fyrir á löngum tíma, svo sem húsgögn, teppi o.s.frv. sem allt er í hættu fyrir þessum ósóma, því ekki er nóg þó fólk liafi alla glugga lokaða, sem auðvitað er mjög óheppilegt og sem dugir ekki til þess að forðast óþverra þenn- an. Þið ættuð að halda áfram við borgarstjórann og minna hann á a8 hugsa um borgarana sína sem honum var svo umhugað um að hlúa að a.m.k. sagði hann það fyrir nokkrum vikum, en hann hef- ur ef til vill gleymt því núna. Vona að þessar línur geti haft einhver áhrif á að eitthvað verði reynt að gera í þessu máli. „Miðborgarbúi". ★ ÚRBÓTA ER ÞÖRF Það hefur sýnt sig að mikil og almenn óánægja ríkir meðal borgaranna vegna ó- lyktarinnar frá Örfiriseyjarverksmi'ðjunni. Er því sýnt, að hér verður þegar í stað að gera ráðstaf- anir til úrbóta, ekki sízt ef það er haft í huga að nú mun eiga að fara að reisa aðra bræðslu þarna í grenndinni og varla er von til þess að lyktin minnki við þa’ð. Upphaflega var aldrei gert ráð fyrir að bræða þarna síld eða fiskúrgang með þeirri aðferð, sem nú er notuð í verksmiðjunni. Heldur átti þar að nota einhverja nýja og fullkomna aðferð. En sér- fræðingarnir feilreiknuðu sig, síldin hvarf og aldrei varð neitt úr neinu og verksmiðjan stóð auð og ónotuð um árabil. Hlutaðeigandi yfirvöld geta varla lengur humm- að fram af sér framkvæmdir í þessu máli. Karl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.