Alþýðublaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 3
Bárður Daníelsson, Agnar Kofoed Hansen og tékkneski listflugmaðurinn Hulka. (Mynd: JV.)
Félag íslenzkra einkaflug-
manna fær nýja listflugu
Bvík, - ÓTJ.
/
Ein stórkostlegasta flugsýn-
ing sem sést hefur hér á landi
fór fram yfir Reykjavíkurflug
velli í gærdag, þegar tékkneski
listflugmaðurinn Hulka sýndi
hina nýju listfluigu Félags ísl.
einkaflugmanna. Á fundi með
fréttamönnum sagði Bárður
Daníelsson, verkfræðingur, for
maður félagsins að fyrst hafi
vaknað 'áhugi fyrir kaupunum
á þessari vél, þegar Agnar Ko
foed Hansen, flugmálastjóri
kom til landsins fyrir nokkr
um árum eftir að hafa verið í
heimsókn í Ungverjalandi.
Einn færasti listflugmaður
Ungverja — og þótt viðar væri
leitað — sýndi honum listir
sínar í Trener Master vél, og
Agnar varð svo hrifinn að hann
fór strax á fuind ein^aflug
manna þegar hann kom aftur.
Tékkar eru orðnir þeir einu í
heiminum sem eitthvað kveður
að í smíði listflugvéla, og Tren
er Master er talin ein sú hezta
í heiminum. Með aðstoð Agn
MWMHHMHHMIHMHMHW
ars og tékkneska sendifulltrú
ans fékk Félag ísl. einkaflug
manna loforð hjá verksmiðjun
um fyrir vél, en eftirspurn er
geysimikil. Það fór þó ekki
betur en svo að Frakkar hrifs
uðu hana úr höndum íslend
inganna svo að þeir fengu vél
ina ekki fyrr en nú. Þess má
geta að bæði Rússar, Frakkar
og Bretar og Bandaríkjamenn
nota Trener Master á öllum
flugsýningum, sem þeir myndu
áreiðanlega ekki gera ef þeir
gætu fengið jafmgóðar vélar
heima fyrir. Hingað komin kost
ar vélin um 550 þúsund kr.
og er þá frá dreginn 20% af
sláttur. Þar sem félagið hefur
Framhald á 15. síðu.
Listflugan sýnir listir sýnar. (Mynd: JV.)
Pnohn Penh 2. 9.' (NTB-reuter).
Frakkland og Kambódía hvöttu
til þess í dag, að undirritaður yrði
alþjóðlegur samningur er ábyrgð
ist hlutleysi Vietnam. Stjórnir land
anna skora á alla deiluaðila að
hætta styrjaldaraðgerðum i Viet
nam og skuldbinda sig til að flytja
burtu herlið sitt og virða sjálf
stæði og fullveldi Vietnams.
Charles de Gaulle forseti og
þjóðhöfðingi Kambódíu, Norodom
Sihanouk fursti löigðu þetta til í
sameiginlegri yfirlýsingu sem géf
in var út er þriggja daga opinberri
heimsókn Frakklandsforseta ti]
Kambódíu lauk í dag. De Gaulle
hélt í dag til frönsku nýlendunn
ar Nýju Kaledóníu á Kyrrahafi.
í tilkynningunni segii-, að þrátt
fyrir allan ágreining, sem aðskijji
hin tvö riki Vietnam sé það fyrst
og fremst íhlutun annarra landa.
✓
Alyktun frá kðup-
félagsstjórum á
Austurlandi
FUNDUR kaupfélagsstjóra á
Austurlandi haldinn að Hallorms
stað 28. ágúst 1966 átelur harð-
lega þá ákvörðun stjórnarvaldanna
að ætla sér að selja eða leggja 2
skipum Skipaútgerðar ríkisins án
þess að tryggð séu skip í staðinn.
Álítur fundurinn að í stað þess
að draga úr strandferðaþjónust-
unni verði að bæta hana með
myndarlegu átaki og bendir í því
sambandi á eftirfarandi:
1. A0 byggja myndarlega vöru-
skemmu í Reykjavík og styðja
að bættum húsakosti afgreiðsl
unnar úti á landi.
2. Byggja ný hentug skip til far-
þega- og vöruflutninga.
3. Nota nýjustu tækni við út og
uppskipanir og minnir í því
sambandi á fyi'irmynd stór-
bættrar þjónustu við sements-
flutningana.
Fundurinn telur að kaup strand
ferðaskipanna hafi verið stórkost
lega myndarlegt átak á síuum
tíma, og ekki sæmandi nú við vax-
andi þörf á flutningum að sporið
sé stigið til baka.
sem gert hafi það að verkum, að
borgarastyrjöldin hafi þróazt í al
þjóðadeilu og að bardagamir hafi
komizt á núverandi stig.
í Saigon sagði þróðhöfðingi Suð
ur-Vietnam, Nguyen Van Thieu,
í dag að hann vseri fylgjandi því
að innrás yrði gerð í Norður Viet
nam ef loftjirásir Bandarikja-
manna byndu ekki enda á liðs- og
vopnaflutningra kommúnista suður
á bóginn. Hann sagði, að innrás
mundi binda skjótan endi á styrj
öldina. Svokalíað ráð þjóðarinnar
og heraflans í Suður Vjet
nam hvátti ejnnig til innrásar fyr
ir nokkrum dögum.
Bandrískar þotur gerðu árásir
í gær á járnbrautina milli Hanoi
og Kína og eyðilögðu hana á tíu
stöðum. Alls hafa Bandaríkjamenn
nú misst 350 flugvélar síðan loft
árásirnar hófust. Skammt frá Sai
gon biðu 12 manns bana og 10
særðust þegar sprengja sem Viet
cong menn höfðu komið fyrir
sprakk á skrifstofu einni þar sem
fólk mætti til að rita nöfn sín
á kjörskrá. Kosningar fara fram
11. september.
Rússa vísað ur
landi í USA
WASHINGTON. 2. september.
(NTB-Reuter).
Bandaríska stjórnin hefur á-
kveðið að vísa Valentin Revin,
þriðja ritara sovézka sendiráðsins
í Washington úr landi fyrir njósna
tilraun. Að sögn formæianda ut-
anríkisráðuneytisins reyndi Revin
að komast yfir leynilegar upplýs-
ingar hjá bandarískum ríkisborg-
ara gegn greiðslu, en alríkislög-
reglan (FBI) skarst í Ieikinn og
kom í veg fyrir viðskiptin.
Revin er 20. sovezki diplómat-
inn, sem vísað hefur verið úr
landi í Bandaríkjunum síðan í
marz 1946.
□ SINGAPORE: Utanríkisráð-
herra Indónesíu, Adam Malik
sagði í gær, að hann gerði ráð fyr-
ir að Indónesía mundi sækja um
upptöku í SÞ að nýju fyrir lok
þessa mánaðar.
Hve vænir verða dilkarnir í ár
Reykjavík.i—GbG.
NÚ ER margur farinn að
renna auga til kjötbúðanna og
gæla við þá hugmynd að fá nýtt
lambakjöt í súpu. En á meðan við
biíðum eftir að sauðir renni af
fjalli er ekki úr vegi að rifja
upp, hve miklu var slátrað í fyrra
og hvernig búskapurinn stendur
hjá okkur yfirleitt.
í Búnaðarritinu, sem nýlega er
komið út er frá því skýrt, að dilk
ar hafi víðast hvar verið vænir í
fyrra. Á landinu í heild reyndust
þeir hafa 14,27 kg. meðalfall, eða
0,14 kg. léttara en haustið 1964,
en á flestum sláturstöðum var
fallþungi lamba mjög svipaður
bæði árin. Mestu munaði á
Blönduósi. Þar reyndust dilkar
hafa 0,61 kg. léttara meðalfall,
en árið 1964.
Hustið 1965 var slátrað í slát-
urhúsum 772.505 kindum, 718.228
lömbum og 54.227 fullorðnum
kindum. Er það 85.741 kind fleira
en árið áður. Heildarmagn kinda
kjöts, sem barst til sláturhúsanna
í fyrra var um 11 milljón kíló,
eða nákvæmlega 11.361.922 kg.
sem er 1.209.562 kílóum meira
en árið áður. Nemur þessi aukn
ing um 11,5%.
í ársbyrjun 1965 var tala bú-
fjár í landinu sem hér segir:
Nautgripir: 59.751, þar af 41.464
kýr og 6.210 kvígur, VA árs og
eldri, sauðfé var 761,927, þar af
631.452 ær, og hross voru 30.
727 talsins. Nautgripum fjölgaði
á árinu um 4,4%, og sauðfé um
3,5% og hrossum um 4%.
Mjólkurframleiðslan, þ. e. rnn
vegin mjólk til mjólkursamlag-'
anna, var 106.515.226 kg. eða um
6% meiri en árið áður. Aftur á
móti nam aukning mjólkursöíu á
sama tíma tæpum 2%. Jókstj því
mjólkurframleiðslan nokkuð meú'a
en æskilegt má teljast. <
3. sepember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐhÐ 3