Alþýðublaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 8
Deild fata og leðuriðnaöur Næstu sýningarstúku hefur Prjónastofan Iðunn. Þar eru sýnd- ar dömu- og herrapeysur, einnig barnapeysur úr odelon og ull og ber þar mest á ýmsum gulum litum. Og enn sjáum við prjónles. Nú er: það Prjónastofa Önnu Þórðar- dóttur, sem sýnir, peysur í ýmsum stasrðum og gerðum, einnig prjónakjóla. Hjá Verksmiðjunni Dúk rekum við augun í tvö stór skilti, þar sem stendur SLIMMA og KANT- ERS. Og við spyrjum sölumanninn, Birgi Brynjólfsson, eilítið um þessi nöfn. — Verksmiðjan Dúk- ur hefur framleiðsluréttindi hér á landi fyrir fyrirtækið Slimma í Englandi, þ. e. á fötum eftir þeirra sniðum, einnig fáum við efnin frá Englandi, og þegar þeir kotna með það nýjasta, t. d. í s hausttízkunni, veljum við það úr, sem okkur hentar. Helztu fram- leiðsluvörurnar nú í Slimma eru buxnadragtir, sem einnig má fá pils með, skólapils, stakar síðbux- ur og vestissett. Slimma tízkan er mest fyrir ungu stúlkurnar, en Dúkur framleiðir einnig föt í frúastærðum, bæði pils og síð- buxur, svo dæmi sé nefnt. Við höfum einnig framleiðslu- rétt á Kanters lífstykkjavörum, en Kanters er danskt fyrirtæki. Af Kanters lífstykkjavörum fram- leiðum við meira en 50 tegundir. Og þegar við höfum skoðað Slimma og Kantersvörurnar kom- um við að þar, sem sýndur er karlmannafatnaður frá Verksmiðj- unni Föt. Þar eru bæði einlit föt og teinótt úr flanneli og ullar- efni. Og hjá Vinnufatagerð íslands kennir margra grasa, þar eru gæruskinn, ýmsar tegundir sport- og vinnufatnaðar, t. d. herra- skyrtur, kjörbúðarsloppar og vinnuvettlingar. Nýjung er rúskinnsvesti fyrir herra loðfóðr- uð. Fyrir litlu börnin eru svo loðfóðraðir kerrupokar. Nú höfum við skoðað þær sýn- ingarstúkur, sem eru hægra megin í salnum og nú þarf að ganga til baka að sýningarstúku nr. 208, en bar sýnir Leðuriðjan, sem um bessar mundir hefur starfað í 30 ár. Fyrirtækið sýnir ýmsa hluti úr leðri. töskur, seðlaveski, leður- iakka og bókamerki með merki Iðnsýningarinnar. Á veggjum hef- ur verið komið fyrir tveimur skinnum all óvenjulegum, annað er strútsskinn, en hitt er af krók- ódíl. í skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera, hugsa börn- in sjálfsagt. þegar þau koma að næstu stúku, þar sem Leður- verkstæðið Víðimel 35 sýnir skólatöskur í öllum stærðum og gerðum. einnig skjalatöskur, belti o. fl. Og svo eru það Kólibrí-sokk- arnir, sem við komum næst að, Æ • 1 . mwmm ■ , i,'' í,1 •; ; ' •• ' ' • |p|pS:íS j . í >■* %cj Smm ► ^ ' ' -V flWWWÍ LEÐDRyERKSTÆe^ 35. SiK! S65: mmmm RfYKJAYlK $ÍMI 2SSYC- ci Zttttt Trm 8 3. sepember 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.