Alþýðublaðið - 04.09.1966, Side 4
Ritatjórar: Gyltl GriSndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — JUUtjámarfuH-
trúi: ElBur GuQnason. — Simar: 14900-14903 — Auglýslngasfmi: 14000.
AOsetur AlþýSuhúsið vlð Hverflsgötu, Reykjavfk. — Pr«ntsmi6ja Alþýðu
JllaOslns. — Askriftargjald kr. 95.00 — I lausásölu kr. 7.00 elntaklO.
Vtgefandl AlÞýOuflokkurlnil.
VERÐBÓLGA
EFTIR rösklfcga mánuð kemur Alþingi saman og má
þá segja, að stjórnmálabarátta hefjist, sem að þessu
sinni mun varla ljúka fyrr en að vori, þegar kosningar
eru um garð gengnar. Er því ekki óeðlilegt, að þjóðin
athugi vel sinn gang og geri upp við sig, hvort hún
telur eðlilegt að gera meiri háttar breytingar í vor
eða ekki.
Núverandi stjórnarsamstarf hefur staðið lengur en
Aður hefur verið venja í þeim efnum, eða nálega fcvö
kjörtímabil. Verður því varla neitað, að þjóðin hefur
|jiiú um skeið búið við mikla velmegun, svo að lífskjör
(almennings hafa aldrei betri verið. Kveður svo rammt
|að þessu, að erlendir menn, sem til landsins koma,
Jfspyrja fyrst og fremst um, hvernig íslendingar hafi
igetað tryggt sér svo góð lífskjör.
\ Það er að vísu verðbólga í landinu og hún alvarleg.
hún hefur verið fylgifiskur þjóðarinnar um ára-
pugi og er sýnilega afleiðing af þeirri miklu og al-
'jhliða uppbyggingu, sem mestan svip setur á lifnaðar-
jpætti þjóðarinnar.
ý Verðbólgan er alvarlegt vandamál og ekki auðleyst.
pað er lítill vandi að skella skuldin'ni á verkalýðs-
jhreyfinguna og segja að hver kauphækkun sé megin-
rprsök áframhaldandi verðbólgu eins og Vísir hefur
stundum gert. En sú skýring er ekki raunhæf. Marg-
vísleg öfl valda verðbólgunni og kauphækkanir verka
lýðsfélaga eru aðeins einn af mörgum þáttum þess
mák — oft sjálfsvörn.
Fyrir nokkru mátti lesa það í Vísi að ríkisstjórnin
iætti að beita valdi sínu til að festa kaup um nokkurn
*íma og stöðva þannig verðbólguna. Þetta er mikil ein-
ísýni, af því að verðbólgan er ekki aðeins kaup heldur
'og verðlag, og væri meiri ástæða til að byrja á verð-
ilaginu og frvsta það, en snúa sér síðan ’að kaupinu og
ífrysta það á eftir. Þeir, sem gera vilja samanburð við
ráðstafanir brezkra iafnaðarmanna, ættu að muna, að
’þar -var ekki aðeins kaupið fryst, heldur og verðlag
og ágóði fyrirtækja.
Möguleikar ríkisstjórnar eru ekki þeir, sem Vísir
leggur mesta áhrezlu á, að stöðva kaupgjaldið með
< valdboði, heldur að hafsi frumkvæði um samninga við
verkalýðshreyfinguna um stöðvun á verðlagi, ágóða
og kaupgjaldi um tiltekinn tíma. Það er hugmynd,
sem raunhæft væri að tala um, en ekki það valdboð,
sem Vísir hefur boðað. Um þessa lausn mála væri rétt
að t^la í alvöru og kynni þá viðtækt samstarf og góð-
vilji að bera árangur.
■14 4. sepember 1966. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Syndið 200 metrana
krossgötum
★ ENN UM HVALINN.
Okkur hefur verið skrifað á
þessa leið: „Það skc stundum undarlegir hlutir
út af smámunum. Síðastliðið mánudagskvöld 30.
ágúst kom marsvínavaða askvaðandi inn á ytri
höfn við Reykjavík. Þá fóru nokkrir víkingar á
kreik og vildu fanga vöðuna, en þegar komið var
á móts við Laugarnes, komu boð frá löglegum
yfirvöldum og bönnuðu allt marsvínadráp við land
Reykjavíkur. Hafi þeir þökk fyrir það og ef slíkt’
dráp er ekki þegar bannað með lögum, þá ætti
Dýraverndunarfélagið að gangast fyrir að slík lög
yrðu sett. En svo kom eftirmálinn: Dugnaðarmað-
ur einn hafði fyrirkomið á vissum stað kjöti af
3 dýrum, sem slysuðust upp í Laugarnesið, en þá
kom bann frá ótal yfirvöldum, sem bönnuðu að
slíkt kjöt yrði etið, þar sem skepnunum hafði ekki
verið slátrað í sláturhúsi. En þá kemur þessi
spurning: Hvernig er með hvalina, sem við borð-
um bæði sem rengi og kjöt. Er hvölunum slátrað
í sláturhúsi, Þetta ættu þessi yfirvöld að athuga
með mikilli kostgæfni og aðvara Loft Bjarnason,
áður en næsta vertíð hvalanna byrjar 1967.
Ég held nú að saklaust liefði
verið að lofa þeim, ef þeir vildu neyta þessara
afurða af hvölunum þremur, sem víkingarnir lögðu
að velli. Það munu margir hafa brosað að hinum
ströngu fyrirmælum yfirvaldanna, sem virðast
meira til þess gerð til að sýna vald sitt, en af
beinni nauðsyn. Annars mæla þau sláturhúsin
ekki mikið með sér, sem erlendir kjötkaupendur
vilja ekki kaupa kjöt frá.
Má líka benda á, að betra eftir-
lit þyrfti að hafa með pylsuframleiðslunni, en
komið hefur fyrir á þessu sumri, að sums staðar
hafa neytendur veikzt eftir að hafa neytt pylsn-
anna. Þar er sannarlegt alvörumál á ferðinni, en
að hinu má hlæja, þegar mörg yfirvöld í einni
svipan bannfæra marsvínakjöt, enda þótt slátrun-
in hafi farið fram við Laugarnesið.”
REIÐUR SÍMNOTANDI.
Til okkar hringdi í gær reiður
símnotandi. Hann kvaðst hafa gert fjprar tilraun-
ir til að hringja í ákveðið símanúmer hér í borg-
inni, en fékk alltaf rangt númer, alltaf sama núm-
erið. Munaði fjórum á næst síðasta staf númersins,
sem hann ætlaði að hringja í, og þess sem hann
fékk samband við.
Er þetta hægt, spurði hann. Sím-
inn tekur ákveðið gjald af mér fyrir hvert símtal
og þessi fjögur símtöl finnst mér að ég eigi alls
ekki að borga. Þetta er í sjálfu sér smá upphæð,
en ef þetta hendir marga, þá skapar þetta síman-
um drjúgar aukatekjur, sem að mínum dómi eru
ekki vel fengnar. Væri mjög æskilegt að slminn
kippti þessu í liðinn, sagði þessi símnotandi að
lokum.