Alþýðublaðið - 04.09.1966, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 04.09.1966, Qupperneq 8
DAGANA fyrir 28. og 29. júlí ár hvert streyma þúsundir manna til Þórshafnar. Því þá skal halda hátíð. Frá Hinum veglausu eyjum koma heilu fjölskyldurnar með Tjaldi; frá Kaupmannahöfn koma tugir, ef ekki hundruð manna; með flugvélum frá íslandi koma tugir manna og þannig mætti halda áfram. Þórshöfn breytist þessa dagana úr friðsælum bæ í stórborg, þar sem iðandi mann- kös flæðir yfir göturnar eins og straumþung á. Texti ©g myndir: Helgi Ðaníelsson. Ekki veit ég hve lengi Fær- eyingar hafa haldið Ólafsvöku, sem er raunveruleg þjóðhátíð þeirra, en Ólafsvaka er haldin til að minnast þess atburðar er ÓI- afur helgi féll á Stiklastað 29. júlí 1030. Ólafur varð síðan dýrð- lingur víða um Norðurlönd, en helgi hans var mest í Þrænda- lögum og Færeyjum og í báðum þessum byggðum er ártíð hans eins konar þjóðhátíð. Það er mörgum nýstárlegt að koma til Færeyja á Ólafsvöku, þar sem þjóðleg hefð og skemmtan er í helðri höfð og sérstaklega er það hinn seiðmagnaði færeyski þjóð- dans, sem vekur forvitni aðkomu- mannsins. Hið stórfellda menningargildi færeyska dansins liggur í því, að hann er söngur, auk þess að vera dans. Flestir aðrir dansar eru stignir eftir hljómfalli hljóðfæra- sláttar, en færeyski þjóðdansinn er stiginn eftir þjóðkvæðum, sögu ljóðum, þar sem kvæðin eru að- alatriðið, en dansinn er undir- leikur frásagnarinnar. Dansinn og efni kvæðisins eru að sjálf- sögðu í nánu sambandi hvort við annað. Dansað er hægt, ef sagan er harmsaga, ef sagt er frá orr- ustu, er stigið fast til jarðar, en hoppað eftir fjörugu hljómfalli, ef eitthvað gerist skemmtilegt. Ýmsum finnst færeyski dansinn tilbreytingalaus, en ég komst að raun um að svo er ekki, er ég tók þátt í dansinum á Ólafsvökunni, er endalaus röð af fólkí hlykkj- aðist á gólfmu í Sjónleikarhús- inu, tvö skref fram og eitt til baka, líkt og öldufall sjávarins. Mér er sagt, að Ólafsvakan hafi tekið nokkrum breytingum á und- anförnum árum, með breyttum tímum. Nú er það svo að íþróttir setja mikinn svip á hátíðina, og þá helzt þjóðaríþrótt þeirra kappróð- urinn, enda dregur sú íþrótta- grein til sín flesta áhorfendur og það er orðinn gamall og lasburða maður, sem hefur ekki einhver ráð til að fylgjast með kappróðr- inum. Kappróðrarsveitirnar koma frá hinum ýmsu byggðarlögum og hver með sinn bát, sem allir eru með hinu sérkennilega lagi sem er einkennandi fyrir færeyska báta. Keppt er í ýmsum vega- lengdum allt frá 1000 m. til 2000 m. og keppt er í flokkum drengja, stúlkna og karla og bátarnir eru fjögurra, fimm, sex, átta og tíu manna för. Mikill spenningur er fyrir keppninni og menn bollaleggja ákaft um sigurmöguleika ein- stakra bátá, enda leggja áhafn- irnar sig allar fram og mæta tij keppninnar í góðri æfingu. Á Ólafsvökudag er færeyska lögþingið sett. Þingmenn, prestar og aðrfr háttsettir embættismenn fara í skrú'ðgöngu frá þinghúsinu til kirkju og hlýða messu. Að lokinni messu fór fram þing- setning og lögmaðurinn flutti ræðu sína og sagði m. a.: Eftir fornum siði og lögtingslóg nr. 1 dagsett 13. maí 1948 um stýris- skipan í sérmálum er í dag F0r- oya Lþgting sett og lþgtingssetan á hesum sinni hjá tí meiriluta, ið setti landsstýrið 3. janúar 1963 og verður um vanlig mannagongd verður fylgd lögt ingsval í heyst 8. november. — Margt manna fylgist jafnan með skrúðgöng- -unni til kirkju, enda eru göngu- menn skrautlega klæddir og út- lendingar eru á þönum fram og aftur með myndavélar sínar og kvikmyndavélar suða. Síðan rekur hvert atriðið annað allan daginn. Það var myndlistar- sýning í þróttasal kommúnuskól- ans, Stúdentakabarett í Sjón- leikarliúsinu, Sjónleikurinn ,,Tú gloymdi kuffertinni” verður sýndur í Sjónleikarhúsinu, keppt er í handlcnattleik, sundi og knatt- spyrnu, kappreiðar á Velbastaða- veginum að ógleymdum öllum samkomum hinna ýmsu sértrúar- \ flokka. Fransískarsysturnar héldu baz- ar; Hvítasunnumenn héldu sam- komu; Hjálpræðisherinn spilaði og söng á Váglinum — svo að nokkuð sé nefnt. Á þessu sézt að það er eitthvað fyrir alla á Ölafs- vökunni. Hátíðinni lýkur svo með færeyskum dans í Sjórileikíjr húsinu, og enskur dans, eins og Færeyingar kalla það, er stiginn í Klúbbanum og á torgi þeirra Þórshafnarbúa, Vaglinum, leikur hin þekkta hljómsveit Goggan, fyrir dansi og nú er dansað af miklum móð þar. til lýsir af degi. Og þar með lýkur hátíðinni. Á samkomu hjá sértrúarflokk ein- um, er ég viðstaddur — var rétt að mér plagg eitt er bar yfirskrift- ina: Ólafsvökuboðskapurinn 1966 og hófst með þessum orðum: „Ein útlendingur sigsat hava sagt: Á Ólavs0ku er fyrstu ferð, ég havi sæð eina tjóð drekka seg fulla.” Mér finnst þetta nú fullmikið sagt. Því er ekki að leyna, að Færeyingar drekka all drjúgt á Ólafsvökunni, og eru þá flestir við skál, sem á annað borð bragða vín. En þar er líka sterk bindindishreyfing. Eins og kunn- ugt er, er ékki áfengisútsala í Færeyjum, heldur verða þeir að panta allt áfengi frá Danmörku. Og til þess að geta leyst það út, verða þéir aö sýna kvittun fyrir því að skattar séu greiddir ! Fær- eyingar segja því í gamni, að það borgi allir skattana sína með ánægju, nema bindindismenn. Sá skammtur, sem hver maður fær, eru 12 flöskur af sterku víni á ársfjórðungi, en létt vín og bjór eins og hver vill. En hvað sem segja má um drykkjuskap Færeyinga á Ólafs- vöku, þá er eitt eftirtektarvert, að slagsmál og önnur skrílslæti, sem við þekkjum svo vel frá okk- ar hátíðahöldum, er algerlega ó- þekkt fyrirbrigði þar í landi. Ólafsvakan á sér djúpar rætur í hugum Færeyinga. Þá eru allar erjur og kritur lagðar til hliðar; fólk hugsar um það eitt, að gera sér glaðan dag. Ég held áð það sé rétt sem einn danskur rithöf- undur segir, er hann sagði eitt- hvað á þá leið, að frá Ólafsvök- unni væri ekki hægt að segja, menn yrðu að upplifa hana sjálf- ir. En eitt er víst, að dyr, flöskúr og hjörtu standa opin á ÓlafS- vöku í Þórshöfn. Frá höfninni í Þórshöfn. 9 4. sepember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.