Alþýðublaðið - 10.09.1966, Qupperneq 4
Rltatjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Grl'ndal. — PJtstjómarfull-
trfil: EiBur GuBnason. — Símar: 14900-14803 — Auglýalngaslml: 14806.
ABsetur AlþýBuhúslO vlB Hverftsgötu, Reykjavík. — Pr*ntsml8ja AlþýSu
blaBslna. — Askriftargjald kr. 85.00 — 1 lausásölu Itr. 7.°0 etntakt®,
XJtgefandl AlþýBunokkurlnH.
Mál málanna
SJONVARP ei mál málanna um þessar mundir. Yf-
irmaður varnarliðsins hefur tilkynnt, að hann telji sig
knúinn til að takmarka sendrngu Keflavíkurstöðv-
arinnar við flugvöllinn og næsta nágrenni, og innan
skamms hefjast sendingar íslenzka sjónvarpsins.
Nokkrar deilur eru nú manna á meðal um ákvörð-
un Weymouth aðmíráls. En hann átti engra kosta völ,
eins og hann sjálfur benti á í bréfi sínu til utanríkis-
málaráðherra. Dagskrá Keflavíkurstöðvarinnar er
fengin ókeypis eða fyrir lítið verð hjá bandarískum
framleiðendum sjónvarpsefnis. Þeir láta efnið í þeim
tilgangi að það skuli skemmta bandarískum hermönn
um, sem gegn3 skyldustörfum á afviknum stöðum.
Hins vegar er skýrt tekið fram í fyrirskipunum
varnarmálaráðuneytisins í Washington, að sjónvarps-
stöðvar hersins megi ekki starfa fyrir annað fólk en
hermennina. Þess vegna er ekki hægt að reka til
lengdar sjónvarpsstöð með ókeypis efni fyrir 5.000
iAmeríkumenn og 100.000 íslendinga.
( Sjónvarpsefni er dýrt. íslendingar hafa um árabil
jhoifð ókeypis sjónvarpsþjónustu, en það gat aldrei
istaSið lengi. Nú verður þjóðin að leysa þetta vanda-
mál á eiein spvtur eins og svo mörg önnur, og von-
andi tekst það blessunarlega.
Kpmmúnistar, sextíumenningar og fylgifiskar
iþeirra eru að því er virðist líka reiðir út af þessum
málalokum. Þeir vildu fvrir alla muni, 'að málið kæmi
af stað deilu milli íslenzkra stiórnanvalda og Banda-
ríkianna, og þeir ráðast á utanríkisráðherra, Emil
Jónsson, fyrir svarbréf hans til aðmírálsins. Þessi við-
brögð eru hin furðulegustu og sýna gruggugan mál-
stað, að ekki sé meira sagt. Viðbrögð Emils og ríkis-
stiórnarinnar voru fullkomlega eðlileg og sýna raun-
hæft mat á staðreyndum.
Nú hefst næsti kafli.þessa máls, íslenzka sjónvarp-
ið. Þar erum við að ráðast í stórfyrirtæki — miklu
stærra en flestir gera sér grein fyrir. Má að sjálf-
sögðu búast við margvíslegum byrjunarerfiðleikum
og mikið átak mun þurfa til að koma sjónvarpinu sem
fyrst um land ailt. Hins vegar er rétt að minnast þess,
að iingt og ágætt fólk hefur verið þjálfað til starfa
við^jányarpið og það hefur hug á að skapa það í anda
sinnar samtíðar. Auk heimafengis efnis verður án
efa kevpt mikið af ágætu eriendu efni, þannig að
imnándur Keflavíkursiónvarnsins verða ekki allslaus-
ir. Mun raunar koma á daginn að góð fréttaþiónusta
og íslenzk andlit verða til gagns og ánægiu auk þess
be^fa úr erlendu sjónvarpi, sem á að fást með íslenzk-
um textum.
4 10. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Frá hví hefur veriS sagt hér í blaSinu aff undan rnu, er norska ferjan Skagerak fórst. Á forsíff-
unni í dag- er sagt frá björgunarafreki dönsku skól ípiitanna. Hér birtum við tvær myndir af þessu
slysi. Á þeirri efri sjáum viff Skagerak og skip viff björgunarstarf. Á þeirri neffri sést einn farþegi
sem tókst aff bjarga í björgunarbelti.
★ MIKIÐ RÆTT UM
SJÓNVARPIÐ.
Það hefur verið mikið rætt um
sjónvarpsmálin, síðan yfirmaður varnarliðsins til-
kynnti ákvörðun sína um að takmarka sendingar
Keflavíkurstöðvarinnar við ílugvöllinn. Við höfum
heyrt margar raddir hér í blaðinu, eins og venju-
lega, þegar hitamál eru á ferðinni. Virðist svo í
fyrstu, söm allir væru óánægðir — kanasjónvarps-
vinir af því að þeir missa dagskrána og andstæð-
ingar af því að ríkisstjórnin ekki bannaði stöðina.
Okkar spá er þó sú, að þetta óveður hjaðni og eftir
6—8 vikur verði háarifrildi um dagskrá íslenzka
sjónvarpsins, livort hún eigi að vera svona eða
á hinn veginn.
í mótmælum fólks gegn takmörk-
un Keflavíkurstöðvarinnar bólar enn á þeirri gömlu
skoðun, að það sé verið að banna fólki að horfa á
sjónvarpið og þarmeð að skerða frelsi þess. Þetta
er þó ekki kjarni málsins, heldur hitt, hverjir eigi
að hafa íeyfi til að reka sjónvarpsstarfsemi í land-
inu. Það er ailt annar handleggur og mun vanda-
meiri en móttaka einstaklinga á sendingum. Danir
horfa á þýzkt og sænskt sjönvarp og kemur engum
til hugar að banna það. En það mundi þykja með
öllu fráleit hugmynd, ef Danir ættu að leyfa Þjóð-
verjum eða Svíum að setja upp sjónvarpsstöðvar
á dönsku landi. Eins leyfa Danir ameríska hernum
aff sjónvarpa norffur á Grænlandi, þar sem ekkert
danskt sjónvarp er til. En kemur mönnum til hug-
ar, að Danir mundu nokkru sinni leyfa Ameríku-
mönnum að setja upp sjónvarpsstöð hjá Kalund-
borg, sem næði yfir allt Kaupmannahafnarsvæðið?
★ MIKLAR ENDUR-
TEKNINGAR.
Það er von að um þetta mál sé
deilt hér á landi, eins og það er til komið. Þó
er eitt áberandi. Þeir sem sízt vilja missa Kefla-
víkursjónvarpið eru yfirleitt nýlega búnir að kaupa
sér sjónvarpstæki. Hinir, sem hafa haft sjónvarp í
2 ár eða lengur, eru miklu rólegri. Þetta stafar af
því, að Keflavíkurstöðin endurtekur í sífellu svo til
sama efnið. Það er skipt um hermenn í Keflavík á
eins árs fresti, svo að þeim er sama. En viku eftir
viku eru sýndar kvikmyndir og leikþættir, sem
íslenzku áhorfendurnir hafa séð áður.
Vonandi kemur íslenzka sjón-
varpið með eitthvað nýtt.