Alþýðublaðið - 10.09.1966, Síða 6
G I N N
með aðstoð gervihnatta
Bráðum verður tekið að fylgj-
ast mcð ! egðun ísbjarnanna á
Grænlandsís með gervihnöttum.
Bandaríska geimrannsóknastö'ðin
Nasa mun brátt hefja tilraunir
með það. Bn skilyrðið er bara,
að einhver.iir þori að nálgast ís-
birnina og hengja um háls þeirra
senditæki, og það er ekki eins
broslegt og það lítur út fyrir að
minnsta kosti fyrir stjórnendur
dýragarða. Og það er mikilvægt
fyrir þá að geta kynnt sér hegð-
un dýranna í heimahögum sínum.
Seiidirinn gefur upplýsingar um
æðaslátt og blóðþrýsting dýrsins,
einnig andardrátt, einnig um á-
hrif umiiverfisins á dýrið, svo sem
hita og rakastig loftsins. Einnig
á að rannsaka á þennan hátt
hegðun og viðbrögð fleiri dýra,
svo sem fíla, nashyrninga og
hvala, og þá ekki sízt bláhvala,
sem munu vera að deyja út.
Þegar dýrið hefur verið merkt,
gefur Nimbus-gervihnöttur upp-
lýsingar um það. Spendýrafræð-
ingar í Bandaríkjunum hafa sýnt
mikinn áhuga á þessum rannsókn-
um," en ekki hefur enn fengizt
reynsla á þessu. Fuglafræðingar
hafa sýnt áhuga á að fylgzt yrði
með fuglum á sama hátt, en þeir
hafa orðið fyrir vonbrigðum með
stærð senditækisins, og þyngd, en
það vegur um 12 kíló, þess vegna
er útilokað að hægt sé að nota
það við rannsóknir á fuglum. En
möguleiki á að vera á því, að
Framhald bls. 10
£ (lO. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Hetjurnar í Israel
nauðugur flækist inn í baráttu,
sem hann í upphafi telur sér ó-
viðkomandi, en er fram líða stund-
ir breytist viðhorf hans og hann
heyr hetjulega baráttu fyrir mál-
staðnum. Söguþráðurinn í þessari
nýju mynd er annars alvarlegs
eðlis, fjallar um tilurð hins nýja
Ísraelsríkis og baráttu Gyðinga
fyrir tilveru sinni í hinu nýja
landi, en sú barátta sýndi um-
heiminum það svart á hvítu að
sagan af Davíð og Golíat gat áit
sér stað á tuttugustu öldinni.
Kirk Douglas er bandarískur
liðsforingi og Gyðingur, kvæntur
Angie Dickinson. Dag einn heim-
sækir hann erindreki neðanjarðar
hreyfingar Gyðinga, Haganah, og
biðui’ hann að koma til ísrael til
þess að skipuleggja hinn nýja rík-
isher. Um þær mundir eru ná-
grannar ísraels, Arabarnir, í
vígahug og vilja ráðast til atlögu
við þetta nýja ríki, sem er mikill
þyrnir í augum þeirra. Gyðingar
hafa engum her á að skipa, að-
eins nokkrum sundurþykkum
skæruliðasveitum.
í ísrael kynntist Kirk Douglas
Senta Berger, sem leikur skæru-
liða og Yul Brynner sem einum
af foringjum hins nýja hers. Áð-
ur hefur hann kynnzt Jolin Way-
ne sem er bandarískur hershöfð-
Framliald 14. síðu.
Sendið dagblöðunum cða
Rauðakross deildunum framlag yð
ar í Hjálparsjóð Rauða kross ís
lands.
Margt er líkt með kvikmyndun-
um „Hetjurnar frá Þelamörk“ og
„Cast a giant shadow," en í báð-
um þessum myndum leikur Kirk
Douglas eitt aðalhlutverkið. í
síðarnefndu myndinni, sem ný-
lega er farið að sýna, fer hann
með hlutverk manns, sem hálf-
Munið Tyrk-
landssöfnunina
Þessi litli drengur á heima í
Tanzaníu. Hann virðist vera
hraustur og efnilegur, en verður
þó ef til vill holdsveikinni að
bráð, en sú veiki er landlæg í
Tanzaníu. Rauði krossinn um all
án heim safnar þó fé til hjálpar
þessum dreng og öðrum þeim, er
við svipaðar aðstæður búa.