Alþýðublaðið - 10.09.1966, Qupperneq 7
Efnaiónaður á fslandi
I daig er dagur efnaiðnaðarins
á Iðnsýningunni. Hér fara á eftir
kaflar úr Grein Gísla Þorkelsson
ar, efnaverkfræðings um efnaiðn
að á íslandi, og sagt er frá þeim
fyrirtækjum, sem sýna.
XJpphaf efnaiffnaðar hér á landi.
Enda þótt saga efnaiðnaðarins
sem sjálfstæðrar atvinnugreinar
hér á landi sé ekki nema u. þ. b.
hálfrar aldar gömul, má ætla að
efnaiðnaður í einhverri mynd hafi
verið iðkaður hér allt frá sögu
öld, en þá jafnan verið tengdur
og talinn til vinnslu sjávar- og
landbúnaðarafurða. T.d. er líklegt
að litklæði höfðingja hafi a@ ein
hverju leyti verið lituð með inn
lendum jurta- og jarðlitum. Kerta
gerð var þýðingarmikil fyrir helgi
athafnir oig guðsþjónustur í kirkj
um landsins og lýsi varð snemma
mikilvæg útflutningsvara.
Skömmu fyrir heimsstyrjöldina
fyrri má telja að efnaiðnaður hefj
ist hér sem sjálfstæð atvinnugrein
Stofnaðar eru lýsisbræðslur,
síldar- og fiskimjölsverksmiðjur,
sem vinna eingöngu úr innlend
um hráefnum, en bráðlega koma
einnig til sögunnar fyrirtæki sem
vinna úr innfluttum hráefnum.
Eins og vænta mátti voru þess-
ar fyrstu efnaverksmiðjur smáar
og búnar ófullkomnum tækjum.
Framfarir og vöxtur í þesum iðn-
aði varð hægfara framan af m.a.
vegna skorts á fjármagni og tækni
menntuðum mönnum.
Hráefni úr fiskafurffum.
Efnaiðnaður, sem byggði á
vinnslu fiskafurða var frá upphafi
stærstur og þýðingarmestur og
framleiddi nær eingöngu útflutn-
ingsafurðir. Með aukinni togara-
útgerð og vaxandi síldveiðum á
þriðja og fjórða tug aldarinnar
komst verulegur skriður á þennan
iðnað. Stærri og fullkomnari síld-
arverksmiðjur og lýsisvinnslustöðv
ar voru byggðar. Vélvæðing er
stóraukin og efnaverkfræðikunn-
átta tekin í þjónustu þeirra Þessi
þróun hefur haldið áfram og í dag
má fullyrða að þessi iðnaður
standi fyllilega jafnfætis iðnaði
annarra þjóða í þessari grein,
hvort sem um gæði afurðanna eða
tæknilegan útbúnað er að ræða.
Fiskimjölsiðnaður tók fyrst að
'vaxa með tilkomu hraðfrystihús-
anna efth- 1940. Þessi iðnaður
líkist í grundvallaratriðum síldar
mjölsiðnaðinum, en verksmiðjurn-
ar eru yfirleitt minnj og skortir
því nokkuð á í nýtingu og hag-
kvæmni hans.
Framleiffsla úr innfluttum hrá-
efnum.
Þróun efnaiðnaðar, sem bygg-
ist. á innfluttum hráefnum hefur
orðið með allt öðrum hætti. Fyrstu
vérksmiðjurnar, sem áttu fyrir sér
einhverja framtíð voru stofnaðar
um og eftir 1920. Þetta voru litl-
ar verksmiðjur sem framleiddu
einkum hreinlætisvörur, bón og
skóáburð og eins asetylgás, súr-
efni og kalk.
Næsta áratug verður lítil breyt
ing á þessu, en með heimskrepp-
unni upp úr 1930 fór að gæta
skorts á gjaldeyri og atvinnuleysi
fór í vöxt. Við það skapaðist grund
völlur fyrir ýmsan iðnað sem unn-
ið gæti úr innfluttum hráefnum
og veitt þannig atvinnu jafnframt
því að hann sparaði erlendan gjald
eyri. Hömlur voru settar við inn-
flutning á ýmsum varningi og
verndartollum komið á. Upp úr
þessum jarðvegi spratt fjöldi
nýrra iðnaðarfyrirtækja. í efna-
iðnaði voru á næsta áratug stofn-
aðar fjöidamargar nýjar verksmiðj
ur til framleiðslu á m.a. hreinlæt-
isvörum, snyrtivörum, málningu,
lökkum, lími, bóni o.fl.
í skjóli hafta fékk þessi iðnað-
ur nokkurs konar einokunarað-
stöðu um hríð, eða fram yfir síð-
ari styrjöld, en í ýmsum greinum
voru einhver innflutningshöft í
gildi fra.m yfir 1960.
Þessum iðnaði tókst á furðu
skömmum tíma að birgja innlenda
markaðinn upp af helztu vöruteg
undum þessara greina, þrátt fyrir
algjöran skort á iðnþjálfuðu
starfsliði í byrjun. Að vísu vant-
aði töluvert upp á það vöruúrval,
sém frjáls innflutningur veitir, og
lengi vel voru lélegar eða ósmekk-
legar umbúðir ljóður á afurðum
þessa iðnaðar. Gæði afurðanna
hafa oft verið misjöfn, einkum
í byrjun en hafa farið batnandi
og í ýmsum greinum komist til
jafns við innfluttar vörur.
Eftir að farið var að losa um
innflutningshöft og gefa frjálsar
efnaiðnaðarvörur hefur komið í
ljós að sumt af þessum iðnaði
getur ekki staðist samkeppni við
innflutning. Þannig hefur snyrti-
vöruiðnaður að mestu leyti lagzt
niður, dregið hefur mjög úr
framléiðslu á bóni, skóáburði og
sumum hreinlætisvörum, s.s. hand
sápum. Ekki mun þetta þó stafa
nema að nokkru leyti af því að
innienda framléiðslan þoli ekki
samanburð við innfluttar vörur í
sama vérðflokki. T.d. geta inn-
ændar verksmiðjur ekki leyft séi
að framleiða marga verð- eða
gæðaflokka af sömu vörutegund
vegna smæðar markaðsins, en auk
inn kaupmáttur almennings leið-
ir af sér kröfur um mikið úrval
og oft hámarks gæði. í snyrti-
vörum gætir einnig síbreytilegrar
tízku og mjög miklar kröfur eru
gerðar til umbúða þeirra.
Þrátt fyrir það að samdráttur
hefur orðið i sumum þessara
greina hafa aðrar greinar staðið
sig í samkeppni við innflutning
eins og t.d. málningar- og lim-
iðnaðurinn og allmikill hluti hrein
lætisvöruiðnaðarins. Eftir að létt
var af höfturn hefur þessi hluti
efnaiðnaðarins sem heild verið í
vexti og þolir fyllilega samanburð
við erlendar vörur að gæðum og
verði.
Vísir aff stóriff ju.
Þá er loks að geta eina stóriðju-
fyrirtækisins í efnaiðnaði á ís-
landi, sem er Áburðarverksmiðja
rikisins. Eins og kunnugt er vinn
ur hún áburð úr lofti og vatni með
aðstoð mikiilar raforku og nokk
urra aðstoðarefna. Hún var stofn
uð 1954 og er langstærsta efna-
verksmiðja á landinu, en verður
nú að flytja inn ammoniak um
hríð vegna ónógrar afgangsorku
frá Sogsvirkjun.
Á Iðnsýningunni 1966 sýna 8
efnaiðnrekendur framleiðslu sína
á deild IX, en níunda efnaverk-
smiðjan H.F. Hreinn, sýnir á deild
VI.
4 verksmiðjur sýna þar máln-
ingu auk annarra vörutegunda,
sem þær framleiða.
Harpa h.f. sýnir málningu, lökk,
lím og fleiri kemiskar vöruteg-
undir, m.a. notkun á fínhúðunar-
efni á steinsteypta fleti.
Málning h.f. sýnir málningu,
lökk, lím, þéttikítti o.fl. Sýnir hún
dæmi um notkun á Þan-þéttikítti
til sprunguviðgerða á múr, þétt-
ingu með gluggum og isetningu á
tvöföldu gleri. Ennfremur er sýnd
notkun á viðarlökkum, Epoxy-
Biki og fleiri epoxyefnum. Sem
dæmi um fjölbreytni í þessum
iðnaði er þess getið að Málning
h.f. framleiðir 287 vörutegundir.
Pétur Snæland h.f. sýnir máln-
ingu og gúmmí- og polyetersvamp
til bólstrunar.
Slippfélagiö í Reykjavík, h.f.
sýnir málningu og unnar v^ðar-
tegundir. ,
Þrjár verksmiðjur sýna hrein-
lætisvörur o.fl.
H.F. Hreinn sýnir ýmsar hrcin-
lætisvörur, bón og 21 tegumj af
kertum. r
Mjöll h.f. sýnir hreinlætisvörur
og bón.
Sápugerðin Frigg sýnir hreihlæt
isvörur fyrir heimili, stofnanir og
iðnað.
Ein vérksmiðja, Amanti sýnir
snyrtivörur, m.a. Adrett hárkrera,
sólkrem og shampoo. *
Ein verksmiðja ísaga sýnir ase-
tylengas og súrefni á hylkjum qg
dæmi um notkun þcirra við log-
suðu, og súref.nis á sjúkrahúsum.
/>.1^ .C' ^
U Thant svarar
19. september
U Thant, framkvæmdastjóri
SÞ, tilkynnti nýlega aö liann
mundi halda blaffamannafund 19.
september. Góffar
heiihildir
L,
henna, aff hann muni þá pvara
spurningum um lausnarbeiffni
sína og hvort liann sé fiís aff
hnlda áfram störfum meff vissum
skilyrffum. En U Thant kveðst
ekki vilja svara spurningum um
hvort hann vilji halda i fram
störfum fyrir 19. september.
Peningabvottiir
Rannsóknarlögreglan í K Imar
í Svíþjóð fékk nýlega tíu :róna
seðil til rannsóknar, hann ]( it út
fyrir að vera falsaður. Á ái nai'ri
hliðinni var alls ekki nei
hinum megin vantaði upphs ðina.
Árangurinn af rannsökninn var
sá, að peningaseðillinn var okta,
en hafði farið í „hreinsur ” og
það þola peningar ekki. Þess
vegna er betra að athuga ’ vö^-
um fata áður en farið er meþ þau
í jhreÍBSun. Finnst ykkur það
ekki sjálfsagt? r*
t og
10. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ffj