Alþýðublaðið - 10.09.1966, Blaðsíða 11
t
fc=Ritstióri Örn Eidsson
Hinn bandaríski afreksmaður
fer til Akureyrar í dag og keppir
á frjálsíþróttamóti nyrðra I dag
og á morgun.
Á þriðjudag tekur hann þátt í
móti á Melavellinum og fer síðan
vestur á miðvikudagsnótt. Kepþt
verður í eftirtöldum greinum á
; mótinu á þriðjudag: 100 m. hlaupi
| karla, kvenna, dr. og sveina, 400 m.
Hermann Guðmundsson, Gunnlaugur J. Briem,
hlaupi karla, A og B flokki, til
! A-flokks teljast þeir, sem hlaupið
hafa á 55,0 sek. en til B-flokks
teljast þeir, sem eiga iakari ár-
angur. Þá verður keppt í 100 iri.
hlaupi, 4x100 m. boðhlaupi, kúlu-
varpi, kringlukasti, liásti'kki og
langstökki. Þátttaka tilkynnist á
í skrifstofu ÍSÍ sími 30955 í síð-
asta lagi á mánudag.
Taka jbarf skipulag knatt-
spyrnumóta fastari tökum
Daginn styttir óðum og kólna
tekur í veðri. Tímabili sumarí-
þrótta okkar er að ljúka, þó er
hægt að nota septembermánuð
með góðu móti fyrir t.d. knatt-
spyrnu, en eftir að komið er fram
■■■■■■■■■■■■■■■
✓
■■■■■■■■■■■■■■■
,Eg ætla að sigra I
■
á5sek.'segirClay|
■
Cassius Clay var stórorð j
ur um viðureignina við Mild I
enberg i viðtali við frétta ;
menn í Frankfurt í fyrra ■
kvöld. Ef mér tekst ekki að I
slá Þjóðverjann niður á 5 eða ;
6 sek. hætti ég í hnefaleik ■
um, saigði heimsmeistarinn. !
■
Mildenburger, sem er Evr ;
ópumeistari hefur ekki tap j
að keppni í fjögur og hálft ■
ár. Ýmsir eru þeirrar skoðun !
ar, að hann komi á óvart. j
Keppnin verður í kvöjd.
Framkvæmda
stjórn ÍSÍ
Framkvæmdastjórn ÍSÍ, sem
kosin var af íþróttaþingi ÍSÍ á
ísafirði 3.—4. september sl. kom
saman á fyrsta fund sinn sl.
mánudag og skipti þá með sér
verkum á þann veg, sem hér
segir:
Forseti er Gísli Halldórsson,
kosinn í þá stöðu af íþróttaþingi.
Varaforseti: Guðjón Einarsson.
Ritari: Sveinn Björnsson.
Gjaldkeri: Gunnl. J. Briem.
Fundarrit. Þorv. Árnason.
í október er allra veðra von og
því ekki treystandi á nokkuð á
þeim tíma.
Höfuðmót íslenzkrar knatt-
spyrnu, íslandsmótið, hefur stað-
ið yfir frá 30. maí í vor og á að
ljúka samkvæmt töflu þann 11.
sept. þ.e.a.s. 1. deildin. Nú bregð-
ur hins vegar þannig við að mót-
inu lýkur ekki þennan ákveðna
dag og alls ekki víst að því ljúki
fyrr en einhvern tíma í október.
Síðasti leikur mótsins átti að vera
leikur KR og ÍBK, en leik Vals
og Þróttar, sem leikinn skyldi um
síðustu helgi var frestað um óá-
kveðinn tíma. Fyrst þegar þeim
leik er lokið kemur í ljós hvort
leika þurfi aukaleiki um íslands-
meistaratitilinn. En hvers vegna
er nú verið að fresta leikjum í
íslandsmótinu? Jú, yfirleitt stafa
þessar frestanir vegna heimsókna
erlendra liða eða vegna utanfara
íslenzkra. En væri ekki hægt að
skipuleggja þetta betur, þannig að
þau félög er hyggðu á utanför
eða ættu von á heimsókn létu
mótanefnd KSÍ vita í tíma um
slíkt og bezt væri auðvitað að
greinai-gerð um áætlun sumarsins
fýlgdi með þátttökutilkynningu í
íslandsmótið. Þannig yrði málið
gert miklu auðveldara í vöfum
fyrir mótanefndina, þar sem hún
gæti ákveðið leikina með hlið-
sjón af upplýsingum félaganna.
Ef við lítum á stöðuna í 1.
deild í dag, þá kemur í ljós að
möguleiki er á því að leika verði
6 aukaleiki, en það myndi aftur
þýða að mótinu yrði í fyrsta lagi
lokið um miðjan október og þá
er Bikarkeppni KSÍ eftir. Vinni
KR — ÍBK og Þróttur — Val þá
verða fjögur lið efst og jöfn. KR
— Valur — ÍBK — ÍBA, en vinni
ÍBK og Valur sína leiki bá verða
þau að leika aukaleik sín á milli
um titilinn.
En eins og málin standa í dag,
þá verðum við bara að vona það
bezta og að mótum sumarsins
Ijúki á þessu ári, svo að allir geti
verið ánægðir. J.V.
Leiðrétting
í grein um leik KR og Nantes á
fimmtudag gerði prentvillupúkinn
okkar dálitlar skráveifur. Sagt
var m.a. að Þórður Jónsson hefði
verið bezti maður vallarins, en
það átti að vera be/.ti maður varn-
arinnar. Þá var einnig sagt, að
Gunnar og Hörður hefðu verið
beztu sóknarmenn KR og Jón og Ey
leifur hefðu verið laugt undan, en
átti að vera, að Jón og Eyleifur
hefðu ekki verið langt undan.
Hlutaðeigendur eru beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
4 .. ! *;■
' “'i *• jfcS
Steinhauer á æfingu á Melavellinum í fyrradag.
STEINHAUER KEPPIR Á AKUREYRI UM
HELGINA, EN í RVÍK Á ÞRIÐJUDAG
Bandaríski kúluvarpinn Neal I urum tvo síðustu daga og á æf-
Steinhauer kom hingað til Reykja ingum hefur hann varpað kúl-
víkur á fimmtudagsnótt. Hann unni 19 til 20 metra. Steinhauer
hefur leiðbeint reykvískum köst- ’ er frá borginni Eugene Oregon,
l
Hann hefur æft kúluvarp í 5 ár
og sýnt miklar framfarir síðustu
tvö árin. Bezti árangur hans 1964
var 17,59 m., árið 1965 náði hann
lengst 19,41 m. og nú í sumar
20,44 m. Heimsmet Randy Mat-
son er 21,51 m., en það er eitt af
þessum afrekum, sem þykja næsta
ótrúleg. Aðspurður sagði Steinhau-
er, að hann stefndi að því að
komast í Olympíulið USA 1968
og að sjálfsögðu stefni ég að því
að bæta met Matsons, bætti hann
við brosandi.
Framkvæmdastjórn íþróttasambands íslands, ásamt framkvæmdastj óra: Frá vinstri:
Sveinn Björnsson, Gísli Halldórsson, Guðjón Einarsson, Þorvarður Árnason.
10. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ fj:
%