Alþýðublaðið - 30.09.1966, Qupperneq 3
Sexmannanefndin hafnaði
kröfum kaupmanna
Hinn 27. sept. sl. var haldinn
að Hótel Sögu fjölmennur fund
ur matvörukaupmanna.
Auk kaupmanna frá Reykjavík
voru mættir á fundinum matvöru
kaupmenn víðsvegar utan af lands
byggðinni.
Þorbjörn Jóhannesson, formað
ur Félags kjötverzlana, setti
fundinn og skipaði Jón I. Bjarna
son, fundarstjóra.
Framkvæmdastj óri Kaupmanna
samtakanna. Knútur Bruun, hdl.,
gerði grein fyrir síðustu atburð
um í verðlagsmálum en Gunnar
Ragnars, við.sk.fr. sagði frá og
skýrði athugun á rekstri matvöru
verzlana í Reykjavík, afkomu
þeirra og þróun árin 1964 og 19
65, en athugun þessi var unnin
á vegum samtakanna skv. tillögu
dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskipta
málaráðherra undir stjórn Ólafs
J. Ólafssonar, endurskoðanda.
Gunnar Snorrason, kaupmaður
formaður verðlagsnefndar Félags
kjötverzlana, lagði fram og skýrði
kröfur samtakanna til sexmánna
nefndar við verðlagningu á búvör
um nú í haust. ,
Kom fram, að sexmannanefnd
in hafnaði kröfum samtakanna
um breytingar á smásöluálagningu
í öllum meginatriðum, enda þótt
hún tæki til greina hækkunarkröf
ur bænda og sláturleyfishafa.
í Ijós kom þegar í upphafi við
ræðna við sexmannanefnd, að nið
urgreiðslur mundu einungis ná til
ofangreindra hækkana, en alls
ekki til þeirra hækkana, sem
gerðar kynnu að verða á smá
söluálagningu.
Fjörugar umræður urðu á fund
inum og tóku margir kaupmenn
til máls.
í lok fundarins lagði formað
ur Kaupmannasamtakanna, Sig-
urður Magnússon, fram eftirfar
andi ályktun.
Almennur fundur haldinn í fé
lögum matvöri^kaupmanna og
kjötverzlana að Hótel Sögu þriðju
daginn 27. sept. 1966 samþykkir
svfellda ályktun varðandi verð-
algsákvæði í smásölu.
Fundurinn lýsir yfir stuðningi
sínum við þá stefnu ríkisvaldsins
að sporna gegn aukinni dýrtíð,
eftir því sem unnt er.
Hins vegar vekur fundurinn at
hygli á, að dýrtíðin verður ekki
stöðvuð með því eingöngu að
skerða hlut smásöluverzlunarinn-
ar ,svo sem gert hefur verið af
hálfu ríkisvaldsins á undanförn
um árum.
Fundurinn leyfir sér að benda á,
að á sama tíma og aðrar stéttir í
þjóðfélaginu hafa fengið hlut sinn
bættan, ýmist með frjálsum samn
ingum eða fyrir tilverknað opin
líerra aðila, hefur hliðstæðum
kjarabótum til handa ismásöluverzl
uninni verið hafnað.
í því efni er skemmst að minn
ast afstöðu sexmannanefndar til
Framhald á 13. síðu
Óbreytt verölag
á gistihúsum
Sumarhótel voru rekin síðast-
liðið sumar af Ferðaskrifstofu
ríkisins í 7 heimavistarskólum á
landinu. Hefur rekstur sumarhót-
elanna yfirleitt gengið vel og að-
sókn verið víðast allgóð. Verð-
lag var hið sama á öllum sumar-
hótelum Ferðaskrifstofunnar og
var miðað við meðalverð íslenzkra
sumarhótela almennt.
Vegna þess hve langan fyrir-
vara þarf fyrir erlenda aðila, —
ferðaskrifstofur, flugfélög og
aðra, verður að ákveða verðlag
hótela eigi síðar en í september
árið áður en starfstími hefst. —
Hefur nú verið ákveðið að hálfu
Ferðaskrifstofu ríkisins, að verð-
lag á þeim sumarhótelum, sem
Ferðaskrifstofan kemur til með
að reka sumarið 1967, verði ó-
breytt frá síðastliðnu sumri. Á
sama hátt hafa margir aðrir að-
ilar ákveðið óbreytt verðlag á
ýmsum ferðamannanauðsynjum
næsta sumar. Kemur þetta jafnt
íslendingum sem öðrum til góða,
og ætti að stuðla að aukinni nýt-
ingu hótela, bifreiða og annarrar
ferðamannaþjónustu með auknum
fjölda gesta og farþega.
Þota Fl getur ient á
Reykjavíkurfl ugvel I i
Hingað er nú kominn til
lands, Borge Boeskov, sérfræð
ingur frá Boeing flugvélaverk
smiðjunum í Seattle í Banda-
rikjunum. Kom hann hingað á
vegum Flugfélags íslands og
hefur að undanförnu unnið að
því að undirbúa starfsmenn F.
í. undir komu Boeing þotunnar
sem F. í. hefur fest kaup á.
Hefur hann annazt mælingar á
Flugbrautum Reykjavíkur og
Keflavikurflugvallar, talað við
- flugumferðarstjóra hér í Rvk
og Keflavík, einnig hefur hann
gert mælingar á hávaða hér
við flugvellina. Rannsóknir Bo-
rge Boeskov eru mjög athyglis
verðar. Það hefur nefnilega
komið i ljós, að Reykjavíkur-
flugvöllur hefur nægilega lang
ar flugbrautir til þess að þota
af gerðinni Boing 727 geti lent
þar og hafið sig til flugs. Þá
upplýsti Borge Boeskov frétta-
mann um, að hávaðinn frá Bo
eing 727 þeirri gerð, sem flug-
félagið hefði keypt væri minni
en frá Vicount vél.
Flugfélag íslands þjálfar.nú
starfsfólk sitt af kappi undir
það að taka við Boeing þotunni.
Lét Sveinn Sæmundsson þess
getið við fréttamenn að Boeing
flugvélaverksmiðjunum væri
mjög annt um það, að þjálfa
vel þá menn, sem ættu að sjá
um rekstur þotunnar. Þá gat
. hann þess, að Boeing 727 væri
fyrsta þotan, sem Flugmála-
stjórn Bandaríkjanna hefði
leyft að stýrt yrði með raf-
eindaheila. Og kvað hann raf-
eindaheila vera í öllum þeim
vélum, sem félagið smíðaði. ís-
lenzku flugmennirnir yrðu líka
Framhald á 15. ságu
ASÍ URÁÐSTEFN A
UM VIETNAM
Washington 29. 9. (NTB-Reuter)
Ráðstefna æðstu manna þeirra
gegn kommúnistum í Vietnam,
sjö landa, sem taka þátt í stríðinu
ArgentlnskS fáninn við
hún á FaiMandseyjum
PORT STANLEY, 29. sept.
(NTB-Reuter).
Hinn bláhvíti fáni Argentínu
blakti við hún í dag á Falklands
eyjum, þar sem argentínskur „inn
rásarher“ skipaður 19 mönnum og
einni konu náðu „brúðarsporði"
á sitt vald eftir að þau höfðu
neitt flugvél af gerðinni DC-4 til
að lenda á eynni í gær.
Argentínumenn hafa um árabil
gert kröfu til Falklandseyja, sem
er brezk nýlenda á Atlantshafi. í
vélinni voru 26 farþegar.
Innrásin í Falklandseyjar hefur
ekki leitt til blóðsúthellinga. Inn
rásarherinn heldur ennþá vörð
um DC-4 flugvélina, sem er í
þann mund að sökkva í þunnt
og skrælnað grasið á kappreiða
brautinni, þar sem hún lenti. Úti
lokað er að flugvélin geti hafið
sig til flugs, þar sem brautin er
of stutt. ■
Iíinir 2.100 íbúar Falklandseyja
hafa tekið innrásinni með stök-
ustu ró og líta á hana sem
skemmtilega tilbreytingu í lífinu
á eyjunum. Eyjaskeggjar hafa ver
ið vinsamlegir í garð 26 farþega,
sem í vélinni voru, og veitt þeim
mat og húsaskjól. Farþegarnir
bíða eftir póstbátnum, sem kem-
ur einu sinni í viku til eyjanna.
Báturinn kemur á sunnudaginn,
og þar sem hann tekur aðeins 40
farþega og margir hafa pantað
far, er óvíst hvort þeir komast
allir með bátnum.
Meðal „saklausra" farþega í inn
rásarferðinni til Falklandseyja er
Framhald á 15. síða.
kunna að leiða til þess, að leið
togar annarra landa, þar á með
al hlutlausra Asíulanda, taki þátt
í viðræðum um Vietnammálið, að
því er sagt var af opinberri hálfu
í Washington í daig.
Bandaríkjamenn vona, að t^kist
að leysa Vietnamdeiluna komist á
samvinna milli Kína, Norður-Vi
etnam og Norður-Kóreu annars
vegar og friðsamleg þróun takí
við.
Einn liðurinn í framtíðarstefnu
Johnsons forseta er tilboð um einn
ar milljarðar dollarar fjárveitingu
til efnáhags- og þróunaráætlunar
fyrir Asíu, en forsetinn vonar að
Norður-Vietnam njóti einnig góðs
af þessari aðstoð. Johnson kom
fram með þetta tilboð fyrir 17 m'án
uðum, þegar hann skoraði á Norð
ur Vietnamstjórn að setjast að
samningaborði án fyrirfram skil-
yrða. Síðan hefur Johnson látið í
Ijós von um að Kínverjar og grann
þjóðir þeirra taki upp samvinnu
um friðsamlega þróun mála í Asíti.
(Það er Humbert Humprey vara
forseti sem hefur sagt frá fram.
tíðarmarkmiðum Bandaríkja-
stjórnar í Asíu i viðtali við „Was
hington Post“. Um miðjan októ
ber koma leiðtogar Ástralíu, Nýja
Sjálands, Suður-Kóreu, Suður-Vi
etnam, Filippseyja, Thailands ;<jjg
Bandaríkjanna saman til fundar.á
Filippseyjum. Ráðstefnan á að'
skipa fastanefnd, sem taka á áf
stögu til nokkurra mála. semi
snerta langtum stærra svið en Viét
namdeiluna. Seinna er vonað, :að
Jaþan, Indland, Pakistan, Burina
Malaysía, Singapore og Indónefeía
bætist í hópinn. Þetta gæti leiit
til þess,- að efnt verði til ráðstefmi
Asíuríkja með þáttöku Kína, Norð
ur-Vietnam og Norður Kóreu að
sögn Humpreys.
970 bandarískir hermenn féllu
særðust eða týndust í siðustu viku
eða fleiri en í nokkurri annarri
Framh. á 5. bls.
30. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3