Alþýðublaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 6
Helgi Hallvarðsson, skipherra, flutti nýlega erindi í þættinum Um daginn og veginn í útvarpinu. Erind- ið vakti mikla athygli og hefur Alþýðublaðið íeng- ið góðíúslegt leyfi höfundar til þss að birta það í heild. FYRIR nokkru var í fréttaauka Ríkisútvarpsins viðtal við for- mann útvegsmanna í Vestmanna- eyjum, þar sem fréttamaðurinn spurði formanninn m. a. að því, hvernig stæði á hinni tíðu töku fiskibáta, frá Vestmannaeyjum, í landhelgi. Formaðurinn svaraði því eitthvað á þá leið, að sá báta- floti, sem gerður væri út á tog- veiðar, gæti ekki veitt annars staðar en í landhelgi, og gat þess einnig, að þegar svo hefði verið komið, að gera átti upp 20 fiski- báta frá Vestmannaeyjum, sökum ógreiddra sekta til Landhelgis- sjóðs, þá hefði það opinbera séð sig tilneytt til að gefa öllum íslenzkum landhelgisbrjótum, sem staðnir höfðu verið að verki, upp sakir. Eftir svona opinbera yfir- lýsingu hlýtur maður að verða hugsi, og fara að velta því fyrir sér hvað sé hér að gerast, þegar hægt er að lýsa því opinberlega yfir, að lög þau, sem sett hafa verið til verndar landi og þjóð, verði að brjóta svo að lítill hluti af yissri sté.tt þjóðfélagsins geti hagnazt.. Með lögum iskal land byggja, en með ólögum eyða, er skrifað á undirstöðu þjóðfélags- ins, og hver sannur þjóðfélags- þegn verður að fara eftir því. Ég tel því að þegar nokkrir útgerð- armenn og fiskiskipstjórar, taka upp á því að brjóta lögin, sökum þess að þeir telja sig ekki geta gert báta sína út á annað, þá séu þeir farnir að höggva í undirstöðu þjóðfélagsins með ólögum. En það versta í þessu finnst mér vera þaS, að þegar nokkrir þessara manna eru búnir að brjóta land- lielgislögin það oft, að þeir sam- kvæmt lögum, ættu að hljótá fangelsun, þá gefur það opinbera þeim upp sakir, svo þeir geti byrjað á nýjan leik, sem sannir þ j Óðf élagsþegnar. Nú mun ein- hverjum finnast ég taka nokkuð sterkt til orða, en þá vil ég benda þeim á, svo og öllum þeim, sem á mig hlusta, að skipstjóri á tog- báj, er ekki einn um borð í skipi sípu, hann hefur undir sinni stjórn 5—6 menn, sem allir verða vit#ii að því, þegar hann brýtur landhelgislögin. Og mér er spurn, hvernig skyldi þeirra ,,mórall“ verða, þegar þeir dag eftir dag S1ve♦ða að horfa upp á að lögin eru ■tin? Eða hvernig skyldi „mór- rin“ verða eftir að þeir hafa skipstjóra sinn tekinn fyrir dheigisbrot, fluttan fyrir dóm- ', þar sem skipstjórinn, í flest- um tilfellum, neitar allri ákæru > * ’ og þeir sjálfir orðið að lenda í hringiðu réttarhaldanna, berandi skipstjóra sínum vitni, heyra hann fá dóm samkvæmt lögum, sjá hann sigla í landhelgina á ný, verða tekinn aftur og aftur, þar til það opinbera gefur honum upp sakir, þannig, að hann telst heið- arlegur borgari á ný. Frá mínu sjónarmiði, þá hlýtur þetta að hafa sálræn áhrif á hvern skipverja, sem í þessu lendir. Eða hvað álitið þið, að hafi gerzt — og hvaða sælrænu eftirstöðvar álít- ið þið, að verði hjá þeim tveim- ur piltum, sem fyrir nokkru urðu uppvísir að því í landhelgismáli að sverja rangan eið fyrir rétti. Skipstjóri þeirra hafði verið á- kærður af skipherra á varðskipi fyrir landhelgisbrot, en hann harð neitaði allri ákæru og voru því þessir tveir piltar, af áhöfn hans teknir til yfirheyrslu. Og eins og síðar kom I ljós, höfðu þeir heyrt skipstjóra sinn tala um það, á leiðinni í land, eftir að varðskip- ið hafði tekið þá, að hann mundi neita allri ákæru, og hefur þá aö sjálfsögðu látið eitthvað í ljös um það, hvað hann mundi bera fyrir rétti. A.m.k. fór það svo, að þrátt fyrir áminningu dómarans um sannsögli og að hann undirbyggi þá, lögum samkvæmt, undir það að vinna eið að væntanlegum framburði þeirra, þar sem hann m. a. benti þeim á þann stranga dóm, sem við lægi að sverja rang- an eið, þá sóru þeir væntanlegan framburð sinn. Og þegar þeir höfðu orðið margsaga í framburði sínum, kallaði dómarinn skip- stjórann á sinn fund, og tjáði honum hvernig komið væri með piltana og lét hann jafnframt vita, að ef hann héldi stíft fram sakleysi sínu, yrði hann að kalla alla skipshöfnina fyrir rétt. Ját- aði þá skipstjórinn sekt sína, og piltarnir viðurkenndu um leið að hafa svarið rangan eið. Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem togbáta-skipstjóri er tekinn að ó- löglegum veiðum, neitar öllum sakargiftum, seih síðan sannast á hann, og saklausar sálir lxafa orðið að líða önn fyrir brot hans. Hér er mjög alvarlegt mál á ferðinni, sem það opinbera ætti nú þegar að grípa föstum tökum, svo að engum blandist hugur um það hvað séu lög og hvað séu ólög. Annars er það merkilegt með marga íslendinga hvað þeir leggja lítið upp úr svardögum og drengskapar yfirlýsingum. Má þar til dæmis benda á þá drengskap- g 30. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ aryfirlýsingú, sem skattborgarar skrifa undir, þegar þeir hafa lokið við að gefa upp til skatts, þar sem sumir reyna af fremsta megni að draga það mikið undan skatti, að þeir þurfi ekki að bera þær byrðar, sem þeir ættu með réttu að gera, en láta um leið aðra, sem af fullum drengskap telja rétt fram til skatts, bera auka- byrðar. Sá hugsunarháttur, að reyna að svíkja sem mest undan skatti, og að skrifa síðan undir drengskaparyfirlýsingu um að rétt sé talið fram, er afar lág- kúrulegur. Um það, hversu lágt ég tel suma líta á þá drengskap- aryfirlýsingu, sem þeir skrifa undir á skattaskýrslunni, hef ég gaman af að segja eftirfarandi sögu. Það var í landhelgismáli þar sem skipstjóri var ákærður fyrir landhelgisbrot. Hann neitaði öll um sakargiftum, og fékk einn af mönnum sínum til þess að bera vitni í málinu, og reyndist mað- urinn honum í alla staði vel í framburði sínum. Að loknum framburði hans í málinu, undir- bjó dómarinn hann fyrir væntan- legan eið, þar sem hann lýsti m. a. fyrir manninum þeirri þungu refsingu sem við því lægi að sverja rangan eið, oig bað hann síðan um að sverja framburð sinn. Maðurinn neitaði því og bar fyrir sig trúarlegar ástæður. Var það tekið gilt, og maðurinn þá beðinn um að skrifa undir dreng- skaparyfirlýsingu. Lyftist þá mað- urinn allur við í sæti sínu, og sagði, af hjartans einlægni við dómarann: „Já, eins og þegar maður skrif- ar undfr skattaskýrsluna?” En þegar honum var bent á, að röng drengskaparyfirlýsing jafngilti því að sverja rangan eið, og við því lægi sami dómur, neitaði maðurinn að skrifa undir. En undir sömu drengskaparyfiidýs- ingu á skattaskýrslunni- virtist hann vera tilbúinn að skrifa Vonandi er slíkur hugsun- arháttur í minnihluta, og við skulum vona, að hann verði skjótt úr sögunni, svo að hver greiði það sem honum ber. Á síðasta þingi voru samþykkt lög úm hægri handar akstur. Ég get ómögulega séð til hvers við þurfum að breyta akstri okk- ar úr vinstri í hægri. Ef land okkar lægi að öðrum löndum, sem hefðu hægri handar akstur og mikill straumur bifreiða frá landi okkar lægi þangað yfir og öfugt, værí þessi ráðstöfun skilj- anleg. En nú er land okkar eyja og við því ekki háðir því, hvorum megin umferð annarra þjóða er. Svíar munu nú vera að breyta umferðjnni hjá sér úr vinstri handar í hægri, og einhvers staðar kostnaður við breytingar á um- ferðarljósum, umferðarmerkjum las ég það, að þeir hefðu reikn- að út hvað slysa-talan mundi hækka um mörg prósent fyrstu mánuðina eftir breytinguna, og er vonandi, að þeir aðilar hér, sem hafa með þetta mál að gera, rasi ekki um ráð fram, en fylg- ist vel með hvað gerist í Svíþjóð eftir breytinguna. Það er líka annað sem fylgir þessari breyt- ingu; og er það hinn gífurlegi og öðru því sem umferðina varð- ar. Það væri nær, að láta þann áætlaða kostnað fara til að steypa eða malbika eitthvað af þjóðveg- um okkar, sem hreint út sagt eru fyrir neðan það sem kalla má sæmilegt. Hvað ætli það séu margar milljónir króna sem bif- reiðaeigendur greiða árlega í við- haldskóstnað á bifreiðum sínum vegna ’hins lélega vegakerfis okk- ar. Það er ékkert skemmtileg til- hugsun, þegar maður rennir hér út fyrir bæinn, að eiga von á grjóti einhvers staðar í bifreið sína, sem kemur þjótandi undan hjólum annarra bifreiða, — eiga von á því, að eitthvað af því grjóti, sem undir hjólum eigin bifi’eiðar lendir, kastist uppundir bílinn og eyðileggi þar eitt eða annað, — eða þá lenda í einhverj- um af þessum fögru grjótgörðum sem prýða miðja vegina, og hafa verið iðjusamir við að losa hljóð- kúta eða einhvern annan hlut undan bifreiðum. í því sambandi er ekki hægt annað en að minn- ast á hina skipulögðu og góðu þjónustu, sem Félag íslenzkra bif reiðaeigenda hefur veitt öku- mönnum, sem lent hafa í vandræð um með bifreiðir sínar á þjóð- vegunum, — með því að hafa við- gerðarbifreiðir á ferðinni um helztu þjóðvegina. Einnig hefur FÍB gert sínar ályktanir um bætt vegakerfi, og er vonandi að fé- lagið fylgi fast á eftir þeim á- lyktunum. Mönnum er enn í fér- sku minni það aðhald, sem félagið veitti tryggingafélögunum, og er vonandi áð fleiri aðiljar fái slíkt aðhald. Það er því vissulega full ástæða fyrir bifreiðaeigendur að styðja við bakið á slíkum félags* skap, en til þess að það takist sem bezt þyrftu allir eigendur bifreiða að vera meðlimir í FÍB. Við íslendjngar erum miklir sjósóknarar, og eigum svo til all ar gerðir skjpa. En er það ekki merkilegt, að við sem svo lengi höfum byggt afkomu okkar á sjáv arafurðum, og flutningi þeirra til annarra landa, skulum ekkert skólaskip eiga til að þjálfa tilvon Framhald á 10. síðu. Varðskipin Óðinn og Þór í Reykjavíkurhöfn,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.