Alþýðublaðið - 02.10.1966, Blaðsíða 1
Snnnudagur 2- október — 47. árg. 222 tbl. - VERÐ 7 KR.
Hundrað ára ártíð Nóbels
Seint á þessu ári verða liðin hundrað ár frá and-
láti Alfreðs Nóbels. í tilefni af því birtum við í
dag grein um uppfinningar bans og störf. Nóbel
var á sínum tíma frægur sem framleiðandi
sprengiefnis, og var oft kallaður „kaupmaður
dauðans“, en nú er hans fyrst og fremst minnzt
sem friðflytjanda og stofnanda merkasta verð-
launasjóðs héims. SJÁ OPNU.
SÚEZSTRÍOIÐI.
Tíu ára gamlir atburðir eru oftast gleymdástir allra.
Þeir eru orðnir það fjarlægir, að þeir hafa ekki leng
ur fréttagildi, en hins vegar ekki orðnir nægilega
gamlir til að hafa öðlazt sagnfræðilegt gildi. Þessi al-
menna regla ei þó langt frá því að vera algild; ýms-
ar undantekningar eru á henni, og ein slíkra und-
antekninga eru atburðir þeir, er áttu sér stað fyrir
réttum áratug: innrás- Breta og Frakka á Suezsvæðið
í Egyptalandi.
Suesirásin hefur mjög verið
á d'- ;skrá í Bretlandi að undan
förnu, og allar líkur benda til
að umræður um það mál eigi
enn eftir að aukast og liarðna til
muna. Fram hafa komið kröfur
um, að efnt verði til opinberrar
rannsóknar um meðferð þáver
andi ríkisstjóniar á málinu, og
er talið líklegt að orðið verði
við þeim kröfum. Ástæða þess
að málið er tekið upp nú er sú,
að allt virðist benda til að rík
isstjórn Bretlands hafi á sínum
tíma haldið fram vísvitandi röng
um staðhæfingum um eðli máls
og blekkt með því bæði þing og
þjóð, en slíkt líta Bretar mjög
alvarlegum augum, og er
skemmst að minnast Profumo-
málsins, er það varð ráðherra
að falli, að hann sagði þinginu
ósatt.
Sú regla igildir í Bretlandi að
líða skuli þrjátíu ár, unz birta
megi opinber skjöl úr skjalasöfn
um ráðuneyta, og fá engir
hvorki sagnfræðingar né aðrir
aðgang að þeim á þeim tíma,
nema gerð sé sérstök undantekn
ing um einstök mál. Verði rann
sókn fyrirskipuð á Suezmálinu
nú í haust, verða opinber skjöl
að sjálfsögðu dregin fram í dags
ijósið, en annars munu enn líða
tuttugu ár, þar til þau verða
opinberuð. Fyrr er auðvttað ekki
hægt að rekja sögu málsins á
tæmandi hátt, og þyrftu þá líka
að koma til skjöl frá öðrum iönd
um: Frakklandi, ísrael, Egypta
landi, Bandaríkjunum, svo að
nokkur séu nefnd. En jafnvel
þótt þessi gögn séu ekki aðgengi
leg, er unnt að gera sér grein
fyrir höfuðatriðum atburðarás
arinnar, og á síðustu árum hafa
ýmsir sagnfræðingar tekið sér
fyrir liendur að rannsaka Suez-
málið og skrifa um það. Nýjasta
og traustasta rannsóknin birtist
nýlega í brezka stórblaðinu Sun
day Times, en þar ritar sagn-
fræðiprófessorinn Hugh Tljomas
þrjár ítarlegar greinar um mál
ið. Má ætla að þar sé saman
komið, það sem bezt verður um
þessa atburði vitað á þessu stigi
málsins.
Skipaskurður yfir Súez-eiði
var opnaður til umferðar 1868.
Skurðurinn var að mestu byggð
ur fyrir franskt fé, en 1875 náðu
Bretar undirtökunum í því hluta
félagi, sem annaðist rekstur
skurðsins. Jafnframt því, að Bret
ar náðu yfirráðum yfir skurðin
um, fengu þeir ítök á Egypta
.
Wsáma
ri
ý:
• ■ ' V ■
Gömul yfirlitsmynd um Suezskurðinn.
landi, jafnvel þótt það lyti
Tyrkjum að nafninu til og yrði
síðan kallað sjálfstætt ríki, er
veldi Tyrkja hrundi í f. heims-
styrjöldinni. En 1952 var gerð
stjórnarbylting í Egyptalandi og
komst Nasser ofursti þá til valda
Nasser óvingaðist fljótt við Breta
en tók hins vegar upp nókkra
samvinnu við kommúnistaríki í
Austur-Evrópu, og keypti meðal
annars vopn frá Tékkóslóvakíu
Þrátt fyrir þau vopnakaup sam
þykktu Bandaríkin, Bretland og
i>
Skyldur við
fortíð og
framtíð
Eggert G. Þorsteins-
son, félagsmálaráÆheirra
ritar grein í blaffið í dag
I t'ilefni þess, aff á þessu
Iiausti verffur háð þing
Alþýffusambands íslands.
S já bls. 5.
Postuli
undantekn-
ingarinnar
Sigvaldi Hjálmarsson,
ritstjóri, ritar fyrsta pist
il sinn í flokki, er hann
nefnir Vangaveltur.
Fyrsta grein fjallar um
mann, sem lagffi stund á
aff safna einsdæmum.
Sjá bls. 7.
Við upphaf
sjónvarps
á íslandi
Guffbjartur Gunnars-
son, kennari, ritar Sjón
varpsspjall í blaffiff í dag.
Hann mun að staffaldri
rita greinar í blaffiff um
s)þjin)varp og sjónvarps-
múl.
Sjá bls. 8.