Alþýðublaðið - 02.10.1966, Blaðsíða 10
i-j-v 'i;;:unjjgiKH
10
2. október 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞjóSerná _________________
Framhald af 7. BÍðU.
vianuvegur þeim sem hann
stunda. En eftir sem áður má
spyrja: er innlendur kvikmynda-
markaður nægilegur til að halda
uppi slíkri framleiðslu. Hingað
til hafa kvikm. fyrst og fremst
veríð alþýðleg afþreying, ódýr-
asta skemmtun sem völ er á, verð
miða á borð við sígarettupakka
eða tímaritshefti. Innlendar
kvikmyndir, svo burðugar sem
þær eru, hafa hingað til kostað
tvðfalt og þrefalt verð venju-
.legra bíósýninga; innlend auka-
mynd á bíó kostar aukagjald sem
■etnur kannski þriðjungi venju-
Iegs aðgangseyris. Er unnt að
- reka reglulega innlenda kvik-
myndagerð, og þá er að sjálf-
sögðu átt við leiknar myndir af
fullrí lengd, upp á sömu býti
til frambúðar?
★
Binatt er rætt um verndun,
viðhald, varðveizlu þjóðlegra
verðmæta, þjóðernis, tungu og
menningar, og oftast í slíkum
tóu sem væru bæði menningin
og þjóðernið í beinum og bráð-
um voða. Síðasta og eftirminni-
legasta ádrepan af þessu tagi var
ræða Sigurðar Lindals á full-
veldishátíð stúdenta í fyrravet-
ur sem einnig hefur komið út
á prenti (Varðveizla þjóðernis,
Helgafell 1966, 36 bls.).
Gegn ádeilum sem þessum er
jafnan beitt jafn-ákveðnum full-
yrðingum, og álíka vel rök-
studdum að sínu leyti, að ekkert
aml að þjóðerninu, menningin
sé fjarri því að leggja upp laup-
ana, hvort tveggja „standi föst-
um fótum” — nema einatt eru
verjendur menningarinnar lakar
máli farnir en ádeilumenn og
umvandarar hennar hvað sem
því veldur. í ræðu sinni benti
Sigurður Líndal á að þetta mál
hefði aldrei verið kannað á hlut-
lægan hátt, hvort almenningur
á íslandi vildi raunverulega
„varðveita þjóðerni sitt og þjóð-
menningu,” og hvers vegna þá.
„Mér vitanlega hefur engin slík
könnun farið fram, og er því
skynsamlegt að stilla fullyrðing-
um í hóf,“ segir Sigurður Lín-
dal.
Nú er að vísu engan veginn
ljóst hvemig slík könnun gæti
farið fram svo mark væri á henni
takandi. Mundi nokkrum vefjast
tunga um tönn væri hann spurð-
ur sem svo: Vilt þú varðveita
þjóðerni þitt, væni minn? Á að
viðhalda íslenzkri menningu? —
Heyrðu góði, eigum við ekki að
leggja tungu okkar niður? Engu
að síður eru þessi mál einatt
rædd eins og lausn þeirra sé
fólgin í slíkum ákvörðunum,
eins og þessum spurningum verði
yfirleitt svarað játandi eða
neitandi svo mark sé að. En fá-
tíðara er að sjá því svarað hvað
sé i eiginlega átt við með „varð-
veizlu" þjóðernis, tungu, menn-
ingar, í hverjum tilteknum at-
höfnum slíkt starf sé fólgið, —
hvað það viðhorf feli raunveru-
Iega í sér sem hingað til hefur
verið nefnt „þjóðrækni.” Þrátt
fyrir öll orðin um ágæti íslenzkr-
ar menningar á báða bóga í um-
ræðunum, þótt engum blandist
hugur um að varðveita þjóðerni
sitt, þá kann þegar til kemur að
reynast víðtækur ágreiningur
um þetta starf, þessi viðhorf.
Væri til einhvers konar „vísi-
tala” menningar mundi ísland
sjálfsagt komast ofarlega á blað
í ýmsum tilteknum greinum.
Raunin kynni að verða önnur
væri menningin mæld við það
hvernig hún birtist daglega í al-
þýðlegri múgmenningu, eins og
til að mynda rekstri hinna marg-
umræddu fjölmiðla, dagblaða og
tímarita, útvarps, sjónvarps,
kvikmynda. Ætli menningarstig-
ið reyndist ekki allmiklu lægra
miðað við þetta svið en spari-
menningu bókmennta, lista og
vísinda? Mitt í tækniþróun sam-
tíðarinnar standa íslenzkir
menntamenn önnum kafnir við
að „varðveita” menningararf
fyrri þjóðfélagshátta en sjá
ekki, sinna ekki þvi sem fram
fer umhverfis okkur, þeirri
menningu og þeirri menningar-
þörf sem tækni og samfélags-
hættir nútímans skapa okkur
eins og öllum öðrum. Heims-
ádeilumenn eins og Sigurður
Líndal hamast gegn „lífsþæginda
frekju*1 og kröfugerð — rétt
eins og margnefnd varðveizla
þjóðernis og menningar sé háð
því að hér búi fólk við lakari
lífskjör en almennt gerist ann-
ars staðar. „Þjóðrækni” verður
íhaldssamt rómantískt vigorð —
krafa um viðhald fornra dyggða,
viðhorfa og verðmæta sem heyra
öðrum tíma til. Forustuleysið
sem þeir kvarta báðir undan
Sigurður Lindal og Þorgeir Þor-
son, fastheldnin við úrelt lífs-
verðmæti, eða minninguna um
þau, ber hvort tveggja vott um
ráðvilltan hug sem ekki finnur
sér hald né traust i samtíð
sinni — alveg eins og lífsþæg-
indafrekjan og afþreyingar-
hungrið í samfélaginu sem sjón-
varpsmálið var síðast til vitnis
um.
★
Þetta ásigkomulag birtist að
sjálfsögðu í bókmenntunum eins
og hvarvetna annars staðar. Þeg-
ar bezt lætur verður sjálfur
hinn ráðvillti hugur yrkisefnið,
ef til vill verðugasta viðfangs-
efni nútímaskálds á íslandi,
eins og einatt i ljóðum Hannesar
Péturssonar eða Þorsteins frá
Hamri, eða leikritum Halldórs
Laxness; þegar verst lætur snýr
skáldskapurinn sér frá samtíð
sinni, einblínir á óskmynd horf-
innar menningar sem í hæsta
lagi er haldið fram til vandlæt-
ingar við samtímann. íslenzkur
menningarmarkaður er ekki
einungis þröngur og fjárhagsget-
an takmörkuð, heldur er hann
einnig mótaður af úreltum sjón-
armiðum og íhaldssamri menn-
ingarskoðun sem stendur því
samneyti höfunda og lesenda fyr-
ir þriíum sem er forsenda vax-
andi bókmennta. Krafa ólíkleg-
ustu lesenda um „jákvæða
mannshugsjón** í bókmenntunum
er til marks um þetta — og hún
kallar óðara fram mynd hins
„klassiska” íslendings, sveita-
mannsins, manngerving hinna
fornu dyggða, byggða á einustu
menningarverðmætum sem okk-
ur eru tiltæk. Halldór Kiljan
Laxness reyndi til að móta „já-
kvæða nútimahetju” I verkum
eínum — ekki „taóistann” í
seinni bókunum, heldur „komm-
únistann” í þeim fyrri, Arnald
í Sölku Völku, Örn Úlfar í
Heimsljósi. Sú tilraun fór út um
þúfur og hefur ekki verið endur-
tekin. Nútiminn kallar ekki
fram mynd jákvæðrar hetju í
bókmenntunum. Hann er frá-
bitinn hetjuskap; það sem við
þurfum á að halda er sönn í-
mynd sjálfra okkar, andlit okkar
eins og við erum í spegli bók-
menntanna.
Þorgeir Þorgeirsson deilir á
„fjölmiðlunarótta” íslendmga og
nefnir hann „geðveilu þjóðarsál-
arinnar” — „tortryggni gagn-
vart nýjum tækjum á sviði menn-
ingar, gagnvart útvíkkun menn-
ingarinnar í samræmi við
tæknistig samfélagsins.” Ádeila
hans er eflaust réttmæt. Þó fer
„útvíkkunin” þrátt fyrir allt
fram smám saman; hér hefur
lengi verið útvarp, nú sjónvarp,
senn sjálfsagt innlend kvik-
myndagerð. En tækin og tæknin
eru efcki einhlít til að ráða fram
úr vandkvæðum menningarinn-
ar, allt veltur á hagnýtingu
þeirra; það má líka notfæra þau
til að viðhalda menningarklofn-
ingnum, draumsjón horfins
menningarskeiðs á kostnað lif-
andi samtíðarmennSngari, eerrj
fram fer allt í kringum menn-
ingartæki, vita og stofnanir. —
Ekki heldur á því sviði er um
að tefla varðveizlu, viðhald
menningar — heldur fram-
hald. - Ó.J.
Frá Gagnfræðaskólanum í Kópavogi
Skólinn verður settur í Félagsheimilinu þriðju
daginn 4. október. Landsprófsdeild og 2. bekk
ur komi kl. 2 e. h. en 1. bekkur komi kl. 4 e. h.
Nemendur hafi með sér ritföng, en námsbæk-
ur verða afhentar í 1. og 2. bekk.
Almennur 3. bekkur og 4. bekkur komi í skól-
ann mánudaginn 10. okt. 4. bekkur kl. 9 f. h.,
3. bekkur kl. 2 e. h.
Fræðslufulltrúinn.
J Smásagan
Era-ahald 6. síðu
feigu sól og kostur var, gat ekki þýtt
nema eitt. Menningarverur, sem vissu að
þær áttu að tortímast, höfðu gert þessa
lokatilraun til að öðlast ódauðleika.
Við verðum marga mannsaldra að
kanna alla þá fjársjóði, sem voru í hvelf
ingunni, Þeir höfðu nægan tíma til und
irbúnings, því að sólin hlaut að hafa gefið
frá sér fyrstu hættumerkin mörgum ár
um áður en hún sprakk. Allt sem þeir
vildu varðveita, allan ávöxt snilligáfu
sinnar, fluttu þeir hingað til þessa fjar
læiga hnattar áður en ragnarrökin skullu
yfir, í þeirri von að einhver annar kyn
þáttur fyndi það og þeir gleymdust ekki
imeð öllu. Hefði okkur tekizt jafnvel, eða
hefðum við sökkt okkur svo niður í eig
in vesöld, að við hefðum ekki leitt bugann
að framtíð, sem við gætum ekki notið
sjálfir?
Hefðu þeir aðeins haft dálitið meiri
tíma fyrir sér! Þeir áttu auðvelt með að
ferðast milli plánetanna í þeirra eigin
sólkerfi, en þeir höfðu enn ekki lært að
brúa bilið milli sólkerfanna, og næsta sól
lcerfi var í hundrað ljósára fjarlægð. Og
þófct þeir hefðu kunnað að vinna bug á
j tímanum, hefðu ekki nema nokkrar millj
ónir þeirra getað bjargazt. Ef til vill var
þetta bezt á þennan veg.
Jafnvel þótt þeir hefðu ekki verið
eins óþægilega mannlegir og höggmynd
ir þeirra sýna, hefðum við ekki getað ann
að en dáðst að þeim og harmað örlög
þeirra. Þeir skildu eftir þúsundir mynda
og tæki til að sýna þær, ennfremur ná
kvæmar myndaskýringar sem gera okkur
auðvelt að læra ritmál þeirra. Við höfum
skoðað margar þessara mynda og endur
lífgað í fyrsta skipti í sex þúsund ár
hlýju og fegurð menningar, sem á marg
an hátt hefur staðið framar siðmenningu
okkar. Ef til vill hafa þeir aðeins sýnt
okkur beztu hliðarnar, og það er tæp
ast hægt að lá þeim það. En hnötturinn
þeirra var fjarska fallegur og borgir
þeirra voru ekki síður glæsilegar en hjá
okkur. Við höfum séð þá við störf og við
leik og hlustað á syngjandi tal þeirra
hljóma aftan úr forneskjuö Eina mynd sé
ég ennþá fyrir mér: — hópur barna á
kynlega blárri sjávarströnd að leik í flæð
armálinu, alveg eins og Jarðar börn leika
sér. Undarleg uppmjó tré standa ofan við
fjöruna, og í baksýn er stórt dýr, sem vek-
ur þó enga athygli. Og sólin er áð síga
í hafið, hlý, vingjamleg og frjóvgandi
ennþá, þessi sól, sem bráðum bregst og
afmáir alla þessa saklausu hamingju.
Við hefðum ekki orðið jafn djúpt
snortnir, hefðum við ekki átt svo langt
heim og okkur ekki hætt eins mikið
við einmanakennd. Margir okkar höfðu
séð rústir horfinna menningarskeiða á
öðrum hnöttum ,en þær höfðu aldrei
hrært ókkur jafn mikið. Þessi afdrif voru
einstæð. Það er út af fyrir sig, að þjóð
bíði ósigur og deyi út, eins og þjóðir og
menningarstig hafa gert á Jörðunni. En
að vera útrýmt algjörlega í blóma lífs
ins án þess nokkur lifi af, — hvernig gat
það samrýmzt miskunnsemi Guðs?
Félagar mínir hafa spurt mig að
þessu og ég hef svarað þeim eftir beztu
ge!u. Þú hefðir ef til vill gert það betur,
Faðir Loyola, en ég hef ekki fundið neitt
í Exercitia Spiritualia, sem kemur mér
að haldi í þessu. Þetta voru ekki vondir
menn. Ég veit eigi hvaða guði þeir xilbáðu
hafi þeir þá dýrkað einhverja. En ég hef
horft á þá yfir aldirnar og séð góðsemi
þeirra, sem þeir beittu síðustu kröftum
sínum til að varðveita, koma aftur fram í
birtu hinnar samföllnu sólar þeirra. Þeir
hefðu getað kennt okkur margt. Hvers
vegna var þeim útrýmt?
Ég: veit hverju félagar minir svara,
þegar við komum aftur til Jarðar. Þeir
segja, að heimurinn hafi ékkert takmark
og þar sem hundrað sólir springi á hverju
ári í stjarnkerfi okkar einu, hljóti ein-
hver kynþáttur alltaf að vera að farast
einhversstaðar úti í geimnum. Engu máli
skipti, hvort kynþátturinn hafi lifað vel
eða illa; ekkert guðlegt réttlæti sé til
því að það sé ekki til neinn Guð!
En það, sem við höfum séð, sannar
auðvitað ekkert um það. Þeir sem beita
þessum málflutningi, láta stjórnast af
tilfinningum, eikki skynsemisrökum. Guð
þarf ekki að réttlæta gjörðir sinar fyr
ir mönnum. Hann, sem skapaði heiminn,
getur eytt honum, þegar Honum sýnist.
Það er 'hroki, sem liggur hættulega nærri
guðlasti, ef við förum að segja hvað Hann
geti og hvað Hann geti ekki gert.
Þetta gæti ég fallizt á, þótt það sé
hart að þurfa að sjá heilum hnöttum og
þjóðum í eld kastað. En sé lengra haldið,
hlýtur jafnvel hin traustasta trú að hagg
•ast, og sem ég lít á útreikningana á borð
inu fyrir framan mig, veit ég að ég hef
að lokum komið á þann stað.
Við iglátum ekki sagt fyrr en við kom
um á staðinn, hve langt væri liðið síðan
sprengingin átti sér stað. En nú hafa
stjarnfræðileg rök og ummerki í bergi
einu plánetunnar, sem lifði af gert mér
kleift að tfmasetja hana mjög nákvæmlega
Ég veit hvaða ár glampinn frá þessari
risasprengingu náði til Jarðar. Ég veit,
hve skært súpernóvan eitt sinn skein á
himninum yfir Jörðinni. Ég veit að hún
hlýtur að hafa glitrað lágt á austurhimni
rétt fyrir dögun, eins og kyndill á austur
lenzkum morgni.
Enginn efi fær komizt að; ráðgátan
forna er um síðir leyst. En, Drottinn, þú
hefðir getað notað svo margar stjörnur!
Var það nauðsynlegt að varpa þessu fólki
á eld, til þess að táknið um afdrif þess
mætti skína yfir Betlehem?