Alþýðublaðið - 02.10.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.10.1966, Blaðsíða 11
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐK) - 2. oktðber 1966 11 I. deildarliðin í handknattleik: Lib HAUKA fær góðan liðsauka íþróttasíSa Alþýðublaðsms mun nú næstu sunnudaga heimsækja 1. deildarliðin I handknattleik og fá hjá þeim fréttir um vetrarstarf- ið og ýmislegt varðandi það. Mikill áhugí er fyrir handknattleik hér á landi og þvi ekki úr vegi að kynna örlítið starfsemi félaganna, sem eru í eldinum. í vetur mun íslandsmótið fara fram í íþrótta- höllinni í Laugardal og eykur það enn á spenning og ánægju hins óbreytta áhorfanda. Strax i næsta mánuði kemur hingað til lands- ins á vegum Ármanns danska liðið Aarhus KFUM, en það er mjög framarlega í X. deild í Danmörku og ætti því að fást góður samanburður á deildunum í Ieikjum danska liðsins við þau ís- lenzku. Þá taka íslandsmeistararnir F. H. þátt í Evrópukeppni meist araliða og munn væntanlega lelka hér heima í desember. Og svo kemur auðvitað Reykjavíkurmótið svo að nóg er um að vera strax fyrir áramót. Tíðindamaður íþróttasíðunnar brá á leik suður í Hafnarfirði og ræddi við forráðamenn hand knattleiksins í Haukum þá Magnús Guðjónsson form hand- knattleiksdeildar og Jóhannes Sæmundsson þjálfara. Fyrst spyrjum við þá félaga um sögu handknattleiksins hin síðustu árin í Haukum. Magnús verður fyrir svörum og segir m.a. „Það eru ekki meira en 6 ár síðan að ekki var til meistara- flokkur karla í Haukum, heldur aðeins 3. flokkur. Þá skeði það að eigin þjálfun og væntum við gengu yfir í raðir Hauka — og meistaraflokkur var stofnaður. Léku Haukar þá í 2. deild. Á þeim árum eða veturinn 1963- 1964 fengu Haukar til sín sem þjálfara og leikmann hinn kunna handknattleiksmann Matthías Ás- geirsson og árangurinn lét ekki á sér standa, því um vorið 1964 sigruðu Haukar 2. deild og ár- angurinn lét ekki á sér standa, því að um vorið 1964 sigruðu Ilaukar 2. deild eftir harðan leik við Val. Árið eftir náðu Haukar 4. sæti í 1. deild og svo á síðast liðnu móti varð liðið í 3. sæti og sigraði þá m. a. bæði F. H. og Fram, sem skipuðu tvö efstu sæti deildarinnar. Vakti þessi frammistaða liðsins mikla at- hygli. Á mótunum utanhúss hef- ur frammistaða liðsins kannski verið enn betri, en þar urðu Haukar í 2. sæti 1965 og í sum- ar í 3. sæti. Af þessu má sjá að framfarirnar hafa verið stórstíg- ar og standa Haukar í mikilli þakkarskuld við Matthías Ásgeirs son sem nú í vetur mun hvíla sig frá þjálfun, en einbeita sér að nokkrir af Ieikmönnum F.H. mikils af honum í vetur.” Við spyrjum Jóhannes hvern- ig æfingum verði háttað í vetur. „Við munum æfa þrisvar í viku og af og til fjórum sinnum í viku. Æfingarnar fara fram í Hafnarfirði, Keflavík og Reykja- vík, en þar höfum við fengið leyfi til æfinga í íþróttahöllinni í Laugardal. Ástæður til æfinga hér í Firðinum eru mjög slæmar, þar sem hér er aðeins eitt lítið hús, sem hefur völl að stærð 8x16 metra, og þar sem margir aðilar eru um húsið, þá verður mjög þröngt um æfingar og er- um við því tilneyddir til að sækja æfingar til nágranna- bæjanna.” „Já, þetta er mjög alvarlegt ástand," segir Magnús, „og ef við lítum á fjárhagshliðina, þá er ástandið mjög uggvænlegt. Kostnaður við æfingar utan bæj arins hefur okkur reiknazt að sé um 22 þús. á mánuði fyrir félag og er þar innifalið far- gjöld og húsaleiga. Þetta eitt ætti að nægja til þess að ýta undir bæjaryfirvöldin liér að reisa verðugt íþróttahús fyrir félögin. — Hvernig verður liðið hjá ykkur í vetur? „Liðið verður að mestu ó- breytt frá því í fyrra, þar sem enginn af liðsmönnum hefur hætt, en aftur á móti munu tveir leikmenn sem leikið hafa með félaginu koma aftur. Það eru þeir Þórður Sigurðsson, sem verið hefur erlendis og Ólafur Ólafsson, sem verið hefur að heiman undanfarið. Væntum við mikils af þessum piltum og vissulega munu þeir verða lið- inu mikill styrkur. Að vísu urð- um við fyrir óhappi um daginn er einn liðsmanna, Stefán Jóns- son slasaðist á hendi, en vænt- anlega verður hann orðinn góð- ur um áramót." „Hverjir af liðsmönnum Hauka léku með landsliði sl. ár?“ „Með landsliði léku þeir Við- ar Símonarson, Stefán Jónsson og Matthías Ásgeirsson sem lék með tilraunalandsliði". „Hvernig haldið það að væntanlegt lið ykkar verði skipað í vetur?“ „Um þetta er að vísu erfitt að segja ennþá, en eftirtaldir menn hafa allir möguleika á að leika í 1. deildarliði okkar: Logi Kristjánsson, Viðar Símonarson, Stefán Jónsson, Ásgeir Þorsteinsson, Ólafur Ólafsson, Ólafur Þórarinsson, Gunnar Guðsveinsson, Pétur Jóakimsson, Matthías Ásgeirsson, Sigurður Jóakimsson, Þórður Sigurðsson, Sturla Haraldsson, Hörður Jónsson, Gísli B. Jónsson. Auk þessara koma svo auðvit- að ungir og efnilegir piltar til greina“. „Hverjú viljið þið svo spá um keppnina í vetur?“ „Alls engu. Keppnin í 1. deild er orðin svo hörð að það verður að teljast gott að geta haldið sér uppi, en auðvitað er takmark hvers félags að ná sem lengst og auðvitað keppum við að því að verða einhvern tíma íslands- meistarar Við höfum þá trú að liðið standi sig vel og nái ár- angri, en til þess verða leikmenn líka að stunda æfingar af keppi", segir Jóhannes að lokum. Að svo mæltu kveðjum við þá félaga og óskum þeim gæfu og gengis á komandi vetri og að þeim munu hlotnast það að í- þróttahús rísi sem fyrst í Hafn- arfirði, þannig að leikir 1. deild- ar geti farið fram heima og heiman og skapi þannig meiri. spennu og fjölbreytni í keppnina og auðvitað að Hafnfirðingum skapist sama aðstaða og Reyk- víkinum. Næsta sunnudag munum við svo heimsækja eitthvert Reykja- víkurfélagið og halda síðan á- fram koll af kolli þar til við höf- um heimsótt öll 1 deildarliðin. I.V. DAIVSS' IT Skólinn tekur til starfa mánudaginn 3. okt í barnaflokkum verður kennt í öUiun aldursflokkum allt frá 2ja ára. í samkvæmisdönsum verður allt það kennt sem efst er á baugi. M. a. Hill-Bylly-sambda. HoppelPoppel. Sportdans, og fyrir táningana Natusi. HJÓNAFLOKKAR STEPP. f RíEYKJAVÍK er skólinn til húsa í hinum nýju og glæsilegu húsakynnum að Skipholti 70 og Skátaheimil- inu. í KÓPAVOGI verður kennt í Félagslieimilinu. í KEFLAVÍK fer kennsla fram í Aðalveri. Upplýsinga og innritunarsímar frá og meff 25. sept. Reykjavík: 14081 kl. 9-12 f. li. og 1-7 e. h. 30002 kl. 1-7 e. h Kópavogur. 14081 kl. 9-12 f. h. og 1-7 e. h. Keflavík: 1516 kl. 2-6 e. h. og 2391 kl 2-6 e. h. Kennt verður alþjóffadanskerfiff og nemendur þjálfaffir til aff taka alþjóffadansmerkiff. Upplýsingar liggja frammi í bókabúðum og víðar. Síðasti innritunardagur. DANSKENNARASAM BAN D ÍSLANDS 000 ri' ’t 30

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.