Alþýðublaðið - 02.10.1966, Blaðsíða 9
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. oktdber 13®
9
af völdum riítróglycerfns cæru all
algeng á þessum árum.
Sölumenn, sem vissu ekki hve
hættulegt efni þeir höfðu undir
höndum,. sváfu einatt á gistihús-
um með sýnishornatösku undir
rúminu eða skildu efnið eftir í
vörugeymslum eða úti á víða-
vangi. Hótelvörður einn í New
ýork losaði sig við lekan brúsa
með því að fleygja honum út um
gluggann; afleiðingarnar urðu
hörmulegar. Maður nokkur not-
aði efnið til að smyrja með hjól
öxul, annar tók það fyrir skóá-
burð. í apríl 1866 neitaði kaup-
andi að taka við lekum brúsa og
telja menn, að í orðdeiiunum
sem þá fóru fram, hafi verið
gerð tilraun til að opna kassa
með brúsum í með kúbeini og
hamri, en þetta er ekki vitað
með vissu, þar eð enginn við-
staddra lifði af. í sama mánuði
sprakk brezkt gufuskip sem var á
leið til Panama með nítróglycer-
ín, í loft upp. Og skömmu síðar
fór verksmiðjan í Hambcrg sömu
leið.
Fjölmargar rannsóknarnefndir
voru skipaðar vegna þessara slysa,
en Alfreð Nóbel hélt því jafnan
fram, að raunverulega væri nítró-
glycerín hættulaust, ef rétt væri
að farið. En á hinn bóginn lá í
augum uppi að slysahættan var
mjkil, er efnið komst í margra
hendur og útilokað að allir gætu
verið jafn varkárir. Nóbel hélt
þess vegna áfram tilraunum sín-
um að gera nítróglycerínið ör-
uggara og auðveldara í meðför-
um.
Hann stefndi að því að finna
efni, sem drægi nítróglycerínið í
sig og breytti því í fast efni úr
fljótandi vökva sem drægi um leið
úr sprengjuhættunni. Meðal ann-
ars gerði hann tilraunir með
sag, sement, múrsteinamylsnu, en
ekkert af þessum efnum reyndist
nægilega vel. Loks datt hann ofan
Verksmiðjan, sem sprakk 1864.
á kísilgúr, eiginlega nánast af til-
viljun. Það reyndist mjög heppi-
legt efni og Nóbel fékk einka-
leyfi á þessari nýju blöndu, er
hann nefndi dýnamit.
Síðar voru fundnar upp aðrar
gerðir af dýnamíti, en upphafleg-
blanda Nóbels er þó enn í notkun.
Sjálfur fékk Nóbel einkaleyfi á
dýnamíti, þar sem sodíumnítrat
kemur í stað kísilgúrsiris, og í
öðrum dýnamítgerðum eru notuð
alkóhól af ýmsu tagi. I flestum
dýnamíttegundum nii á dögum er
ammóníumnítrat, en ekki sodíum-
nítrat, þó er hið síðarnefnda efn
ið notað nær eingöngu í Amer-
íku.
Dýnamít springur tiltölulega
hægt, en sprengihraði þess er
breytilegur eftir kornstærð. Stór-
kornótt dýnamít springur hægast
og hentar vel til smásprenginga,
t. d. í kolanámum, en fínkornótt
dýnamít á betur við, þar sem
sprengingin þarf að vera snögg.
Nóbel var ljóst að betri árangur
næðist, ef nítróglycerínið væri
blandað efni, sem einnig gæti
sprungið. Árið 1875 fékk hann
einkaleyfi á slíku efni: gelatín-
dýnamíti eða gelignít. Þetta efni
var kvoðkennt og sprengikraftur
þess var miklu meiri en venju
legs dýnamíts. Það sannaði ágæti
sitt við gerð St. Gotthart járn-
brautarganganna gegnum Alpa-
fjöllin.
Rpvklaust púður!
Árið 1887 fór Nóbel út á nýjar
brautir í efnaframleiðslu sinni. Þá
fékk hann einkaleyfi á reyk-
lausu púðri. Það var blanda úr
nítróglyceríni og nítróseliúlósa að
viðbættri kamfóru. Þessi uppgötv
un hafði fyrst og fremst hernað-
arþýðingu, jafnvel þótt ekki væri
þá Unnt að gera sér grein fyrir
afleiðingum hennar, smíði vél-
byssna. Kosturinn við að nota
Framhald á 15. sí'ðu
TILKYNNING
eru fluííar á 3. hæð nýbyggingar bankans, með
inngangi frá Austurstræti.
Inngangur frá Austurstræti verður einnig í
afgreiðslusali bankans- auk inngangs sparisjóðs
deildar frá Lækjartorgi, en gömlu dyrnar verða
lokaðar, fyrst um sinn vegna breytinga.
Laugardaginn 1. október 1966.
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS.
Lyfjðverzlun ríkisins
óskar að ráða bílstjóra.
Upplýsingar á skrifstofunni Borgartúni 7,
mánudag 3. október, kl. 10-11 f. h.
Frá Listdansskóla
Þjóbleikhússins
Kennsla hefst mánudag 3. október.
Nemendur mæti samkvæmt áður sendri stunda
skrá.
Eftirlitsverkfræöing
....
við Búrfell vantar eftirtalið starfsfólk:
Vélritara. Góð enskukunnátta nauðsynleg.
Mælingamenn (II. flokkur).
Aðstoðarmælingamenn (III. flokkur)
Umsækjendur snúi sér til Rögnvalds Þorláks-
sonar, verkfr., í skrifstofu Landsvirkjunar,
Suðurlandsbraut 14, Reykjavík.
DAGSBRÚNARMENN.
FÉLAGSVIST
Félagsvist hefst á vegum Dagsbrúnar í Lind-
arbæ niðri kl. 8.30 þriðjudaginn 4. október.
Þátttökugjaldi er mjög í hóf stillt. Félagar
mætið vel og stundvíslega og takið með ykk
ur gesti. ! , f|
SKEMMTINEFNDIN. | , i;
. .11.1.1.... ■ II ■ ■ ■ ■ 11 ■ ■ . I ..1.1 .1 f, * .. I