Alþýðublaðið - 02.10.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.10.1966, Blaðsíða 6
6 2. október 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞAJ) ERU þrjú þúsund ljósár til Páfa- garðs. Einu sinni trúði ég því, að fjar- •lægðir gæiu ekki unnið bug á trúnni, og ég trúði því líka, að himnarnir birtu dýrð handaverka Guðs. Nú hef ég séð verk handa Hans, og trú mín hefur orð ið fyrir alvarlegu áfalli. Ég horfi á róðu krossinn sem hangir á klefaveggnum of an við rafreikninn ,og í fyrsta skipti á æfinni hvarflar það að mér, að hann sé kannski ekki annað og meira en innan tómt tákn. Enn hef ég engum sagt frá því, en sannleikurinn verður ekki dulinn. Stað- reyndirnar liggja frammi handa öllum að lesa, varðveRtar á kílómetra eftir kíló metra af segulböndum og á þúsundum ljós mynda, sem við tökum með okkur til Jarðar. Aðrir vísindamenn geta unnið úr þessum gögnum jafn auðveldlega og ég, og ég er ekki maður, sem fellst á að hag ræða sannleikanum, eins og regla mín hlaut oft ámæli af í gamla daga. Skipverjar eru þegar nægilega slegnir, og ég veit ekki, hvernig þeir taka þess ari síðustu kaldhæðni. Fáir þeirra eru trúaðir. en samt mun þá ekki langa til að nota þetta banvæna vopn í baráttu sinni gegn mér, þessu góðlátlega en þó alvar- lega einkastríði, sem hefur staðið alla leiðina frá Jörðinni. Þeim fannst það spaugilegt að yfirstjarneðlisfræðingurinn skyldi vera Kristmunkur, Dr. Chandler hefur til dæmis aldrei getað kyngt því. (Hvers vegna eru læknar svo alræmdir trúleysingjar?) Stundum hittir hann mig á útsýnisna'Iinum, þar sem ljósin eru allt af slökkt, svo að stjömurnar skína ó- hindrað í allri sinni dýrð. Þá gengur hann til mín í rökkrinu og horfir út um hvolf gluggann á himininn, sem snýst hægt um hverfis okkur um leið og geimskipið enda- stingst. — Faðir, segir hann loks. — Þetta hefur engan enda, og það igetur vel ver ið að Einhver hafi skapað það. En hvern ig þú getur trúað því, að þessi Einhver beri sérstaka umhyggju fyrir okkur og hin um örsmáa heimi okkar, því get ég ekki komið inn í hausinn á mér. Og þá förum við að deiia, meðan stjörnur og stjarn þolkur snúast umhverfis okkur í þögium óendaniegum hvelfingum handan við gagnsæjar plastrúðurnar í útsýnisturnin- um. Ég heid, að skipverjunum hafi þótt spaugilegast, hve ósamkvæmur sjálfum mér ég leit út fyrir að vera. Það stoðaði e|ckert að ég benti á þrjár ritgerðir eftir líjig í Tímariti nm stjarneðiisfræði og fimm ritgerðir í Mánaðarriti hjns konung lega stjarnfræðifélag's. Ég minnti þá á, að regla mín hefði um langan aldur ver- ið fræg fyrir vísindastarfsemi. Við erum að vísu ekki fjölmennir nú orðið, en allt síðan á átjándu öld 'hefur framlag okkar til stjannfræði og jarðeðlisfræði verið langtum meira en fjöldi okkar segir til um. Verður ritgerð mín um stjarnþokima Fönix nú til að binda endi á þúsund ára sögu reglunnar Ég óttast að hún bindi endi á sitthvað fleira. Ég veit ekki, hver gaf stjarnþokunni þetta nafn, sem mér viröist vera mjög illa valið. Spásögn fólgin í nafninu, verð- ur hún ekki sönnuð í nokkrar billjónir ára.. Jafnvel orðið stjamþoka er villandi. Hér er um miklu smærra fyrirbæri að ræða en hina víöóttumiklu skýjafláka — efnivið ófæddra stjama — sem em á víð og dreif um vetrarbrautina. Á mæli kvarða geimsins er stjamþokan Fönix raunverulega örsmár, þunnur gashjúpur utan um eina stjömu. Eða réttara sagt leifar af einni stjörnu.... Koparstungumynd Rubens af Loyola virðist spotta mig, þar sem hún hangir yfir ljósgreiningartækinu. Hvað hefðir þú Faðir, gert við þá vitneskju, sem ég hef náð í svo óralangt frá þeim litla heimi, sem þú þekktir einan? Hefði trú þín stað- izt þá raun eða hefði hún brosað eins og trú mín? Þú horfir út í fjarskann. Faðir, en ég hef ferðast lengri veg en þú gazt gert þér í hugarlund ,þegar þú stofnsettir regluna okkar fyrir þúsund árum. Ekkert annað rannsóknarskip hefur farið svo langt frá jörðunni; við eram við yztu mörk hins kannaða geims. Við stefndum til stjamþok unnar Fönix, okkur tókst að komast þang að, og nú erum við á heimleið klyfjaðir þekkingu. Ég vildi að ég gæti létt þeirri byrði af öxlum mínum, en ég ákalla þig til einskis yfir aldimar og Ijósárin, sem skilja okkur að. Á bókinni, sem þú hefur í hendiiuii, er áletrunin skýr: AD MAIOREM ÐEI GLORIAM er orðanna hljóðan, en þeim orðum get ég ekki framar trúað. Tryðir þú þeim áfram, ef þú hefðir séð það, sem við fundum. Við vissum að sj'álfsögðu, hvað stjam þokan Fönix var. Á hverju ári springa fleiri en hundrað stjörnur í stjamkerfi okk ar einu; þær ljóma í fáeinar klukku stundir eða nokkra daga þúsund sinnum skærar en áður og síðan fölna þær aftur, og deyja. Þetta eru venjulegar nóvur, al gengar hörmungar í geimnum. Ég hef mælt birtu frá mörgum þeirra, síðan ég hóf störf við rannsóknarstöðina á tunglinu. En þegar stjama verður súpernóva ber hún um skeið meiri birtu en allar aðrar sólir í stjamkerfinu til samans. Kínversk ir stjamfræðingar sáu þetta gerast árlð 1054, en vissu ekki hvað þetta var. Fimm öldum síðar, árið 1572, birtist súpernóva á himni, svo skær, að hún sást að degi til Á þeim þúsund árum, sem síðan eru liðin hafa þrjár aðrar súpernóvur sézt. Verkefni okkar var að heimsækja leif ar sprunginnar stjörnu, kanna hvaða at burðir hefðu gerzt áður og finna skýringu á atburðunum, ef hægt væri. Við sigldum hægt inn í gashjúpinn, sem hafði mynd azt fyrir sex þúsund órum, en var þó enn að þenjast út. Loftið var ákaflega heitt og af því lagði ennþá sterka fjólubláa geisla, en það var allt of þunnt til að geta unnið okkur neitt tjón. Þegar stjaman sprakk, höfðu yztu lög hennar splundrazt með svo miklum hraða, að þau komust út fyrir að dráttarsvið hennar. Þar mynduðu þau skel, sem svo var stór, að þúsund sólkerfi hefðu rúmazt í henni, og í miðri skelinni brann örsmár furðuhnöttur, sem var áður stjama en nú orðin að Hv-'tum dverg, minni en Jörðin, en þó milljón sinnum þyngri. Glóandi gasflákar voru allt umhverfis okkur og byrgðu úti þá nótt, sem annars er ráðandi í geimnum. Við flugum inn að miðju þessarar geimsprengju, sem hafði sprungið fyrir þúsundum ára, en var þó enn að splundrast. Umfang sprengingar- innar og sú staðreynd, að efni úr henni spannaði orðið yfir margra billjóna kíló metra svæði í geimnum, kom í veg fyrir, að nokkur hreyfing sæist. Það mundu líða áratugir, unz hægt væri að greina berum augum nokkra hreyfingu á þessum gastung um, en samt var ekki hægt annað en skynja hraða útþenslu efnisins. Við höfðum rétt af stefnuna fyrir mörgum klukkutímum og svifum hægt í átt að stjörnunni litlu sem var fyrir stafni Einu sinni hafði hún verið sól eins og sóiin okkar, en hún hafði ó fáeinum klukkutímum sóað allri þeirri orku, sem hefði átt að halda henni logandi í millj ónir ára. Nú var hún samanfallinn aum ingi sem reyndi að halda sem fastast í sitt eins og til að bæta fyrir glataða æsku sína. Enginn bjóst í alvöru við því að finna plánetur. Hefðu þær verið fyrir ófarirn ar hefðu þær soðnað og orðið að gufu við sprenginguna oig efni þeirra horfið inn í brotin frá sjálfri stjörnunni. En við leit uðum þó, eins og við gerum alltaf þegar við nálgumst ókunna sól, og allt í einu fundum við einn lítinn hnött, sem sner ist umhverfis sólkerfið, sem snerist úti við mörk myrkursins. Þessi pláneta var of fjarri sólinni til að líf hafi nokkum tíma getað þróazt þar, en einangrun hennar hafði forðað henni frá örlögum allrasystra sinna. HRinn frá sprengingunni hafði brætt yfirborð hennar og þítt þann frosna gas möttul, sem hlaut að hafa umlukið hana fyrir sprenginguna. Við lentum og fundum neðanjarðarhvelfinguna. Byggingarmeistararnir höfðu tryggt, að við fyndum hana. Steinsúlan sem stóð við innganginn var orðin að koluðum klumpi ,en þó sögðu fyrslu fjarlægðarljós myndirnar okkur, að þetta væru verk vits muna. Skömmu síðar urðum við varir við geislanetið, sem hafði verið komið fyrir í berginu. Jafnvel þótt súlan hefði horfið hefði það verið eftir, lirevfingarlaus og varanlegur viti, sem hrópaði út í geim- inn. Geimskipið okkar stefndi beint að hvelfingunni eins og ör sem skotið er á mark. Súlan hlýtur að hafa verið kílómetrl á hæð, þegar hún var reist, en nú var hún eins og kerti sem hefur brunnið niður í vaxhaug. Vi'ð vorum viku að bora í gegn um bergið, því að við höfðum ekki rétt verkfæri til þeirra notn. Við vorum stjarn fræðingar, ekki fornle’fafræðinigar, en við gátum brugðið því fyrir oklcur, sem með þurfti. Upphaflegt vetikefni okkar var gleyrnt; þetta minnismcrki, sem hafði ver ið reist af slíkri elju eins fjarri hinni1 Framhald á bls. 10. Þessi smásaga er eftir brezka rithöfundinn ARTHUK C. CLARKE, en hann er í hópi fremstu höfunda, sem leggja i stund á vísindaskáldskap, sem svo er nefndur. Clarke er lærður vísindamaður, og hefur haft ritstörf að aðalstarfi um alllangt árabil og sent frá sér fjölda bóka.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.