Alþýðublaðið - 13.10.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.10.1966, Blaðsíða 9
TÓMT MAS, TÓMAS? GuSbergur Bergsson: TÓ3VÍAS JÓNSSON Metsölubók Helgafell, Reykjavík 1966. 355 bls. Tómas Jónsson? Hver er þessi Tómas Jónsson? Þeirri spurningu má að sjálfsögðu svara með ýmsum hætti; sjálfur svarar hann fyrir sig á fyrstu síðu: „Ævisaga: Ég er afkomandi hraustra, bláeygðra víkinga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sig- ursælla konunga. Ég er íslend- ingur. Nafn mitt er Tómas Jóns- son. Ég er gamall.” Og Tómas er augljóslega í _ ætt við ýmsar seinni tíma sagnhetjur í evrópsk- um bókmenntum, and-hetjur Sam- uel Becketts, Gtinters Grass til dæmis, íslenzkt afbrigði sömu stílstefnu. Tómas er örvasa, kar- lægur, hírist í kjallara ásamt leiguliðum sem hann hefur tekið inn í íbúð sína, áður vann hann í banka, borðaði í matsölu, nú annast leigjendurnir hann í kör- inni. Hann er blindur a’ð kalla en sér þó til að hripa upp minning- ar sínar .hugleiðingar og frásagn ir í gamlar stílakompur og hefur útbúið sérstakt apparat til að marka fyrir línunum sem hann greinir ekki lengur; metsölubók hans samanstendur af þessum skrifbókum, 17 talsins: „í dag fór ég á stjá «g rakst á heilmikinn bunka af gömlum Snotruskrifbókum frá þeim tíma, þegar ég tók nemendur í einka- tíma milli sex og sjö á kvöldin áður en slysið henti mig hjá þvottapottinum meðan foreldrar treystu mér fyrir börnurn sínum meðan ég var heilbrigður og með því að þeir komu súrefniskútnum fyrir við höfðalagið og hengdu grímuna á lykkju við rúmstokk- inn og mér er ljóst að innan tíðar á ég að deyja, þá er ekkert betra við tímann og skrifbækurnar að gera en hripa í þær eitthvert ó- merkilegt og tómt mas, þegar brá- ir af mér fyrsta kastið eftir grím- una. Þetta er í stuttu máli ytra ástand Tómasar, og ástæðan fyrir skrifum hans um leið. Er þá Tóm- as Jónsson ekkert nema átylla, farvegur fyrir endalausan, mein- ingarlausan málflaum, tómt mas um hálft fjórða hundrað síður? Eða er Tómas eitthvað annað, meira — síðasta ímynd „hins ei- lífa íslendings” kannski, skrif- bækur lians með einhverju móti nýjasti spegill íslenzkrar samtíð- ar? Þeirri spurning mun hver lesandi svara fyrir sig, e'ða láta ósvarað. Hvað sem svörunum líð- ur, er Ijóst að fátt er gert til að létta lesendum lesturinn, greiða þeim einhverja skilnings- .ldið að efninu, engin formúla feng in til að „Ieýsa“ bókina. Og þó. Þó er hér' þrátt fyrir allt formúla fyr ir henni, rituð I hátiðlegum -aug- lý&ingastíl framsækinna forleggj- ara, og ritdómenda, þeim til við- vörunar sem kynni að fýsa að leggja út af bókinni: „Ég er orðinn nógu karlægur og andlega lamaður til þess að einhver fái áhuga á lífi mínu. Ég ætla að skrifa bókina: Hvernig ég varð að andlegum og líkam- legum aumingja án þess að leggja nokkuð af mörkum til þess að verða það. Kaupið metsölubók Tómasar Jónssonar, sem verið er að þýða á sjö erlend tungumál. Hann lýsir af hreinskilni og teprulaust andlegum þjáningum sínum, gamall, sjúkur og vinalaus í íbúð, sem hánn hefur verið rændur, karlægur. Nærfærnisleg bók, rituð af hárfínum skilningi og þekkingu, samúð með lítil- magnanum. Bókin er viðvörun til okkar allra, sem ekki erum kom- in í kör. Þetta er bók handa allri fjölskyldunni. Djörf bók. Fyrir lesendunum vakna margar spurn- ingar sem höfundur lætur ósvar- að. Er hann í raun og veru kar- lægur. Var hann með brögðum sviptur íbúðinni. Er hann dada- isti. Nauðgaði hann, tíu ára gam- alli telpu inni í þvottapotti. Er Guffbergur Bergsson. hann kynvillingur. Er hann morð- ingi. Hver er Tómas. Er hann við öll. Er hann tákn íslenzku þjóðárinnar eins og hún er í dag, andlega og líkamlega karlæg. Um þessar og fleiri spurningar fáið þið að brjóta heilann með því að lesa jólabók okkar í ár: Hvernig ég varð að andlegum og líkam- legum aumingja án þess að leggja nokkuð af mörkum til að verða það. Lesið bókina um mann- inn sem skrifaði af sér kynfærin. Hún er jólabók okkar í ár.” Tómas Jónsson er sem sé ekki allur þár scm hann er séður í skrifbókum sínum, hvorki karl- inn sjálfur í körinni né endur- minningar hans hé margvislegar hugleiðingar. Sök sér er það að tíminn er úr leik í skrifbókunum, rennur út í eitt, alíir hlutir .virð- ast gerast í senn. En ekkert anh- að er árciðanlegt, hvað rennur saman við annað, blandast, týnist, birtist í nýrri mynd. „Ég vík burt frá mér hejmi . tákna og þoku- mynda,” segir- að vísu Tómas á einum stað, „Ég held mér fast í hlutina, þeir eru tryggir. En .ég finn ekkert út úr hlutunum, ég nýt þess að horfa á þá, stól .sem stól, hús sem hús, blóm sem.blóm. Ég tortí.mi ekki einni merkingu til að finna aðra.” En hlutirnir eru ekki fulltryggir heldur, merk- ing þeirra sízt af öllu föst og ó- breytileg, ein og söm. Minningar . Tómasar úr bernsku sinni, úr sjávarþorpi og sveit, úr bankan- um og matsölunni blandast saman í ringulreið; sarhbýlisfólk hans í kjallaranum, bankanum, mat- sölunni tekur stöðugt hamskipt- um. Konurnar tvær sem jafnan eru í hug hans, Katrín og Anna, og kötturinn Títa, renna saman í eina, Annakatrín; kringum þær snúast „þjóðsögur” Tómasar, fár- ánlegar frásögur sem felldar eru inn í meginmálið. „Sálin í mér heitir Katrín,” segir í sjöuhdu skrifbók Tómasar, en í fimmtándu bók stendur ekki nema þetta: „Eiginkona mannsins er sálin. Sálin heitir Katrín. Katrín er konan mín. Katrín merkir hin hreina.“ í 17du bók er Katrín orð in heilt eyland og hún er líka bát- ur á hámeri með þremur mönnum; allir heita þeir Tómas. Þar lýk- ur sögunni: „Honum tókst að hugsa eina lokahugsun: ég kalla norðurljósin regnboga næturinn- ar.” Og Tómas Jónsson er eng- anveginn tryggur sjálfur. Saga Tómasar sem varð með tímanum að kjallaraíbúð í Hlíðahverfi rennur með einhverjum hætti saman við sögu Ásmundar sem át upp húseign sína; Tómas er með einhverju undarlegu móti háður sambýling sínum Hermanni, eða Svan, sem einlægt liggur á hleri hvað karl hafi fyrir stafni. Kann- ski er Tómas ekki nema hugar- burður þess síðastnefnda. í sér- stökum „eftirmála ætluðum Reykvíkingum”, „undirskriftina vantar en ætti liklega að vera Hermann eða Svanur,” segir sem svo: „Sumar manneskjur eru bein afleiðing hugsunar. Líf þannig fólks og gerðir er ekki sjálf- sprottið heldur ræktað með um- hyggju i vermireit. Án hugsunar yrði • líf þess ekkert nema ömur- leiki. Aðrar manneskjur lifa villtu, sjálfsprottnu lífi sem krefst engrar hugsunar. Þannig líf blómgast og vex hvarvetna þar sem einhver jarðvegur er fyrir það. Þannig líf krefst einskis til- búins áburðar. Tómas Jónsson er í hvorugum flokknum. Ljf hans, að því er bezt verður, séff, var ekkert. í hæsta lagi líf sandkorns- ins sem af tilviljun berst inn í sfeel. Vegna stöðugs snúnings og bylgjuhreyfíngá sjávarins handan við Veggi samlofeunnar hlóðst fealfe á sandkornið. (Einhvers stað- ar segist hann verá perla). í Framhald bls. 10. NÁMSKEIÐ Kennsla hefst 17. okt. Nómsgreinar eru- Munsturgerð, teikn- ing ('undirbúningur fyrir batik), ryahnýting, tauprent (ekta litir), listsaumur margskonar og fl„ Handofnar undirstöður fyrir ryateppi. Innritun og val á verkefnum daglega frá kl. 6-7 e. h. SIGRÚN JÓNSDÓTTIR Háteigsvegi 26. Garðastræti 6. — Sími 16485. / ■ er 14901 13- október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 KatipiS og notið HUDSON nylonsokka. Ótrúleg ending. LFORDI FORDIL ORDILF RDILFO DILFOR ILFORD — alltaf bezta lausnin. — Einkaumboð fyrir ILFORD-ljósniyndavörur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.