Alþýðublaðið - 02.11.1966, Síða 3
Ferðin var
ánægjuleg
Rvík, — OTJ.
Þá er Baltika aftur komin til
Reykjavíkur og þar með lokið
cinni umtöluðustu sjóferð um
langan tíma. Meðan á henni stóð
gekk hver tröllasagan af ann-
arri um borgina. Ef trúa skyldi
Jieim þjáðust farþegarnir af mat
arleysi, vínleysi, salernisleysi
og svefnleysi því að allt var
þetta sagt af skornum skammti
á fleyinu. Maturinn var sagður
slœmur, salernin ekki nema tvö
eða þrjú og klefar ekki nema
tíu eða tólf manna. Afleiðing
alls þessa átti svo að vera sú
að hluti farþeganna hafi kom-
ið flugleiðisi til baka eftir
skamma siglingu.
Alþýðublaðið liafði því sam
band við Ragnar Ingólfsson, for
mann Karlakórs Reykjavikur og
innti hann eftir sannleiksgildi
sagnanna. Ragnar kvað þær
vera ósannindi frá upphafi til
enda. Sjóferðin hafi í alla staði
veríð hin ánægjulegasta. Fyrst
í stað hefðu sögurnar hérna frá
íslandi vakið kátínu um borð,
en fólk hefði þó fljótlega orðið
leitt og ergilegt yfir þeim. í
fyrsta lagi !hafi það verið en
demis vitleysa, sem stóð í Vísi
að skipið hefði orðið vínlaust
og orðið að koma við á Gíbralt
ar Þangað hafi það alls ekki
farið. Eina viðkomuhöfnin sem
ekki hafi verið í fei’ðaáætlun
inni hafi verið Malta, og þanig
að hafi verið farið með sjúk
an mann en ekki til að lesta
brennivíni. Þá hafi ekkert verið
út á þrifnað að setja og sal
emin bæði nægjanlega mörg
og vel hirt.
Maturinn var góður sagði
Ragnar, þótt ég búist ekki við
að hann hafi verið við allra
hæfi, og ég vil ekki neita því
að hann gæti hafa þótt dálítið
leiðigjarn á svona langri sjóferð
Klefarnir voru ágætir. Nokkrir
hinna ódýrari voru að vísu sex
manna, en þar var ekkert sem
fólkið ekki vissi áður en það
keypti farmiðana. Landferðirn
ar voru nokkuð strangar. Fólk
ið var óvant 'hitanum og þar
sem tíminn var naumur var í
sumum tilfellum færst of mikið
í fang við að skoða allt sem
skoða átti. Við reyndum að
hafa sem fjölbreyttust skemmti
atriði á skipsfjöl. M.a. voru dans
leíkir á hverju kvöldi, kvik-
myndasýningar, grímuböll,
happdrætti, kvöldsaga lesin,
kórinn söng sjö sinnum og auk
þess gat fólk synt, legið í sól
baði, lesið, spilað eða gert eitt
hvað annað sér til dægrastytt
ingar. Það er einnig alrangt
að hluti farþeganna hafi kom
ið flugleiðis til baka. Þeir einu
sem yfirgáfu skipið voru Hans
en, þjónn á Borginni, sem lagð
ur var á sjúkrahúsi á Möltu og
svo Arngrímur Jónsson, skóla
stjóri Núpsskóla, sem einnig
átti við vanheilsu að stríða.
Hvað lýs og pöddur snertir var
fjarri því að nokkuð slikt væri
um borð í skipinu. Hins
vegar keyptu margir farþeg-
anna sér leikfangaúlfalda í A1
exandríu. Þeir reyndust vera
úr .ósútuðu kattarskinni svo að
þeir lyktuðu ekki sem
bezt þegar á leið. Svo þóttist
einhver sjá pöddu á einum og
var þá allt einangrað og því
fleygt fyrir borð. Þetta var því
ánægjuleg -sjóferð eins og ég
sagði í upphafi, og flestallir
farþegarnir ánægðir. Hinsveg
ar eru í rúmlega 400 manna
ihóp alltaf einhverjir sem ekki
líkar. Við því er ekkert að
gera.
Ný Ijóðabók
Út er komin nýstárleg ljóðabók,
Jarðarmenn eftir Hafliða Jónsson
frá Eyrum. Þetta er fyrsta ljóða
bók Hafliða sem hingað til hefur
verið kunnari fyrir garðyrkjulist
sína en ljóðagerð, en hann er sem
kunnugt er garðyrkjustjóri bæjar
ins. Hins má geta að Hafliði er
bróðir Jóns skálds ~úr Vör. Jarð
armenn er ljósprentuð í 250 ein
tökum eftir vélrituðu handriti höf
undarins og er frágangur allur
hinn snyrtilegasti. Allmargar
imyndir eru í bókinni, dregnar
upp af skáldinu sjálfu sem einnig
teiknaði kápu bókarinnar. Jarðar
menn er 94 bls. að stærð, útgef
andi er Bókaskemman, Reykjavík.
ísland öruggt
í A-riðilinn
Rvík, - ÓTJ.
Það er taliff svotil öruggt aff ís
lending'amir á Olympíumótinu á
Kúb,u komist í A-flokk útrslitú
keppninnar, hvernig svo þeim reiff
ir af eftir þaff. Þeir höfffu tólf
vinninga og eina biffskák samkv.
fréttum sem bárust í grær. Viffur
eigninni viff Júgóslava lauk meff
ósigri okkar manna. V!z gegn 2 1/2
og var þaff jafntefli Friffriks viff
Gligoric sem stóff fyrir þessum
i/i vinning okkar, en Friffrik hef
ur engri skák tapaff ennþá.
Biðskákirnar við Mexíkana úr
fimmtu umferð fóru á þá leið að
Friðrik vann Ingleslas, Guðmund
ur, Delgada og Freysteinn á betri
stöðu 'gegn Terrazas. Indónesía og
Mexíkó gerðu jafntefli í fjórðu
umferð og Mongólía og Austurríki
unnu sína biðskákina hvort úr
fimmtu, en ein fór aftur í bið.
Önnur sjöttu umferðarúrslit eru
þessi: Tyrkland Wz, Mongólía 1/2
LBJ býður
öldungi í
þyrluferð
SEOUL, 1. nóvember (NTB—
Reutor) — Johnson forseti heim-
sóttf í dag suður-kóreska her-
menn, ræddi við Chung-Hee Park
forseta og flaug í þyrlu ásamt
öldruðum Suður-Kóreumanni yfir
Seoul. Einnig var hann viðstadd-
ur kennslu í taek won do, suð-
Framhald á 15. síffu.
(tvær biðskákir), Austurríki 2,
♦
Mexíkó 0 (tvær biðskákir).
Og þá er staðan: 1. Júgóslavía 17
%. 2. ísland 12 (1 bið). 3. Indó
nesía 9 1/2. 4. Austurríki 9(3 bið).
5. Mongólía 'IVz (3 bið). (Situr hiá
í 7. umf.) 6. Tyrkland 8 (2 bið)
7. Mexíkó 2V6 (3 bið).
Þær þjóðir sem eru taldar lík-
legastar til að komast í A-floíkk;
úrslitanna eru Rússar, Júgóslav
ar, Bandaríkjamenn, Tékkar, Rúm
enar, Belgir, Argentínumenn, Dan
ir og íslendingar. Austur,-Þjóð-
verjar eru taldir öruggir. TaliS
er vafalítið að Rússar vinni mótið,
•og þá líklega m.eð Baifdarítkja
menn og Júgóslava á hælunum.
Er því augljóst að íslendingarnir
mega taka á honum stóra sínum
'þegar að úfrslítum dreguk. En
þótt afrekin verði kannski ekki
stórvægileg þá er alls ekki um að
sakast. íslenzku skákmennirnr
hafa staðið sig mjög vel og ó-
hætt er að óska þeim til hamingju
með lanigþráð takmark ef þeir
setjast í A-flokkinn.
I Aððlfundur FUJ
í Kópavogi
Aðalfundur Félags ungra
jafnaðarmanna í Kópavogi
verður haldinn fimmtudag-
inn 3. nóvember n.k. Fund-
urinn hefst kl. 20.30 stun^l-
vísléga, að Félagsheimilinu
Auðbrekku 50.
Fundarefni: Venjuleg aá-
alfundarstörf.
Stjórnin. .
2. nóvember 1966 - ALbÝÐUBLAÐIÐ 3 .