Alþýðublaðið - 02.11.1966, Page 9
Axel Thorsteinsson:
HOEFT INN í HREINT
HJARTA
og aðrar sögui' frá tíma fyrri
heimsstyrjaldar. ^
Aðalútsala: Rökkur, bókaút-
gáfa, Reykjavík 1966.
319 bls.
RÖKKUR
Ljóð, sögur og grejnir I.
2. útgáfa, aukin og breytt.
Bókaútgáfan Rökkur,
Reyícjavík 1966. 96 bls.
. Brezki sagnfræðingurinn A.
J. P. Taylor hefur samið sögu
fyrra stríðsins sem hann tileink-
ar Joan Littlewood, liöfuðsmið
í Theatre Workshbp í London og
aðalihöfundi söngleiksins Ó, þetta
er indælt stríð, sem leikhúsgest-
um er góðkunnur úr Þjóðleikhús-
inu. í þessum verkum draga
sagnfræðin og leikhúsið upp eina
og sömu mynd striðsins, lýsa
harmleiknum sem hreinum og
beinum skrípaleik, — en tölur
fallinna og særðra, óhemjulegur
tilkostnaður stríðsþjóðanna, eyði-
leggingin sem stríðið lét eftir sig
lýsa virkileikanum sem undir
býr. Þverstæður fyrra stríðsins
eru margar. Að nafninu til var
það háð í nafni háleitra hugsjóna,
stríð til að binda endi á allar
styrjaldir — í raun hófst það upp
úr tómum misskilningi, var háð
með fádæma klaufaskap og kunn-
áttuleysi og gekk allt út á full-
komlega tilgangslausar mannfórn-
ir. Enginn var neinu nær að
stríðslokum, enda var strax farið
að efna til styrjaldar að nýju.
Nema sú glýja sem blindaði stríðs
þjóðirnar 1914 var óhugsandi á
nýjan leik. Þá vildu allir frið,
enginn stríð — en samt gengu
þjóðirnar einhuga til baráttu,
trúðu á endanlegan sigur og fulla
farsæld síðan. Ein af þverstæðum
fyrra stríðsins er liugur almenn-
ings, hins óbreytta liðsmanns sem
hataðist við stríðið en gekk þó
heilshugar upp í stríðsleiknum.
Fyrra stríðið olli þáttaskilum í
sögu Evrópu og braut í blað
í menningu álfunnar. Einnig hér á
landi*skilur liún milli liðinna
tíma og nýrra og markar kafla-
skil í bókmenntum. Einnig við eig
um okkar „eftirstríðsbókmenntir”
frá þeim tíma, þótt við kynnt-
umst stríðinu ekki nema af af-
spurn og hefðum reyndar ekki
nema gott af því að segja, stór-
aukna velmegun og framfarir,
eins og jafnan af styrjöldum fyrr
o'g síðar.
En þótt ísland væri fjarri víg-
völlunum tóku nokkrir íslending-
ar þátt í stríðinu, einkum Vest-
uríslendingar, óbreyttir liðsmenn
í liði bandamanna. Axel Thor-
steinsson var einn þeirra manna
sem þessa leið bárust, fór vestur
um haf í ársbyrjun 1918 og gekk
| í kanadiska herinn þá um vorið,
Indælt stríö
var síðan sendur til Englands og
loks áleiðis á vígvöllinn um haust-
ið. Rétt í því datt á friður og
varð til þess, að Axel og félagar
lians lentu aldrei í stríðinu sjálfu
en voru um skeið í hernámsliði
bandamanna í Rínarlöndum. Frá
þeim tímum segja sögur Axels í
þessari bók sem allar nema ein
hafa birzt áður í blöðum og tíma-
ritum og síðan í bókum. Er þetta
4ða útgáfa sagnanna og hefur
þeim því verið vel tekið þó þær
séu kannski fremur fátæklegar,
segir Axel Thorsteinsson í eftir-
mála Rökkurs, annarrar bókar
sem hann gefur út um þessar
mundir. Undantekningin er lang-
lengsta sagan í bókinni, Horft
inn í hreint hjarta, sem er heil
skáldsaga að lengdinni til. Upp-
hafsþætt.ir hennar voru skrifaðir
og birtir fyrir alllöngu eins og
aðrar sögur í bókinni, en það var
ekki fyrr en á þessu ári, að höf-
undur lauk við hana. Þar er lýst
sömu efnum og oft sama fólki og
í hinum sögunum, og er sagan
eins konar niðurstaða allrar þess-
arar ritmennsku fyrr og síðar.
Axel Thorsteinsson lýsir í eft-
irmála sagnanna orsökum þess að
hann gerðist hermaður. Stríðs-
áróöurinn var áhrifamikil'l: „það
var auðvitað lagt eigi síður að
mér en öðrum ungum mönnum.”
„En meginástæðan var þó sú, að
ég vildi nota þetta tækifæri til
að svipast um á þessum landa-
mærum lífs og dauða, kynnast
sjólfum mér og öðrum á þeim
vettvangi. Allt hið hversdagslega
í lífi mínu og annarra, smáatvik
gleði og sorga hafa mótað mig
meira en nokkuð annað. Ekkert
hefur haft betri áhrif á mig en
að kynnast hrokalausu, ómennt-
uðu fólki. Hjá því finnst. mér að
ég hafi orðið var mests mann-
giJdis. Það er vanalega slíkt fólk,
sem ekki hugsar um sjálft sig,
það fórnar sér fyrir aðra — „fyr-
ir föðurlandið” eins og hinir
tungulipru lýðskrumarar segja á
ófriðartímum. Ég minnist á
þetta af þvi að einmitt í hernum
urðu svo margir á vegi mínum
af þessu húsi, af húsi þess fólks
sem lætur blekkjast og. jafnvel
bregzt ekki þegar blekkingin er
orðin því sjólfu augljós. Mér
hefur fundizt að sálir slíks fólks
væri eins og mjúkur leir.”
Engin ástæða virðist til að gera
greinarmun höfundarins sjálfs og
sögumanns hans í þessum sögum;
hann gengur þar undir sínu eig-
in nafni og sögurnar eru opin-
skátt minningar hans, ef til vill
hagrætt ofurlítið og færðar í stíl-
inn með köflum. Efnið er út af
fyrir sig forvitnilegt: hversdags-
líf hermannanna í hernuminni
Evrópu hið næsta stríðslokunum.
En Axel Thorsteinsson verður
harla lítið úr því og tekst raunar
ekki að fá frásögnum sínum
neitt verulegt sögusnið; til þess
er frásagnarháttur lians mikils
til of listsnauður og reyndar vita-
fjörlaus og óhæfilega langdreg-
inn. Erindi hans er yfirleitt ekki
að segja sögu heldur að móralís-
era, bollaleggja sí og æ, sýknt
og heilagt, um ,,hugsanalíf“ fé-
laga sinn i hernum, allt hið „góða
og göfuga” í mannssálinni, ein-
att af harla smávægilegum til-
efnurn Því er það að söguatvik og
mannlýsingar þoka í skuggann
fyrir þrátugginni viðkvæmnislegri
hugrenningu sögumanns um
söguefní sitt — þar sem við-
kvæmnin snýst jafnharðan upp í
væmni og velluskap. Þetta kann
að vera vel hugsað og i góðri
meiningu gert, en læsilegt er það
ekki. Og er ekki innst inni fólgið
þó nokkuð yfirlæti í viðhorfi
sögu mannsins við hinu ,,hroka
lausa ómenntaða fólki“ er hann
þykist lýsa — en í ,raun verður hon
um aðeins tilefni til sinnar eig-
in „andlegu” útleggingar?
Minnsta kosti hefur það ekki
reynzt honum nothæft frásagnar-
efni sjálfs sín vegna; hann er sí
og æ að tala um sjálfan sig. Og
svona lítur frásögn hans út, til
dæmis; kaflinn er úr fyrstu sög-
unni, þætti um skemmtanalíf her-
manna:
„En ég sannfærðist einnig urn
það þetta kveld, og þó enn betur
síðar, að það er fjarri því sem
margur kann að ætla, að það séu
lioldlegar þrár sem séu mestu
ráðandi er hermennirnir fara á
stjá til þess að koma sér í kynni
við kvenmenn, hvort sem það er
í landi vinaþjóðar eða óvina-
þjóðar. En þeir eru oft ástar og
samúöar þurfi og það knýr 'þá
áfram þótt sumir hverjir lendi
hjá þeim konum sem selja blíðu
sína. Það kemur þá líka stundum
til af því að menn hafa neytt
víns í óhófi. En ég veit dæmi
til þess að hermenn hafa leitað
til slíkra kvenna í takmarkalausri
örvæntingu, takmarkalausum ein-
manaleika, á stundum af því að
mönnum er orðið sama um allt
af því að þeir, sem eru ófrjálsir
menn og á hrakningi hafa ekki í
Framhald á 10. síðu.
Enskar vetrarkápur
dragtir og frakkar
Ný sending tekin upp mánudag kl. 1.
KÁPAN hf.
Laugavegi 35 — Sími 14278.
Rafsuðumaður
Góður rafsuðumaður óskast. Ákvæðisvinna.
Mikil vinna. — Uppl. í síma 32559 og 33599.
T Æ K N I H F .
Byggingatækniíræðingur
óskast til að gegna starfi byggingafulltrúa í
Keflavík. Laun samkvæmt launakerfi opin-
berra starfsmanna. Umsóknir sendist skríf-
stofu minni fyrir 15. nóvember n.k.
Bæjarstjórinn í Keflavík.
Keflavik
Verkamenn óskast til vinnu við sorphreinsun.
Upplýsingar í síma 155.
Áhaldahúsið.
Laust starf
Starf aðalfulltrúa við bæjarfógetaembættið í
Keflavík er laust til umsóknar. Laun samkv.
23. launafl. Umsóknir sendist embættinu fyrir
10. nóv. nk.
Bæjarfógetinn í Kefíavík.
íslenzka Álfélagið hf.
óskar að ráða stúlku til atmennra skrifstofu-
starfa. Gott vald á ensku eða þýzku nauðsyn-
Iegt. Umsóknir, ásamt upplýsingum um mennt
un og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir
9. þ. m.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
EYJÓLFUR K. SIGURJÓNSSON,
löggiltur endurskoðandi,
Flókagötu 65.
2. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $