Alþýðublaðið - 02.11.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 02.11.1966, Blaðsíða 15
G< "'■ luvarðhald c?g itiannré Heimild til að halda handtekn um mönnum í gæzluvarðlialdi er meginatriði tveggja mála, sem nýlega hafa verið lögð fyrir mann réttindadómstól Evrópu í Stras- bourg. Er hér um a'ð ræða svo- kölluð „Neumeister“ og Wemhoff“- mál, sem um nokkurt skeið hafa verið til mcðferðar hjá mannrétt indanefnd Evrópu. Nefndin hefur nú skotið þeim báðum til dóm- stólsins, en að auki hefur ríkis- stjórn Austurríkis lagt fram sjálf- stæða beiðni um, að dómstóllinn fjalli um Neumeister-málið. Fritz Neumeister var liandtek inn í heimalandi sínu, Austurríki, 12. febrúar 1961 vegna gruns um aðild að stórfelldum skattsvikum. Honum var haldið í gæzluvarð- lialdi til 12. maí 1961 og aftur frá 12. júlí 1962 til 16. september 1964. Dómur er enn ekki geng-- inn í máli hans í Vín. Karl- Heinz Wemlioff var handtekinn í Berlín 9. nóvember 1961 vegna gruns um. að hann hefði tekið þátt í flóknum fjármunabrotum, sem snerust um háar uppliæðir. Wemhoff var dæmdur í 6 ára fangelsi í Berlín í apríl 1965, en gæzluvarðhaldstíminn skyldi koma til frádráttar þessum tíma. Bæði Neumeister og Wemhoff | halda því fx-am, að meðferð sú, sem þeir hafa sætt, feli í sér bi-ot gegn mannréttindasáttmála Evrópu. í 5. grein sáttmálans segir m.a.: „Hvern þann mann, sem tekinn er höndum eða sett- ur í vai’ðhald. . . skal án tafar færa fyrir dómara. . . og skal liann eiga kröfu til, að rannsókn fyrir dómi hefjist innan sanngjarns tima eða hann verði látinn laus þar til rannsókn hefst“. Mannréttindadómstóll Evrópu fjallar einnig um þessar mundir um mál gegn ríkisstjórn Belgíu vegna löggjafar um tungumál í skólum þar í landi. Einn íslenzkur dómari á sæti í mannréttindadómstóli Evrópu. Er það Einar Arnalds hæstaréttar- dómari. Frétt frá upplýsingadeild. Forsetinn heimsótti meðal ann ars nýræktarsvæði um 32 km. frá Seoul, og gaf verlcamönnunum sjónvarpstæki. LeiStogi Sþróttir Framhald af bls. 11 flytzt því upp í I. deild. Horsen sigraði í 2. deild og leikur nú í I. deild. DJURGÁRDEN sænskur meistari. Stokkhólmsliðið Djurgárden varð sænskur meistari, sigraði Norrköp ing með 3 mörkum gegn engu á sunnudaginn. Leikurinn fór fram í Stolkkhólmi. Ahorfendur voru 43047, sem er metaðsókn í All- svenksan á þessu ári. Djurg&rden hlaut 33 -stig. Norköpintg 29, Elfs borg 20, Gais 20, og Malmö 19. Ove Kindvall skoraði flest mörk í All svenksan á keppnis-tímabilmu, 20 talsins. Hann er nú orðinn atvinnu maður leikur með ihollenzka fé laginu Feynord. L. B. J. Framhald af 3. síðu ur-kóreskri fjölbragðaglímu, sem er sambland af karate og jiujitsu. Þetta er síðasti dagur heimsókn ar Johnsons til Suðui’-Kói’eu, og hefur hann hvergi fengið eins hlýj ar viðtökur á Asíuferðalagi sínu Fangar Framhald af 2. síðu. sleppti gislunum ekki úr haldi neyddist Guinea til að grípa til strangra ráðstafana. Hann lét þess ekki getið í hyerju þessar ráð- stafanir yx-ðu fólgnar, en bætti við: Við hörmum fyrirfram að við skulum neyðast til að gera slíkar ráðstafanir. Salt CEREBOSí FÍANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM. HETMSÞEKKT GÆÐAVAIiA Fæst í næstu bú'ð. 1 VANTA^ BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFT8RTALIN HVERFB: MIÐBÆ, I. OG II. HVERFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI LAUGARNESHVERFI LAUFÁSVEG LAUGARÁS LAUGARTEIG KLEPPSIIOLT SÖRLASKJÓL LAUGAVEG, NEÐRI SKJÓLIN LÖNGUHLÍÐ HRINGBRAUT TJARNARGÖTU MIKLUBRAUT LAUGAVEG, EFRI SELTJARNARNES, I. BRÆÐRABORGARSTÍG. fj>) SÍMI 14900. Framhald af bls. 1. bera ábyrgð á því að guðlausir ofstækismenn kæmust til valda í Vestur-Þýzkalandi. Fylkiskosning- ar fara fram í Bæjaralandi 20. nóvember. Winter, sem einnig er varafor- maður flokksins, sagði að hann væri kvíðafullur vegna þróunar- innar í flokknum, þar sem klíká nokkur ,sem engu hefði gleymt og ekkert lært, fengi æ meiri áhrif. Þjóðernislegi demókrata- fiokkurinn berst fyrir brottflutn- ingi allra erlendra hersveita og verkamanna frá Vestur-Þýzkalandí en neitar því að hann sé nýnazista flokkur. Ég þakka af alhug öllum fjær og nær sem heimsóttu mig 29. október á áttatíu ára afmælisdaginn, með gjöfum, blómum og vinarkveðjum. Guð blessi ykkur öll, Iifið heil. Símon Símonarson, Ilöfðaborg 50. Bygg i ngaverkf ræði ngu r óskast til að gegna starfi bæjarverkfræðings í Keflavík. Umsóknir ásamt launakröfu sendist skrifstofu minni fyrir 15. nóvember n.k. Bæjarstjórinn í Keflavík. KEFLAVIK KEFLAVIK VÖRUBIFREIÐ TIL SÖLU Tilboð óskast í Volvo vörubifreið, gerð L 485, árgerð 1963. Bifreiðin er með veltisturtum. Pípugerðarvél, tegund AÖOLO extra með mót um 4“-24“. Upplýsingar í síma 1552. Áhaldahúsið. Bifreiðarstjóri óskast Þvottahús Landspítalans vill ráða strax dug- legan og reglusaman bifreiðastjóra á bifreið stofnunarinnar. Laun samkvæmt kjarasamn- ingum opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29 sem fyrst og eigi síðar en 7. nóvember n.k. Reykjavík, 1. nóvember 1966 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Kðupum hreinar léreftstuskur Prentsmiðja Alþý&ublaðsins 2. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐID |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.