Alþýðublaðið - 09.11.1966, Síða 3

Alþýðublaðið - 09.11.1966, Síða 3
 íyOGÉ: Ml Deniokratisk Ropublikan$k tmxYiLt Floti Ríkisskip endurnýjaöur Tvö skip bætast viö - Heklan seld Waage forseti ÍSÍ, látinn í gærmorgun andaðist að heim- ili sonar síns, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Benedikt G. Waage. Benedikt var löngum þjóðkunn- ur íþróttamaður og starfaði mik- ið að íþróttamálum. Var hann kosinn forseti íþróttasambands ís- lands og gegndi því starfi í rúm 36 ár, en var eftjr það kjörinn lieiðursforseti sambandsins. Bene dikt stundaði nám í Verzlunar- skóla íslands og starfrækti verzl un í all mörg ár. Hefur hann átt sæti í stjórnum margra íþrótta- félaga, auk þess að hafa stuðlað að útgáfu fjölda bóka og tíma- rita um íþróttamál. Benedikt Waage var fæddur 14. júní 1889 í Reykjavík og var því 77 ára að aldri, er hann andaðist. 5 nýjar bækur frá Helgafelli Reykjavík, ÖÓ. Fimm nýjar bækur koma út hjá Helgafcllsforlagi í dag, og eru þá alls komnar út 17 bækur hjá forlaginu í ár og enn eru nokkrar væntanlegar fyrir jól. Meðal bókanna sem nú koma út er Rímn^safnið, Sveinbjöa'»n Beinteinsson skáld sá um útgáf- una. í safninu eru sjötíu rímur eftir jafnmarga höfunda. Er þarna að finna úrval úr íslenzkum rímnakveðskap allt frá árinu 1360 til þessa dags. Sveinbjörn valdi rímurnar, ritar formála og ítar- lega grein um rímur almennt. Einnig kynnir hann í bókinni alla höfunda rímnanna. Bók þessi er í flokki klassískra útgáfuverka Helgafells ,sem hófst með heild- arútgáfu á verkum Tómasar Guð- mundssonar. Síðar komu öll verk Steins Steinarrs í einni bók og sá Kristján Karlsson um báðar þessar útgáfur. í fyrra kom svo út í þessum flokki ljóðasafn Arn- ar Arnarsonar með ævisögu skálds ins eftir Bjarna Arinbjarnason. Þá er Ijóðabókin Svefneyjar eftir Baldur Óskarsson. í bókinni eru 28 ljóð og myndir. Kápu- teikningu gerði fjögurra ára dótt- ir skáldsins. Þetta er fyrsta ljóða- bók Baldurs en áður hefur kom- ið út eftir hann skáldsaga og smásagnasafn. Annað bindi ljóðaþýðinga á dönsku koma út samtimis hjá Helgafelli sem er útgefandi ljóða þýðinganna og Gyldendal í Kaup- mannahöfn. í þessu bindi er úr- val ljóða eftir Hannes Pétursson úr þrem ljóðabókum skáldsins, Frainhald á 14. síðu. Slökkviliðsmenn voru krafðir um vegatoll Á mánudag sl, ltl. 17.12 var Slökkvilið Hafnarfjarðar kvatt að varnarliðsbifreið, sem kvikn að hafði í eftir árekstur við aðra bifreið, skammt fyrir sunnan vegatollinn á Reykja- nesbrautinni. sem kannski er ekki í frásögur færandi, heldur það, að slökkviliðsmcnn, sem sendir voru á vettvang eftir slökkviliðsbifreiðunuin, voru krafðir um vegaskatt. Slökkvi liðsstjóri var á eigin bifreið og- greiddi hann skattinn til aö geta komizt á brunastað, en slökkviliðsmaður, er var í annarri bifreið á eftir, hafði ekki handbært fé og gat af þeim sökum ekki greitt skatt inn og þrátt fyrir fortölur, varð hann að snúa aftur, því að honum var tjáð, að einung is slökkviliðsbifreiðarnar sjálf- ar fengju að komast í gegn, án skattgreiðslu. Ekki þarf að fjölyrða uin hvaða afleiðingar og óþægindi siíkt getur haft, fyrir utan það, að brunastaður, sem var í Ottastaðalandi, er í lögsagnarumdæmi llafnarfjarð ar; einnig Lónakotsland, sem er næst fyrir sunnan Óttastaða land . Félagsvist i Lidó annað kvöld ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur félagsvist í Lido annað kvöld 10. nóvember og hefst hún kl. 8.30 stundvíslega. Húsið verður opnað láust fyrir kl. 8 og þeir sem mæta tímanlega þurfa ekki að greiða rúllugjaldið. — Formaður Alþýðuflokksins, Emil Jónsson, utanríkisráðherra, flytur stutt ávarp. Að lokum verður dansað til kl. 1 og leikur hin vinsæla hljóms. Ólafs Gauks fyrir dansinum. Söngvarar eru Svanhildur Jakobsdóttir og Björn R. Einarsson. Reykjavík, EG. Eins og fram hefur komið í blöðum hefur ríkisstjórnin að til- lögu stjórnarnejndar Skipaútgerö- ar Reykjavíkrir heimilað nefnd- inni að undirbúa kaup eða smíði tveggja nýrra strandf erðaskipa riieð 700—1000 lesta. burðarþoli. Jajnframt var frá því skýrt í gær, að undirritaðir hefðu verið samn- ingar um sölu á m.s. Heklu fyrir 137 þúsund sterlingspund eða um það bil 16,5 milljónir íslenzkra króna. Stjórnarnefnd Skiptúgerðar rík- isins skipa þeir Gunnar Vagnsson deildarstjóri, Höskuldur Jónsson deildarstjóri og Guðjón Teitsson, sem er framkvæmdastjóri nefnd- arinnar. Það hefur um hríð ver- ið einróma álit þeirra, sem gerst til þessara mála þekkja, að nú- verandi skipakostur Skipaútgerð- ar- ríkisins væri orðinn úreltur og brýn þörf að endurnýja hann. Fyrir nokkru var færeyska skipið Blikur tekið á leigu til strandferða hér við land, en það er næstum nýtt skip, og munu möguleikar á að fá það keypt, ef það þykir henta. Þá var Skjald- breið fyrir nokkru seld til Bret- lands og nú hefur verið gert Framhald á 14. síðu. Hver vakti stúlkurnar? Rvík, — ÓTJ. Þegar kviknaði í á Laugaveg inum nú rnn helgina, var það ung ur maður sem vakti tvær konur sem sváfu þar á efri hæðinni. Fór hann svo burt og liefur ekki náðst í hanji síðan. Rannsóknarlögregl an þarf mjög að hafa tal af hon- um og eru það vinsamleg tilmæli hennar að hann hafi samband við Kristmund Sigurðsson í síma 21100. i t 9. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.