Alþýðublaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 16
Mesta indælis mál Það voru allir ákaflega glaðir ■í gæi', og mcnn höfðu lika ástæðu til að vera það. Handaritamálið var á enda kljáð úti í Kaupinhöfn og niðurstaðan var sú, sem ís- lendingar höfðu gert sér vonir nm, nefnilega að lögin um af hendingu handritanna úr Árna safni til íslands skuli vera í fullu gildi. Er þar með endanlega tryggt að handritin koma heim um síðir, og sjálfsagt er viðbún oðurinn þegar hafinn til að taka á -móti þeim. Engin ástæða er til annars en ætla að þessi hand ’it séu eðlislík systur sinni, Skarðsbók, sem fyrir skemmstu <kom hingað heim, og verður því Handritastofnunin að fara að hafa vöggurnar og barnfóstrurnar til búnar til að geta sýnt þeim sömu umhyggju og Skarðsbókinni, og breytir þar engu þótt þessar bæk ur séu misjöfnu vanar eftir hálf gerðan útigang lengst af í Kaupin höfn. Ævi þeirra hefur verið allt önnur en Skarðsbókar, sem hefur búið við eftirlæti enskra stórhöfð ingja, en það réttlætir þó ekki að þeim sé sýnd minni umhyggja Það vita allar góðar mæður, að ekki má mismuna börnunum, enda er sem betur fer engin hætta á slíku i þesu sambandi. Handritamálið er sem sagt kom ið í höín úti í Höfn. Það er búið \ \ 1» I' \ \ (» 1» f <» !; !; 5 \ \ ,<> !• I ;\ JÓNAS RAFNAR Jónas er alinn við Eyjafjörð ogf ei í jötu hann lagður var. (Ó. fögur er vor fósturjörð.) En frelsari samt hann gerðist þar. Og sagan af lionum er mikil og mejk. Þar musterisdýrðin hið efra skín og beinlínis kallar á kraftaverk. Á kjördegi gaf hann blindum sýn. í Eyjafirði er að finna nú sem fyrr hans Jerúsalemsborg. Þar boðar hann einatt breyzkum trú sem bróðir jafnt í gleöi og sorg. Þeir settu ei undir hann'ösnu eða hross, hann ekur í gullreið við sjóndeildarhring. Og enginn negldi hann upp á kross, en aftur á móti komst hann á þing. að vera mesta indælismál allan tímann, og að sumu leyti er dá lítið dapurlegt að það skuli vera leyst. Deilan um handritin hefur til dæmis verkað eins og vítamíns sprauta á handritarannsóknir bæði á íslandi og í Danmörku hin síð ari ár, hún hefur haldið mönn um vakandi yfir þeirri staðreynd að yfirleitt væru til fornar bækur sem vert væri að gefa gaum. Nú verður bráðum hægt að fara að sofa aftur, þegar áhuginn á mál inu verður búinn að fjara út, og sjálfsagt lijaðnar hann á ekkert ákaflega löngum tíma. Þá hefur handritamálið haft annan höfuðkost. íslendingar ex-u kunnir fyrir að vera ósammála um flesta liluti, en í handritamál inu hafa allir verið á einu máli. Þegar því er lokið þá er ekkert eftir, sem raunverulega sameinar þjóðina, og það er ekki liklegt að neitt mál annað geti komið upp, sem verði handritamálinu jafn farsælt að þessu Ieyti. En þrátt fyrir það að lausn málsins geti kveikt þessar trega blöndnu hugsanir, þá má ekki láta það standa í vegi fyrir fögnuð inum fyrir því að handritin skuli nú loks eiga að koma þangað sem þau eiga heima. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá skiptir það nefnilega mestu máli í þessu sam bandi, að handritin eru íslenzk og að við hljótum að eiga óskoraðan rétt til þeirra. Og þess vegna get um við með góðri samvizku lát ið þau liggja ónotuð, ef okkur sýn ist svo. Danir hafa aldrei haft neinn rétt til að lesa ekki hand ritin, en við höfum aftur á móti fullan rétt til þess. Og það gerir gæfumuninn. Það er gott að liitta manneskju sem er ekki eins vandlát og hund urinn okkar. HvaÖ snertir ódauðlegu sálina, þá er hún einn eilífðarsann- Ieikurinn, og eilífðarsannlejk- ar deyja með mönnum, sem töldu þá nauðsynlega. . . Morgunblaðið. Ég hef oft undrazt það, hvera vegna fólk er sýknt og heilagt: á harðahlaupum við að græða peninga. Það er sennilega a£ ctta við, að sú stund komj, aö það borgi sig ekki lengur aö græða peninga. Ég lagði gátu fyrir kallinn og haxin leysti hana alveg svaka vel. Ég spurðj hann á hvaði maður kíkti fyrst, þegar mað- ur sæi næs skvísu á bar. —• Á veskið sitt, svaraði kall. . . Það er sjónvarpinu að þakka að maður horfir á kvikmyndir, sem maður hefðj annars aldrei nennt að fara að sjá. . ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.