Alþýðublaðið - 24.11.1966, Qupperneq 6
□ „SAMSTJÓRN"
Mao, varaformennirnir fimm og
flokksritarmn Teng Hsiáo-ping
mynduðu hina föstu framkvæmda
nefnd stiórnmálanefnda'rinnar,
sem er æðsta stjórn kínverska
kommúnistnflokksins. í þessari
framlcvæmdanefnd voru allar á-
kvarðanir teknar að loknum um-
ræðum, sem stundum gátu orði\
livassar og harðar, og í þessum
umræðum gat Mao aldrei verið
öruggur um að hann færi með
sigur af hólmj.
Þrátt f ii >ig kulda stunda R' ■ varðliffnarnir langar
gönguferffir I anda hinnar frægu „löngu göngu“ Mao og félaga
hans á árum borgarastyrjaldarinnar.
Mjög greinilega kemur fram í
skýrslu þeirri, sem Teng Hsiao-
ping iagði fram á flokksþinginu
16. september 1958, að hinn raun-
verulegi Ulgangur með að taka
upp þetta kerfi, var sá að reyna
að fara að dæmi Rússa og mynda
„samstjórn" eða „samvirka' for-
ystu“. Teng sagði meðal annars:
„Leninisminn krefst þess af
flokknum, að allar ákvarðanir séu
teknar af samvirkri forystu, en
og Lin Piao bola
andstæðingum burtú
Chou íin-lai forsætisráffherra og Mao Tse-tung for aaour. Lítiff hcfur heyrzt um hou í valdabarátt-
unni, en þó er hann talinn fráhverfur hinni öfga enndu stefnu Lin Piaos.
ÞEGAR miðstjórn kínverska
ikommúnistaflokksins kom saman
til fyrsta allsherjarfundar síns síð
an 1962, 1. ágúst sl. voru éfir öll-
um sólarmerkjum að dæma gerð-
ar róttækar breytingar á æðstu
flokksforystunni. Að vísu hefur
aldrei verið frá þessu skýrt opin-
berlega, en fréttir kínverskra
blaða að unaanförnu varpa skýru
ljósi á það, sem gerðjst.
Áður hefur komið fram, að Lin
Piao landvamaráðberra er nú eini
varaformaður flokksins, en það
þyuir, að hann gengur næstur
Mao Tse-tung að völdum. Þetta
ber ekki einungis vitnj um vax-
andi völd Lin Piaos heldur sýnir
þetta, að öllu skipulagi flokks-
forystunnar herur verið breytt.
Árið 1958 var lögum kínverska
kommún'staflokksins breytt. Nýju
lögin mótuðust mjög af þróun
mála í Sovétríkjunum um þær
mundir, en Krústjov hafði þá
skorið upp herör gegn stalínisma
og persónudýrkun. Kínverjar
vildu ekki vera eftirbátar sovézku
leiðtoganna, en enn áttu eftir að
líða tvö ár þar til ágreinjngur
Peking og Moskvu kom fram í
dagsljósið. Aftur iá móti áttu þeir
ekki auðvelt með að steypa Mao
af stóli. í þess stað skipuðu þeir
fjóra varaformenn, sem áttu að
vera honum til ráðuneytis, þá Liu
Shao-chi, Shou En-lai, Shu Teh
og Ohen Yun. Árið 1959 bættist
Lin Piao í hópinn.
ekki af aðejns einum manni. 20.
þing rússneska kommúnistaflokks
ins hefur beint athygiinni að því,
hve mikilvægt það er að viður-
kenna grundvallarregluna um sam
virka forystu og baráttuna gegn
persónudýrkun. Það er greinjlegt,
að kerfi sem gerir einum einstok-
um manni kleift að taka mikilvæg
ar ákvarðanir, brýtur í bága við
grundvallarreglur flokka þeirra,
sem aðhyllast kommúnjsma. Ein-
ungis samvirk forysta. sem er í
náinni snertingu við fjöldann, er
í samræmi við grundvallarreglur
flokks okkar um lýðræðislega mið j
skipan og hún getur dregið svo
mjög úr hættunum á mistökum,
að þær verði hverfandi litlar“.
□ ÞRÍR NÝIR TOPPMENN
" Jafnvel láður en allsherjar fund
ur miðstjórnarinnar hófst, voru
kínvtrsk blöð farin að sleppa vara
formannstitlinum þegar þeir fjór
ir menn, sem gegnt höfðu emb-
ættinu auk Lin Piaos, komu til
umræðu. Það er því sennilegt, að
miðstjórnin hafi einumgis staðfest
ákvörðun, sem tekin hafi verið
áður en fundurinn var haldinn.
En formlega séð er það hlutverk
miðstjórnarinnar að taka ákvarð-
anir í málum sem þessum sam-
kvæmt flolckslögunum.
Þetta merkir ekki, að æðsta for-
ysta flokksins, hin fasta fram-
kvæmdanefnd stjórnmálanefndar-
innar, hafi verið leyst upp. Flokks
lögin segja: „Miðstjónin, sem kýs
stjórnmálanefndina, skal einnig
kjósa hina föstu framkvæmda-
nefnd stjórnmálanefndarinnar".
Augljóst er, að þetta var það
sem gerðist í ágúst. Upplýsingar
kínverskra blaða á undanförnum
vikum gefa til kynna hvernig hin
nýja, fasta framkvæmdanefnd er
skipuð. Auk Mao TesTungs og Lin
Piaos, sem aldrei eru nefndir bein-
línis en taldir eru sjálfkjörnir,
herma fréttir, að fjórir menn aðr-
ir sitja í framkvæmdanefndínni:
Chou En-Iai, Tao Shu, Chen Po-
ta og Kang Sheng.
Af þessum mönnum hafa hinir
þrír síðastnefndu fengið mjög
skjótan frama í „menningarbylt-
ingu“ þeirri, sem nú stend.ur yf-
ir. Tao Chu, hinn nýi áróðurs-
málastjóri flokksins, kom á hæla
Lin Piaos frá Kanton, þar sem
hann var yfirmaður flokksdeildar
innar í suður- og miðfylki Kína.
Chen Po-ia, fyrrverandi ritari
Maos, er nú yfirmaður nefndar
þeirrar, sem hefur umsjón með
menningarbyltingunni.
Kang Sheng hefur um þrj'átíu
ára skeið staðið þrepi neðar æðstu
flokksforingjunum. Hann er sér->
fræðingur í skipulagsmálum og
þegar á árinu 1942, kom hann
fram með hugmyndir um menn-
ingarmálastefnu, sem minna mjög
á menningarbyltinguna.
□ LIIT OG TENG HRAPA
Svo virðist því, sem Mao hafi
lesað sig við nokkra óþægilega
menn úr föstu framkvæmdanefnd
irmi. Hér er fyrst og fremst um
að ræða Liu Shaochj og Teng
Hsiao-pin. Ekki verður a#nað séð,
en að það eina alvarlega, sem
fyrir þessa menn hafi komið, sé
að þeir hafi verið færðir um
nokkrar tröppur í valdastiganum,
þó að sögusagnir segi, að þeir
hafi reipi um hálsinn.
Hin fasta framkvæmdanefnd
er áreiðanlega einnig í sinnj nýju
mynd umræðuvettvangur innan
flokksforvstunnar. En erfitt er að
trúa því, að umræðurnar verði
eins opinskáar og verið hefur.
Mao og Lin Piao ihafa grejnilega
tögl og hagldir í nefndinni. Þeir
þola ekki gagnrýni og hinir nefni
armennirnir verða að liafa hæ'gt
um sig.
!.5c S í
0 24. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBL4ÐIÐ