Alþýðublaðið - 24.11.1966, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 24.11.1966, Qupperneq 14
31. þing Alþýðufiokksins verður haldið í Tjarnarbúð, Reykjavík, dagana 25, 26. og 27. nóvember n.k. Verður þingið sett kl. 4' e. h. föstudaginn 25. nóvember. Alþýðu- flokksfélög eru beðin að skila sem fyrst skýrslum sínum, kjörbréfum, skattgreiðslum og sækja aðgöngumiða fyrir fulltrúa sína. Ber að skila gögnum þessum á skrifstofur Alþýð uflokksins í Alþýðuhúsinu. MIÐSTJÓRN ALÞÝÐUFLOKKSINS. Leiðrétting Þess láðist að geta í frétt af ASÍ-þingi, sem birtist í blaðinu í gær, að breytingartillaga við á- Iyktun verkalýðs- og atvinnumála r.efndar um atvinnumál, sem fjall aði um að við 1. lið tillögunnar, þar sem fjallað er um landhelgina •cg fiskveiðar, yrði bætt klausu á þá leið, að þar sem þar stæði væri l«ó ekki á neinn hátt meðmæli með því, að togurum yrði hleypt inn í Jandhelgina í auknum mæli. Flutningsmenn tillögunnar féll ust á að draga hana til baka, ef sleppt yrði orðunum „innan fisk veiðilandhelginnar", þar sem talað er um skipulagningu fiskveiðanna. Franco Framhald af 3. síðu Arriba lætur einnig í ljós á nægju með það, að Spánverjar fái nú forsætisráðhera í fyrsta sinn síðan 1939, að hin umdeildu symidikatfélög verkamanna starfi áfram og að þingið vprði látið túlka meira en áður skoðanir þjóð arinnar. HugleiSing Framhald af 3. .íBu. sem sannarlega veitir ekki af á þessum þingum, ef Hannibal hefði sleppt þessum lestri. Undanfarin ASÍ þing hafa verið haldin í KR-húsinu við Kaplaskjólsveg. Þar var hús- rými nóg, en að vísu ekki skemmtilegt. í Lidó, þar sem þetta þing er haldið er hins vegar allt of þröngt fyrir 370 manna þing. Við þrengslin bætist svo megn óánægia full trúa með verðlag á veitingum hússins. Þar virðist dagprís á tóbaki, vindlar sem kosta fimm og fimmtíu í búðum kosta þar ýmist sjö eða níu krónur. Kaffi fyrir manninn kostar sjötíu krónur og gosdrykkjaflaskan, sem í innkaupi kostar líklega tæpar fimm krónur er þar seld á tuttugu og fimm krón ur. Eins og nærri má geta eru ekki allir á því að borga þetta verð, og því má oft siá hóp þingfulltrúa standa á gangstétt inni fyrir utan söluturninn í Það jafnast ekkert á við Lark./# lii Lark íilterinn er þrefaldur. RICHLY REWARDING UNCOMMÖNLY SMOOTH Reyn'tb Lark, vinsælustu nýju amerisku sigarettuna 3,4 24. nóvember 1966 ALÞÝÐUBLAÐIÐ sama húsi og drekka þar öl úti í snjókomunni og snæða súkku laðikex. Sumir hafa brugðið á það ráð vegna veitingaverðs- ins að kaupa öl úti í bæ og koma með inn í fundarsalinn. í gærkveldi gerðist það svo, að forseti ASÍ varð að kvarta við forráðamenn hússins, vegna vínveitinga, sem virtust hömlu litlar. Var þó miðvikudagur í gær. Ýmislegt mætti ef til vill benda á annað, sem farið hef ur úrskeiðis í sambandi við þetta þing. Til dæmis varð á þriðjudag að fresta fundi um skeið, er átti að fara að ræða nefndarálit. Ekkert nefndarálit var tilbúið fyrr en klukkuna vantaði tíu mínútur í fjögur, | — tíu mínútum áður en fund i I Guttormurl. Guttormsson látinn Vestur íslenzka skáldið Guttorm ur J. Guttormsson lézt í gær. Gutt ormur er fæddur í Vesturheimi árið 1878. Hann var með fremstu skáldum sem ortu á íslenzku í þeim heimshluta. Gefnar hafa ver ið út margar ljóðabækur eftir liann og einnig hefur birzt mikið eftir Guttorm í blöðum og tíma ritum, bæði ljóð og greinar um ýmis efni. Guttorms verður minnst síðar hér í blaðinu. ur átti að hefjast var þá vél- ritun og fjölritun eftir. Hér verður látið staðar numið að sinni, en vonandi ber þetta þing heildarsamtaka íslenzkrar alþýðu gæfu til að koma skipu lagsmálum sínum á hreyf- ingu, þannig að betri árangurs megi vænta og betra starfs á næstu þingum. E. G. Pússningasandur Vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðir af pússningasandi heim- fluttum og blásnum inn. Þurrkaðar vikurplötur og einangrunarplast. Sandsalan við Elliðavog s.f. EUiðavogi 115 — Sími 30125. Koparpípur og Rennilokar. Fittings, Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki, Burstafell Bygginga vöruverzlun, Réttarholtsvegi 3. Sími 3 88 40. Þökkum af alhug vinsemd og virðingu vegna hins snögga fráfalls Henriks W. Agústssonar, prcntara. Guð blessi ykkur öll. Gyða Þórðardóttir, börn, tengdasyndir og barnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Þórunn Kristjánsdóttir, Strandgötu 35B Hafnarfirði, lézt að kvöldi hinn 22. þ. m. Eirikka Guðmundsdóttir Olafur Kr. Guðmundsson, Jónína Guðmundsdóttir, Vilhelmína Guömundsdóttir. Stefanía Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir. Guðni Guðmundsson, tengdabörn. barnabörn, og barnabarnabörn. Iljartkær faðir okkar Steindór H. Einarsson, lézt að lieimili sínu Sólvallagötu 68, þriðjudaginn 22. nóv. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hins látna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.