Alþýðublaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 4
Rttstjðrar: Gylft Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Rltstjómarfull. trúl: ElBur GuBnason. — Símar: 14900-14903 — Auglýslngasími: 14906. 1 ' ASsetur Alþý8uhúsi6 viS Hverflsgötu, Reykjavtk. — PrentsmiSja AiþýSil blaOslns. — Askrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kc. 7.00 elntakia, {jtgefandi AlþýðuflokkurinrU EFTIR FLOKKSÞING 31- MNGI Alþýðuflokksins lauk aðfaranótt mánu- dags, og var það eitt hið fjölmennasta og bezta, sem flokkurinn hefur haldið. Einkenni þess voru sam- heldni og sóknarhugur, og bar þingið þess Ijósan vott, að unga fólkið fylkir sér nú um Alþýðuflokkinn í rík- ara mæli e,n nokkru sinni fyrr. Emil Jónsson var einróma endurkjörinn formaður Alþýðuflokksins. Hefur flokkurinn um árabil notið íarsællar forustu hans, enda er vandfundinn sá ís- lenzkur stjórnmálamaður, sem nýtur jafn almenns trausts og viðurkenningar sem Ernil. Undir stjórn hans hefur flokkurinn sótt fram ög er nú sterkari og áhrifameiri en nokkru sinni fyrr. Alþýðuflokkurinn gengur bjartsýnn til kosninga á komandi vori og treystir þjóðinni til að veita sér auk- ið brautargengi, svo að hann geti á komandi kjörtíma- bili haft enn ríkari áhrif á farsæla þróun íslenzkra stjórnmála. Flokksþingið gerði að vanda fjölmargar ályktanir. Eru nokkrar þeirra birtar í blaðinu í dag, en aðrar verða birtar næstu daga. Hvað viðvíkur þjóðmálum dagsins leggur flokkurinn megináherzlu á stöðvun verðbólgunnar og treystir þar á þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin er að gera. Njóti bær heiðarlegs stuðn- ings einstaklinga og samtaka í landinu, ættu þær að skapa grundvöll að nýrri sókn til traustari og betri afkomu- Það kom fram í ályktun þingsins, að það teldi nú- verandi stjórnarsamstarf hafa borið góðan árangur undanfarin sjö ár, enda hefðu lífskjör þjóðarinnar aldrei verið betri og aldrei batnað eins ört. Má þakka það bæði stjómarstefnu og hagstæðum ytri aðstæðum. Um framtíðina sagði flokksþingið, að Alþýðuflokkur- inri eigi í komandi kosningum að beita sér fyrir stjóm arstefnu, er hafi hagsmuni almennings að leiðarljósi. Innri vandamál Alþýðuflokksins, sérstaklega hinn erf- iði.rekstur Alþýðublaðsins, vom mikið rædd á flokks- þiriginu. Bendir vaxandi þungi slíkra erfiðleika, sem fleiri eiga við að stríða en Alþýðuflokkurinn, mjög til þess, að athuga verði samhéngi milli peninga og stjprnmála. Lýðræðinu er hætta búin, ef hægt er að kaupa fyrir peninga áhrifamátt á skoðanamyndun fólks ins, og kaupa þannig áhrif á stjórn landsins. ■ Það var athyglisvert um þetta flokksþing, hve mikið vaf rætt um utanríkismál og var áhugi á þeim sýni- lega hvað mestur hiá yngri kynslóðinni. Er það góðs vitj. Þingið gerði athyglisverðar samþykktir, meðal aniars um frið í Vietnam og aðild Kína að Samein- uðú þjóðunum. J^fnaðarstefnan hefur haft meiri áhrif á mótun ís- lenkks þjóðfélags en nokkur önnur hnp'sión. Hún á emj erindi til íslendinga og sterkan hljómgrunn hjá enn erindi til slendinga og finnur sterkan hljómgrunn hjá þeim. 4 29. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ PANTIÐ í TÍMA JÓLA- KORTIN EFTIR FILMUM YÐAR GEVAFÓTÓ Lækjartorgi og Austurstræti 6. krossgötum ★ UMGENGNI ÚTI í NÁTTÚRUNNI. Oft hefur verið minnzt á slæma umgengni ferða fólks úti um land og uppi í óbyggðum. Fólk skil- ur eftir allskonar rusl og drasl í tjaldstöðum og öðrum áningarstöðum, flöskur, niðursuðudósir mjólkurhyrnur og aðrar matarumbúðir, dagblaða tætlur o.fl. Hefur mörgum fallegum stað verið spillt með slíkum ófögnuði. En þó að oft hafi verið á þetta minnzt og sóðaskapurinn átalinn þá hefur ekki tekizt cnn að ráða bót á þessu til neinnar hlítar, og eru þó langt frá því allir undir sömu sök seldir hvað þetta snertir, sem betur fer. Þá er ekki síður ógeðslegt að sjá alls- konar dót meðfram þjóðvegunum, sem fólk hefur fleygt út um bílglugga á leið sinni um landið. Enda má oft sjá flöskur og sælgætisumbúðir fljúgandi eins og skæðadrífu á báða bóga, þegar ekið er á eftir bílum á vegunum, og virðast ótrú- lega margir líta á slíkt sem sjálfsagðan hlut, þeg ar komið er út fyrir borgarmörkin. Umgengnis menning íslendinga sýnist ekki standa á sérlega háu þroskastigi. SÓÐASKAPURINN í HÖFUÐBORGINNI. Maður skyldi nú ætla, að umgengni fólks væri önnur og betri í sjálfri liöfuðborginni og fólk fleygði ekki allskonar rusli fyrir allra augum, þar sem það stendur eða er á ferð, enda væri haft eftirlit með því að slíkt og þvilíkt ætti sér ekki stað. En svo er því miður ekki. Fyrir nokkru var ég áhorfandi að því, að strætisvagna stjóri, sem sat undir stýri í vagni sínum á Lækjar torgi, fleygði út um bílgluggann umbúðum af ein hverju, sem liann var að gæða sér á, framan í öllum, sem þarna voru. Hann gerði þetta af slíku liispursleysi, að sýnilega hvarflaði ekki að hon um, að þetta væri neitt til að skammast sln fyrir. Sitthvað þessu líkt sér maður á hverjum degi og oft á dag í miðri höfuðborg íslands, ig er óþarfi að nefna einstök dæmi, svo alkunnugt er þetta. ★ EKKERT EFTIRLIT. Hitt er ekki síður athyglisvert, að lögreglan virð ist ekkert hafa við þetta að athuga. Við höfum fjölmennt og vel þjálfað lögreglulið, m.a. til eftir lits á götum borgarinnar. Samt hefur aldrei kom ið fyrir, að ég hafi séð eða orðið þess áskynja að lögregluþjónn hafi gefið manni áminningu fyr h- að fleygja drasli á götur eða grasbletti borgar innar. Ætli nokkurntímann hafi komið fyrir að sektum hafi verið beitt fyrir slíkan verknað á íslandi? Fróðlegt væri að heyra um það, hvort ætlazt er til þess, að lögreglan loki augunum fyrir slíkum sóðaskap og óþrifnaði í sjálfri höfuð borginni. Oft er af því státað og með réttu, að Reykjavík sé reyklaus borg, og eflaust gæti hún orðið einhver hreinlegasta og þrifalegasta borg í heimi, of vel væri á málunum haldið. En því mið ur er umgengnin á götunum fyrir neðan allar hell ur og þyrfti sannarlega úr að bæta. — Steinn HAB - ÞRÍR B'ILAR I BOÐI - HAB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.