Alþýðublaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 6
Farþegaflutningar auk- ast, þegar þotan kertiur Eeykjavík OO. Undanfarna daga hefur staðið yfir fundur umboðsmanna Flug- félags íslanis, erlendis og hér á fandi, með forstjóra félagsins og fulltrúum s iludeildar og umferð ardeildar. Fundir þessir er hald- nir árlega r m þetta leyti. Rædd eru vandamál yfirstandandi árs og áaetlanir gerðar um starfið á konandi ári. 4)inn þeir a umboðsmanna, sem situr fund nn er Sk'arphéðinn Árnason, fr imkvæmdastjóri Flug félagsins í Moregi, og ihafði Al- þýðublaðið tal af honum í gær. Skarphéðinr hefur um 12 ára skeið unnið á skrifstofum FÍ í ýmsum löndum og s.l. ár í Noregi. Sa:-5i hann að flugsam- göngur mil i Noregs og íslands hefðu aukizi mjög iá undanförnum árum og s.l. sumar hefði enn ver ið bætt við ferðum þangað í sam toandi við Færeyjaflugið. í vetur erU flognar tvær ferðir til Nor- egs frá íslandi. í annarri ferðinni er flogið til Oslo en í binni til Bergen og þá með viðkomu í Færeyjum. Sótt- befur verið um leyfi til að fjölga ferðum til Nor egs með viðkomu í Færeyjum og verður það væntanlega veitt fyrir næsta sumar og þá flognar þrjár ferðir milli landanna. >Þar var fyrst s.l. sumar að fastar flug- samgöngur komust á milli Fær- eyja og annara landa. Jafnframt eru ferðir Flugfélagsins milli Fær eyja og Noregs fyrstu áætlunarferð ir milli þeirra landa. Hefur góð sætanýting á þessari leið sýnt að þörf var fyrir þessa flugleið ,og er nýting svipuð og á leiðinni milli íslands og Færeyja. Á skrifstofu Flugfélags íslands í Oslo eru tveir fastráðnir starfs- menn og einn bætist við á sumr um. Þá hefur félagið skrifstofu í Bergen og sér Gylfi Adolfsson um rekstur hennar. Skarphéðinn sagði að aukning ferðalaga milli íslands og Noregs stafaði fyrst og fremst af aukn- um viðskiptum landanna og eins er ferðamannastraumurinn frá Noregi alltaf að aukast, en hægt og bítandi. Norsku skemmtiflerðamennir nir sem hingað koma eru einkum í þeir sem hafa sögulegan áhuga á landinu og koma til að skoða sögu staði íslendingasagna og kynnast frændþjóðinni í vestri. Annars er svo margt líkt með landslagi og loftslagi í Noregi og á íslandi að norskir skemmtiferðamenn sem fara til útlanda leita fremur suður í álfu en lá norðurslóðir. — Auðvitað vinnum við á skrif- stofum FÍ í Noregi að því að aug- lýsa landið eins og við gotum. eins og reyndar starfsfólk á öllum skrifstofum félagsins í útlöndum. En eins og áður er komið fram eru einkum Norðmenn með sér áhuga á íslandi, sem hingað koma. Tvö undanfarin sumur hefur ver- ið efnt til svokallaðra bændaferða frá Noregi til íslands. Það eru fleiri en bændur sem tekið hafa þátt í þessum ferðum en þó hafa þeir verið í meirihluta og því höf- um við gefið ferðunum þetta nafn og höldum því sjálfsagt framveg- is. Ferðir þessar hafa gefizt mjög vel og um 30 manns tekið þátt i hvorri, sem farin hefur verið. Hér hafa hópamir ferðazt um landið og skoðað sögustaði og sérstök á- herzla lögð á að kynna þeim land- búnaðarm'ál. Skoðaðir eru búnað- arskólar og bændur heimsóttir. Blaðið Ny Tid, sem er málgagn nýnorskumanna hefur kynnt þessi ferðalög rækilega, en ritstjóri þess er Ivar Eskeland, sem kunn- ur er fyrir áhuga sinn á íslenzkum málum og dugmikill þýðandi ís- lenzkra bókmennta á norsku. Þess um bændaferðum verður að sjálf- sögðu haldið áfram, enda áhugi á þeim mikill. Annars leggja út- lendingar leið sína til íslands af furðulegustu ástæðum. Dæmi eru um ferðamenn sem lagt hafa í mikinn kostnað og tímafrekt ferða lag til íslands í þeim tilgangi ein- um að skoða einhvern einstakan fugl, sem ekki er til annars stað- ar í heiminum. Mikil bjartsýni ríkir hjá flug- félagsmönnum í sambandi við væntanlegain þoturekstur. Þegar Skarphéðinn Árnason, umboðsmaður F.í. í Noregi. þotan kemur í júlímánuði n.k. fjölgar flugferðum ekki frá því sem var sl. sumar, nema að leyfi fáist til að fljúga til Frankfurt eins og sótt hefur verið um. En þar er mikil flugmiðstöð og það- an geta farþegar fengið flugferð- ir til allra heimshorna. Skoðun okkar er, sagði Skarp- héðinn, að munur á gæðaflokki miðað við þotuflug sé mikill. Þetta er nýtt fyrirbrigði fyrir ís- lendinga og útlendingum, sem þykja farþegaþotur sjálfsagðar í iag finnst varla annað hæfa en ið fljúga með þotum á lengri fluig leiðum. Auk þess að stytta flug- ímann fer miklu betur um far- bega í þotu en í eldri gerðum flug véla. Geta má þess að þotan stytt- ir flugtímann milli Osló og Reykja víkur úr 4.30 klst. í 2.10. Ekki leik ur vafi á að tilkoma þotunnar eykur mjög sölumöguleika okkar á flugferðum erlendis. Annað er það sem eykur bjart- sýni okkar á að ferðamannastraum urinn til landsins eigi enn eftir a* aukast er að hóteleigendur á- Nýjasta flugvél FÍ. Fokker Friendshipgerff. í júlí-má nuffi verffur þotan tekin í notkun. kváðu að hækka ekki verð á þjón ustu næsta sumar. Það ei ekki hægt að hækka verð til ferða- manna endalaust og. búast svo við að ferðamannastraumurinn haldi áfram að aukast. Það er svo margt annað sem ferðamönnum er boð- ið upp á og ódýrai-a en að eyða sumarleyfi sínu á íslandi og við verðum að vera samkeppnisfær- ir við aðrar.þjóðir í þessu tilliti. Ég vona að þetta verðlag sé nú komið í fastar skorður svo að við sem störfum að ferðamálum er- lendis þurfum ekki ávallt að segja væntanlegum ferðalöngum að hót- elkostnaður hér hafi hækkað síð- an í fyrra en því miður vitum við ekki hvað mikið fyrr en komið er að aðalferðamannatímanum. Ekki er vafi íá að þetta háa verðlag hef- ur á undanförnum árum dregið mjög úr ferðamannastraumi til ís- lands og er ekki nema eðlilegt að fólk fari fremur til þeirra landa sem bjóða upp á mun ódýrari þjónustu og við megum ekki gleyma að það er fleira að sjá í heiminum en ísland, þótt náttúran hér sé bæði fögur og sérkennileg. Eitt er það sem veldur flugfé- lagsmönnum nokkrum áhyggjum, en það er síaukið leiguflug er- lendra aðila til landsins. Koma þá Teiguflugvélar fullhlaðnar faf- þegum til landsins og taka innlent ■ t'ólk út og til báka aftur þegar náð er í erlenda hópinn. Að vísu er ekkert sem bannar slikt leiguflug og enn ihefur þetta ekki veruleg ! áhrif, en ef farið verður að stunda | þetta í stórum stíl gerir það flug- i félögum sem stunda reglubundið i áætlunarflug erfiðara fyrir og rýr- i ir óhjákvæmilega þjónustumögu- j leika slíkra flugfélaga. Flugfélag j íslands hefur stundað leiguflug að nokkru leyti en ekki á þann hátt sem að framan er lýst, enda til dæmis Grænlanddflugið allt annars eðlis, og að fljúga með ein staka hópa, ekki gert að ferða- mannamarkaði. Að lokum spyrjum við Skarp- héðin hvernig honum líki starf sitt og langdvalir í útlöndum. í þessu starfi er maður í svo miklum tengslum við landið að ég finn varla fyrir að ég sé í út- löndum og að hinu leytinu hefur mér reynzt afskaplega vel að vera íslendingur í öllum þeim löndum sem ég hef starfað og ekki sízt í Noregi. £ 29. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.