Alþýðublaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 9
nnulífs mun án efa í vaxandi :i vatnsorku og jarðhita landsins, u og vöru og þjónustu til sölu ttu í landinu og tryggja nægilegt slíkum stóriðnaði, er sú sam- m efnum við erlenda aðila, æski ri iðnaður mun ávallt gegna mik ilífi. Þarf að bæta skilyrði hans Hngar og tryggja honum hæfileg stæðna. irfnast gagngerrar endurskoðunar. hans hefur valdið því, að fram- xið Iangt umfram innanlandsþarf ída mikið magn af íslenzkum land lið milli framleiðslukostnaðar inn iið svo breitt, að þótt greitt sé eða nær 250 milljónir króna af þá dugar það ekki til þess að fyrir framleiðsluna. Verður því a í framleiðslumálum landbúnað a við innanlandsþarfir, gera á- iðsluþörfina og skipuleggja liag- 'æðingu í landbúnaðinum og með , að lækka framleiöslukostnaðinn ia. J mikilla hagsbóta af því, að inn rnurii árum veriS gefin frjáls og þess vegna stóraukizt. En verzlun smásöluverzlunin. Stuðla þarf að ingu i vörudreifingu, til þess að lækka vöruver.ð.-Efla . þarf sam staðið vörð um hagsmuni þeirra. skoða verðlagslöggjöfina og taka ;eg fyrir einokun og hringamynd þróuninni í viðskiptamálum Vest- ibandalaganna tveggja og gæta ís- k'iði. nú að miða viS hallalausan rikis- leirri viðleitni, að halda verðlagi það miðuð að örva sparnað og full i eftir lánsfé. og Baldvin Jónsson. Stjórnarsamvinna og fram- tíðarstefna Flokksþingið telur, að samvinna Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis flokksins um stjórn landsins síðast liðin sjö ár hafi borið góðan árangur. Bendir þingið á, að lífskjör álmennings eru nxi betri en nokkru sinni fyrr og hafa aldrei batnað jafn ört og á undanförnum árum .Er hér um að ræða árangur stjórnarstefnunnar og afleið ingu góðra ytri aðstæðna. Hefur stjórnarstefnan valdið því, að allur almenningur hefur notið góðs af framleiðsluaukningu, tæknifram förum og batnandi viðskiptakjörum. _ Stór framfaraspor hafa verið stigin í atvinnumálum, félagsmálum og þá ekki sízt í húsnæðismálum og gagngerðar umbætur hafa ver ið framkvæmdar í menntamálum og öðrum menningarmálum. Traust stjórn hefur verið á fjármálum ríkisins og peningamálum og marg víslegar umbætur verið gerðar í skatta- og tollamálum. í utanríkis málum hefur verið trúlega fylgt þeirri stefnu, sem mikill meiri hluti þjóðarinnar aðhyllist. Það er skoðun flokksþingsins ,að Alþýðuflokkurinn eigi í Alþingis kosningum þeim, er fram eiga að fara næsta vor, sem fyrr, að beita sér fyrir því, að fylgt verði stjórnarstefnu, sem hafi hagsmuni al- mennings að leiðarljósi. Flokksþingið leggur áherzlu á, að áætlunar gerð og heilbrigðri skipulagningu verði i váxandi mæli beitt við stjórn efnahagsmála, samdar verSi framkvæmdaáætlanir fyrir ein staka landshluta, gert nýtt átak í tryggingamálum, m.a. með nýrri löggjöf um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn og áframhaldandi skipu- legra stórframkvæmda i húsnæðismálum almennings, samin vcrði áætlun um endurskipulagningu skálákerfisins á vísindálegum grund ■ velli og allsherjarframkvæmdaáætlun um skólabyggingar. Alþýðuflokkurinn treystir þjóðinni til þess að veita honum aukið brautargengi í næstu Alþingiskosningum, svo að hann geti á komandi kjörtímabili haft enn ríkari áhrif á farsæla þróun íslenzkra þjóðmála. Utanríkismál Alþýðuflokkurinn telur, að utanríkisstefna íslendinga eigi að mótast af þvi fyrst og fremst að tryggja fullveldi þjóðarinnar og lýð ræðislegt stjórnarfar í landinu og ennfremur af því að tryggja vin- samleg samskipti við allar þjóðir, og að leita eftir viðskipta og menn ingartengslum við sem flestar þeirra. Þá tclur Alþýðuflokkurinn, að stuðla beri, eftir því sem frekast er unnt, að eflingu friðar og frels is í heiminum, en það telur flokkurinn að bezt verði gert með því að Sameinuðu þjóðirnar verði efldar, friðargæzla þeirra verði styrkt, með öflugu iögregluliði, er geti jafnan verið til taks, hvenær sem á þarf að halda til þess að koma í veg fyrir vopnuð átök milli þjóða, en ágrciningsmál þeirra sett niður með friðsamlegum hætti. Til þess að ná þessu marki telur flokkurinn ennfremur að stuðla beri að almennri afvopnun og banni gegn notkun kjarnorku- vopna. — Unz þetta verður að veruleika, telur Alþýðuflokkiírinn ó- hjákvæmilegt, að frjálsar þjóðir myndi með sér bandalög til að spyrna gegn útbreiðslu ofbeldisstefna, og að íslendingar taki þátt í þeim, þar sem flokkurinn telur hlxitleysisstefnuna óraunhæfa. Flokk urinn telur, að alþjóðasamstarí á mörgum sviðum sé nú höfuðnauð syn, m.a. til þess að binda endi á nýlendustefnu og stuðlá að því, að lífskjör í þróunarlöndunum batni. í því sambandi vill flokkurinn stuðla að þvi, að íæðuöflunarmöguleikar allsstaðar í heiminum verði nýttir betur en nú er gert. Alveg sérstaklega vill ílokkurinn benda á nauðsyn þess, að ofveiði eigi sér ekki stað, þannig að fiskistofnarn ar gangi ekki til þurrðar, og bendir í því sambandi á þá höfuðnauðsyn fyrir íslendinga, að.fá landgrunnið allt verndað með því að fá fisk veiðimörkin færð út fyrir það. Flokkurinn vill undirstrika hiii riánu tensgl, sem ávalít hafa verið á milli fslands og hinna Norðurlandanna, og telur að þau tengsl beri enn að efla. Meredith & Drew Ltd., Ldon Þekktustu kex-bakarar Bretlands síðan 1 8 3 0 . Viðurkenndustu vörugæði á Iægsta verði. Selja til íslands um 30 tegundir af kexi, m. a.: Te-kex Mý tegund Gul-bláir pakkar. Heilhveiti-kex með dökku súkkulaði, með Ijósu einnig' Hveitikaka með Ijósu súkkulaði. Hveitikaka með ljósu súkkulaði og appelsínu- bragði. Fíkjukökurnar eftirspurðu. Tryggir gæði og sanngjarnt verð. Frá 0. P. Chocolate Spec. (Mfrs.) Ltd. Einnig margar tegundir af ískökum. V. Sigurðsson & Snæbjörnsson hf. Símar: 13425 og 16475. HAFNFIRÐINGAR Stofnfundur hafnfiskra verktaka verður haldinn í félagsheimili Iðnaðarmanna miðvikudaginn 30. nóv. kl. 8-30 sd. Hér með eru boðaðir á fundinn allir þeir meistarar. sveinar og forsvarsmenn fyrirtækja í bygging ar- og járniðnaði sem hug hafa á að gerast stofnendur. Undirbúningsstjórn. 29. nóvember 1966 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.