Alþýðublaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 7
LUKKA EDA ÚLUKKA? Leikritið The Playboy of the Western World eftir J. M. Synge, Þjóðleikhúsið'- Lukkuriddarinn Lítið eitt breytt með tónlistar- ívafi og söngvum í úísetningu Mairin og Nuala O’Farrell. Þýðandi: Jónas Árnason Leikstjóri: Kevin Palmer Leikmynd og búningateikning- ar: Una Collins Á titilsíðu leikskrár er gerð sú grein fyrir Lukkuridda’ranum sem ihér segir að ofan: það er leikritið The Playboy of the Western World lítið eitt breytt með tónlistarívafi í einhverskonar þjóðlagafetíl og söngvum við eftir efni leiksins. Leikurinn er „músikalíseraður" en efnislega er hann óbreyttur að kalla, leiktextinn dreginn saman og einfaldaður og snúið upp í kvið linga með köflum, en hvergi er hróflað við persónulýsingum né efnisatvikum. í leikskránni er eng in frekari greinargerð fyrir til- komu eða tiigangi þessa nýja verks né 'höfundum þess, og væri eng- um láandi að ætl-a að þýðandi leiksins ;á íslenzku ætti sjálfur verulegan hlut að kveðskapnum í leiknum. Svo mikið er víst að hag mælska Jónasar Árnasonar fer víða á kostum í söngtextunum í leiknum og söngatriðin voru að öllu samanlögðu skemmtilegust í .sýningu Þjóðleikhússins. Hinsveg- ar tókst Jónasi til engrar hlítar að skila á íslenzku hinum mál- skrúðuga samtalsstíl leiksins, og áttu leikendúr með köflum erfitt uppdráttar með hinn vandmeð- farna texta á vörum. The Playboy of thé Western World er víðfrægur leikur og: i miklum metum hafður; hann varð til að mynda „skóla“ í írskri leik- ritun og hefur eflaust haft áhrif miklu víðar. En óneitanlega er torvelt að gera sér rétta grein fyrir verðleikum leiksins af lestri hans einum saman, án þess að hafa séð Ihann á sviði í uppruna- legri mynd. Sýnt er þó að hann er ofinn úr mörgum og ólíkum efnisþáttum. Einn er grófur og al- þýðlegur gamanleikur, hreinn og beinn farsi; sá þáttur varð lang- samlega fyrirferðarmestur í sýn- ingu Þjóðleikjhússins. Annar er satíra, spott og spé um arfgrönar siðahugmyndir, trúarskoðanir og þjóðrembing á írlandi um alda- mót. Og s!á þriðji helgast af skáld- legu málfæri leiksins, myndauð- ugu og hljómmiklu, írsku alþýðu- máli sem Synge upphefur í skáld- legt veldi. Þetta er að sjálfsögðu sú undir- staða sem samanlagðir verðleikar leiksins byggjast á; það er málið sem þær tala sem skapar persón- um hans rétta fjarvídd á sviðinu. Pegeen Mike kallar lukkuriddar- ann Christy Mahon á einum stað „mann sem er gæddur skáldsins töfrandi tungu og hetjunnar geig- lausa hjarta”, og þetta ber að taka bókstaflega. Christy Mahon er, meðal annars, skáld sem eina ör- skotsstund auðnast að lifa í sín- um eigin skáldskap, lygasögunni um föðurmorðið. Vegna þess að hann er skáld er honum trúað; hann gengur jafnvel svo langt að trúa sjálfur sínum eigin uppspuna sem verið getur að hafi ,,komið honum til manns“ að leikslokum. Saga Christy Mahons er engin harmsaga þó svo hann missi „ást- ina sína“ þegar upp kemst að karl faðir hans er heill !á húfi og skáld- hamurinn hrynji af honum jafn- harðan. Harmsefnið í leiknum er öl'lu heldur örlög: Pegeen Mike sem hefur síðasta orðið í leiknum: ,,Ó, María, María, heilög María. Hann er mér glataður, að eilífu glataður, ævintýrariddarinn minn prúði, ævintýrariddalrinn einasti eini og sanni.“ Christy hefur snort ið hana „töfrasprota ástarinnar” — og skáidskaparins. Héðan af er henni ljóst sitt ömurlega hlut skipti án þess að eiga undankomu auðið undan því. í útgáfu Jón’asár Árnasonar og Kevins Palmers í Þjóðleikhús- inu var sem sagt lagt mest upp úr beinu og harla grófgerðu gamni leiksins. Það: fór til að mynda 'ekki mikið fyrir þætti skáldsins í lýsingu Bessa Bjarna- sonar á Christy Mahon; í með- förum hans varð Christy fyrst og fremst bein skopfígúra. Þann ig varð Bessa langmestur matur úr hlutverki sínu í skop- og ærslaatriðum, en skáldlegar, inn blásnar orðræður hans fóru fyrir ofan garð og neðan. Raunar verð ur ekki sagt að þessir tveir þætt ir persónunnar séu glögglega að- skildir, þeir fara að sjálfsögðu alla tíð saman, en hér yfirgnæfði annar þátturinn hinn í meðför- unum. Og þetta var síður en svo einsdæmi Bessa í þessari sjfn- ingu heldur má segja að aðrar PrtrnóWulítsingítr og leikurinn í heild „rýrnaði" að sama skapi i meðförum Þjóðleikhússins. Ef til vill má spyrja hvort yfirleitt sé unnt að koma orðlist leiksins ó- Kristbjörg Kjeld og Baldvin Halldórsson. Jón Sigurbjörnsson og' Helga Valtýsdóttir, brenglaðri á annað mál; þessi söng leiksgerð hans er óneitanlega flótti frá þeim vanda. En væri þá ekki nær að stíga skrefið til fulls, einfalda textann og leika hrein- an og beinan farsa? Kristbjörg: Kjeld lék Pe(s’,een Mike, þá sem aumlegast er dreg- in á-tálar, með fjöri og röskleik, gerði hana heilmikla hornhögld, en varla varð náttúrlegur æsku- þokki stúlkunnar ljós að sama skapi í meðförum hennar. Ævar Kvaran (Michael James) og Bald- vin Halldórsson (Shawn Keogh), faðir stúlkunnar og væntanlegur brúðgumi hennar, gerðu hlutverk- um sínum báðir skapleg skil án sérstakra tilþrifa, kímilegra eða annan-a. Þá kvað meira að Helgu Valtýsdóttur (frú Quin) og Jóni Sigurbjörnssyni (Mahon gamli) í skoplegustu hlutverkum leiksins og vísnasöngur þeirra beggja var með verulegum tilþrifum. í minni hlutverkum bænda og bænda- dætra, einskonar ,,kór“ í leiknum, voru Kiemen/, Jónsson, Valdimar Lárusson, Árni Tryggvason og Sverrir Guðmundsson af 'körlum, Sigríður Þorvaldsdóttir, Br.vnja Benediktsdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir og Þóra Friðriksdótt ir a'f konum. Karlmennirnir voru nú heldur lubbalegir á að sjá og kvað ekki mikið að þeim; þannig varð þeim Klemenz og Valdimari ekki mikið úr upphafi þriðja þátt ar sem þó er rakið skop. Kven- fólkið var aðsópsmeirá og álit- legra og sýndu kímileg tilþrif með köflum, einkum þær Þóra og Sig- ríður. Lukkuriddaranum var fremur vel tekið á frumsýningu, og þrátt fyrir allt ætti leikurinn að geta orðið vinsæll. Sýningin er smekk víslega sett á svið og fagmannlega farið með hana í einstökum atrið- um; hún er hröð og fjörleg og með köflum dáskemmtileg, eink- um söng- og ærslaatriði hennár sem jyrr segir. Leikmynd TJnu Collins virtist mér hið vandaðasta verk, létt og álitleg og þó með réttum staðarblæ; fjöruga dansa æfði Fay Werner. En þrátt fyrir verðleika sýningarinnar voru von- brigði að þessum fyrstu kynnum við J. M. Synge á íslcnzku leik- sviði. Þau vonbrigði verða kannski ljósust af samanburði við annuð leikhúsverk frá írlandi sem hing' að barst fyrir þremur árum: Gísl eftir Brendan Behan í þýðingu Jónasar Árnaso.nar við -leikstjórn Thomasar MacAnna. í saman- burði við þá sýningu varð því mið- ur ekki mikið úr Lukkuriddaran- um. Ó. J. ve.it inga, h ú s i ð ■ ASKXXK BYÐITR YÐUll GRITXAÐAÍ KJIIKLINGH o-fl í handhftgum, umhúðum til að tak IIEIM ASICUR s u ðu rla 11 dsh mut Jf s i nn o 29. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.