Alþýðublaðið - 06.12.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.12.1966, Blaðsíða 8
FYRSTI HLUTI Síldarleifarskip og hafrannsóknarskip Ræða Eggerts G. Þorsteinssonar, sjávarútvegsmálaráðherra á fundi LÍU Hr;. fundarstjóri. Góðir fundarmenn. Frá því er við ræddum hér saman fyrir einu ári síðan, höf- um- við í sameiningu óneitan- lega fengið ýmsar alvarlegar á- minningar, sem knýja okkur til að staldra við og líta um öxl. Auk þeirra rekstrarerfiðleika, sení nú er við að etja í ákveðn- um; en mikilvægum greinum sjáýarútvegsins og nánar mun vikijð að síðar, blasa þær stað- reyhdir við að við strendur landsins og á hafi úti hafa far- izt ,12 íslenzkir sjómenn. Því fámennari sem þjóðir eru, því dýrmætara verður hvert mahnslíf. Þessvegna setur okk- ur alla hljóða þegar fregnir ber- ast;um mánnslát — ekki sízt þeg ar menn í blóma lífsins falla frá starfi sínu. —o— Seldir hafa verið úr landi fjórir togarar samtals 2680 brúttó rúm- lestir og sótt hefur verið um sölu á, tveimur til viðbótar. — 32 fiski- Itátar að brúttó rúmlestatölu 1052, bafa verið strikaðir út af skipa- skná ; af ýmsum ástæðum, en þó talsverður hluti vegna bráðafúa. Nú eru framangreindar tölur ekki alvarlegri en á síðasta ári, nema síður sé, en eiigi að síður sú áminning, sem ekki verður fram- Sjjá litið og alvarlega um hugsað. Gléðilegri hlið þessara máia er svo hinsvegar sú að þrefalt fleiri sjómönnum eða 34, hefur á þess- um sama tíma verið bjargað á sjó, — 15 ný skip hafa komið til landsins, sem ásamt lengingu 16 skipa eru 4745 brúttó rúmlestir. Skal ég nú að venju reyna að draga fram þau atriði sem mest er um vert í sambandi við sjávar- útvegsmál. Síldarleitarskip A síðasta aðalfundi Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna var samþykkt tiliaga um smíði sildar- leitarskips. Með samþykktinni var stjórn samtakanna falið að vinna að því, að fjár yrði aflað til kaupa á nýju síldarleitarskipi, sem af- hent verði hinu opinbera til rekstr ar. Var gert ráð fyrir, að útvegs- menn, sjómenn og síldarkaupend- ur tækju þátt í greiðslu skipsins. Þar áður hafði ráðuneytið falið Jakobi Jakobssyni, fiskifræðingi, að gera athugun á og leita tilboða um smíði á slíku skipi. Eftir að bréfaskriftir höfðu farið fram milli Landssambands íslenzkra út- vegsmanna og sjávarútvegsmála- ráðuneytisins um mál þetta, skip- aði sjávarútvegsmálaráðuneytið hinn 25. marz sl. fimm menn í nefnd, er skyldi 'hafa það hlutverk að taka ákvarðanir um smíði og tj\ip H síldarleitarskipi og ajð semja uppkast að frumvarpi til laga um innheimtu gjaldsins. Nefndin tók við þeim upplýsing- um, sem Jakob Jakobsson hafði aflað og hélt áfram starfi hans. Nefndin samdi frumvarp til laga um smíði síldarleitarskips og um síldargjald. Frumvarp þetta, sem var í fullu samræmi við samþykkt síðasta aðalfundar sambandsins, var síðan samþykkt sem lög frá Alþingi í maímánuði sl. Lögin gera ráð fyrir, að skipið verði eign ríkisins og ábyrgist það all- ar greiðslur og skuldbindingar vegna þess. Ríkið fær á hinn bóg- inn, til að standa straum af þeim greiðslum og skuldbindingum, síldargjald það, sem lögin gera ráð fyrir, þangað til stofnkostn- aður skipsins ásamt tækjum og að meðtöldum vöxtum er að fullu greiddur. Rikið sér um innheimtu gjaldsins. Gert er ráð fyrir í lög- unum, að síldargjald af síld og síldarafurðum nemi 0,3% af út- flutningsverði síldarmjöls og síld- arlýsis, en 0,2% af útflutnings- verði annarrar síldar og sildaraf- urða. Eftir rækiiega athugun komst nefnd sú, er áður er getið, að tþfi(irri jnið^.rstöðu ,að (hagstætt tilboð í fullkomið síldarleitarskip væri fáanlegt frá skipasmíðastöð- inni Brooke Marine Ltd. í LoweS- toft í Englandi. Lagði nefndin til, að tilboði þessu yrði tekið, en skip það, sem hér um ræðir, er í öllum aðalatriðum eins og rann- 3 6. desember 1966 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra. sókna- og leitarskip, sem skipa- smíðastöðin hefur þegar lokið smíði á fyrir brezku fiskirann- sóknirnar. Undirbúningur að smíði þess skips tók sérfræðinga langan tíma og var í alla staði mjög til hans vandað. Var nefnd- in þess fullviss, að hér væri um hagstætt tilboð að ræða, ekki sízt vegna þess, að þar nytum við allrar þeirrar miklu undirbúnings- vinnu, sem lögð var í brezka skip- ið og þess öryggis og hagræðis, sem í því felst, að skipasmíðastöð- in hefur þegar smíðað samskonar iskip. ítarlegar athuganir 'höfðu vjerið gerðar f^ikningum or; smíðalýsingu skipsins og voru kallaðir til aðstoðar við það starf margir íslenzkir sérfræðingar. Ríkissjóður átti kost á allt að 80 % af andvirði skipsins að láni með 5Vá% ársvöxtum. Það var öllum ljóst, að mjög áríðandi var að smíði síldarleitarskips yrði lirað- að sem mest. Með hliðsjón af þessu tók ríkisstjórnin ákvörðun um smíði síldarleitarskipsins í samræmi við tillögur nefndarinn- ar. Samningar um smíði skipsins voru síðan undirritaðir í ráðu- neytinu hinn 17. maí sl. Síldarleitarskip það, sem hér um ræðir, er um 400 rúmlestir. Gerð þess og smíði er fyrst og fremst við það miðuð að leitar- hæfni fiskileitartækjanna komi að sem mestum notum. í þessu skyni hefur verið lögð mikil áherzla á 'frufj^na- og hávaðadreifingu í skipinu. Auk þeirra tæknilegu ráð stafana sem þannig hafa verið gerðar til þess, að skipið geti sem bezt gegnt hlutverki sínu, er það einróma álit sérfræðinga, að hér sé um mjög gott og traust sjó- skip að ræða. Þá ber að geta þess, að skipið verður útbúið til skut- togs- og hringnótaveiða, í því verða tvær rannsóknarstofur, þar sem aðstaða verður til úrvinnslu nauðsynlegra gagna við síldarleit- ina o. fl. Smíðaverð skipsins er um 40 millj. króna og er útlil fyr- ir. að ríkissjóður þurfi að hlaupa undir bagga með verulegar fjár- hæðir, einkum á næsta ári, vegna þess að síldargjaldið nægir þá ekki til að standa straum af öllum greiðslum sem inna þarf af hendi vegna skipsins. Smiði skopsins hófst í júnímán uði og var kjölur að því lagður í ágúst. Smíði á bol skipsins er langt á veg komin. Samkvæmt samningum á smíði skipsins að vera lokið 1. júní 1967. Væntan- lega verður skipið sjósett fyrir febrúarlok n.k. Hafrannsóknarskip Eins og ég greindi frá hér fyrir réttu ári síðan, hefur lengi verið ljós þörf á íslenzku hafrannsókna- skipi, en fastur tekjustofn til smíði skipsins var ekki fyrir ihendi fyrr en árið 1957, er lögbundið var að hluti útflutningsgjalda af sjáv- arafurðum rynni til smíði skips- ins. Þessi byggingarsjóður nam 15,3 miiljónum króna í árslok ’65. Árið 1964 'Skipjl.ði þóverandi sjávarútvegsmálaráðherra. Emil Jónsson, sérstaka Byggingarnefnd hafrannsóknaskips. í upphafi var að því stefnt að fá þekkta erlenda skipasmíðastöð til að annast und- irbúning, í samráði við íslenzka sérfræðinga, en þegar það tókst ckki, var ákveðið að vinna að öll- um undirbúningi hér heima. Agn- ar Norland skipaverkfræðingur og Ingvar Hallgrímsson fiskifræðing- ur voru fengriir til að sjá um all- an undirbúning fyrir hönd nefnd- arinnar í samráði við Hafrann- sóknastofnunina, og verður skipið smíðað samkvæmt teikningu Agn- ars Norland. Hér er um flókin undirbúnings- störf að ræða, sem tekið hafa lengri tíma en við var búizt, en þeim er nú senn að verða lokið. Skipið verður af skutlogaragerð, um 790 rúml. brúttó, og nýtízku- legt um margt. Það á að geta framkvæmt rannsóknir niður á mesta dýpi Norður-Atlantshafs, togað á meira dýpi en nokkurt annað íslenzkt skip, og auk þess veitt með í'lotvörpu og nót, búið fullkomnum dýptarmælum og as- dic-tækjum, sem alltaf eru í réttri stöðu, hvernig sem skipið veltur. í skipinu verða 4 rannsóknastof- ur, samtals um 75 fermétrar að flatarmáli, og einnig verða í skip- inu sérstakir geymar til að draga úr veltu þess, og gera þannig alla visindalega vinnu auðveldari um borð. Vélbúnaður skipsins verður Framhald á bls. 14.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.