Alþýðublaðið - 06.12.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.12.1966, Blaðsíða 1
Þrföjudagur 6. desember - 47. árg. 274. tbl. -• VERÐ 7 KR. A myndinni eru þcir menn sem unnið haía að rann okn í dans-íslenzka fjársvikamálinu. Til vistri eru dönsku rannsóknarlögreglumennirnir Lavald og Kjer ri, endurskoðandinn Jensen og lengst til hægri er Magnús Eggertsson rannsóknarlögreglumaður. Dansk-íslenzka svikamálið verður sífellt umfangsmeira Reykjavík — OÓ. Dönsku lögregluménnirnir sem unnið hafa að rannsókn á við skiptum dansks fjársvikara og ís lenzkra innflytjenda luku störfum sínuin hér í gær. Alls yfirheyrðu þeii’ forráðamenn 17 íslenzkra fyr irtækja og athuguðu bókhald hjá sumum þeirra, en öll þessi fyrir tæki hafa skipt við danska fyrir tækið sem fjársvikarinn veitti for stöðu. Rannsóknarlögreglan í Re.vkjavík hefur unnið ao rannsókn inni með dönsku iögrcglumönnun um og komið hafa i ljós stórfelldar faktúrufalsanir og svik á tollalög gjöfinni hjá nokkrum þeirra fyrir tækja sem skipt hafa við danska Brotizt inn í Gull- smíðaverkstæði Reykjavík OÓ Brotizt var inn í Gullsmíða- verkstæðið að Vesturgötu 45 að- faranótt mánudags. Þar var stol- ið skartgripum, aðallega armbönd um og eyrnalokkum fyrir verð- mæti að upphæð 32 þúsund krón- ur. Þjófnaðurinn fór fram með (þeim hætti að brotin var rúða í sýningarglugga og var |hirt úr glugganum. Ekki hafði komizt upp um hver eða hverjir voru þarna að verki í gærkvöld en unnið er að rannsókn málsins. Eigandi verkstæðisins er Bene- dikt Guðmundsson. fyrirtækið. Rannsókn á þessu máli á langt í land hér á landi og ekki eru öll kurl komin til grafar enn. -Upphaf þessa máls er að 17. apríl sl. varð bruni í fyrirtækinu Hovedstadens Möblefabrik í Kvist gaard skammt frá Helsingjaeyri. Brátt kom í Ijós að ekki var allt með felldu í sambandi við brun ann og var rannsóknarlögreglan í Kaupmannahöfn beðin að rannsaka hann. Kom í ljós að forstjóri fyrirtækisins og annar eigandi þess voru valdir að íkveikjunni í þeim tilgangi að dylja stófelldan fjár drátt. Síðan hefur málið verið í rannsókn og forstjórinn setið í gæzluvarðhaldi síðan í maí. Við rannsóknina kom í ljós að fyrirtækið átti nokkur viðskipti við íslenzka aðila og þóttu þau eitt hvað grunsamleg. Hér hafa starf að tveir danskir rannsóknarlög reglumenn og elnn endurskoðandi i 20 daga og haft góða samvinnu við íslenzku lögregluna og aollayf- irvöld. Hefur Magnús Eggertsson rannsóknarlögreglumaður, unnið að rannsókninni með Dönunum, og hafa þeir tekið skýrslur af íslenzk um aðilum. Hefur fyrst og fremst verið unnið að öflun upplýsinga, sem Danirnir þurftu á að halda. Hins vegar hefur einnig verið unn ið nokkuð að því að koma upp um brot á íslenzkum lögum og verður þeirri rannsókn haldið áfram. Nokkrir af þeim íslenzku innflytj endum sem yfirheyrðir hafa verið hafa viðurkennt brot á gjaldeyris lögum og einnig liafa þeir í sam ráði við danska útflytjandann tek ið þátt i fölsunum á fylgiskjölum, þannig að gefin eru út tvenn fylgi skjól með sömu vöru og eru verð upphæðir mun lægri á öðru eintak inu, þ.e.a.s. því sem tollayfirvöld fá í hendur. En fleiri atriði i sam bandi við faktúrufölsun kunna enn að koma í Ijós. Dönsku lögreglumennirnir sögðu Framhald a 14. síðu. Reykjavík OÓ Undanfama tvo mánuði hafa verið framdir margir þjófnaðir í íbúðarhúsum í Reykjavík. Rann- sóknarlögreglan hefur nú hand- tekið tvo menn sem játað hafa á sig alls 16 innbrot. Hafði annar þeirra staðið að öllum innbrot- unum en hinn hjálpað til með í fjórum þeirra. Samtals er inn- brotsfengurinn um 65 þús. kr virði. Mest af því var fatnaður og kvenveski, en þjófarnir fóru sjaldnast nema í forstofur húsa og gripu þar það sem hendi var næst. Þótt þjófarnir hafi játað hefur lítið af þýfinu komið til skila. Höfðu þeir losnað við það með ýmsum hætti og sumt geymdu þeir á stöðum sem þeir fundu ekki aftur. Til dæmis hafa þeir játað að hafa falið þýfi í húsi sem verið er að byggja á Melunum, en nú finna þeir ekki húsið aft- ur. Þar er um að ræða logsuðu- tæki og fleira verkfæri og er það falið í poka í kjallara hússins, sem þeir géta ekki komið fyrir sig hvar er. Eru tilmæli' rannsókn- ariögreglunnar að eigandi hússins láti vita þegar hann finnur verk- færin. 1 öðru tilfelli földu þeir kvenveski úr slönguskinni í ösku- tunnu. Yeskið ásamt innihaldi er metið á nálega níu þúsund krón- ur. Þegar þjófarnir ætluðu að ná veskinu aftur var búið að losa úr öskutunnuý’ini og sáu þeir það aldrei meir. Illfært um göt- | urnar í Reykjavík | Illfært var um Reykjavíkurgötur í gær vegna snjókomu og » skafrennings. Gekk á með éljum og komst vindhraðinn upp í Z 8 stig þegar verst lét. 18 bílárekstrar urðu í gær en ekkert al- ; varlegt slys á fólki. Lítið var um að umferð stöðvaðist vegna ; skafrennings en fáir litlir bílar voru í umferð og hélt fólk sig * eins mikið innandyra og unnt var. Myndin var tekin á Lækjar- » torgi í gær. Mynd: Bj. Bj. :

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.