Alþýðublaðið - 06.12.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.12.1966, Blaðsíða 9
Hægri andstaðan í Brasilíu sameinast FLOKKUR byltingarstjórnar- innar í Brasiliu, ARENA, vann mikinn sigur í þingkosningunum á dögunum. Við öðru var heldur vart að bftast, því að kosningarn- ar voru ,,vel undirbúnar". En kjós endur gátu samt sem áður beitt áhrifum sínum í ríkum mæli, eins og sjá má af því mikla fylgi, sem einstakir frambjóðendur hlutu, hvort sem um var að ræða st’uðn- ingsmenn stjórnarinnar eða and- stæðinga hennar. En eftirtektar- vert var að góðir - hagfræðingar og embættismenn sigruðu víða með miklum meirihluta atkvæða. Ágætt dæmi um þetta er hinn mikli sigur Magalhaes Pintos fv. fylkisstjóra, sem að vísu var fram- bjóðandi ARENA, en liefur harð- lega gagnrýnt stefnu Castello Brancos forseta í atvinnu- og fé- lagsmálum, sem hann telur ganga alltof skammt. Aðrir stjórnmálamenn sem mik- ið fylgi hlutu, voru meðal ann- arra Carvalho Pinto og Ney Braga, sem báðir eru kunnir fyrir ráð- vendni og dugnað, en þeir hafa barizt ótrauðir gegn spillingu. En að sjálfsögðu komu stjórn- málin einnig mikið við sögu í kosningunum, og í því sambandi vekur eftirtekt, að stjórnarand- stæðingar, fyrst og fremst stuðn- in'gsmenn Carlos Lacerdas, hlutu víðtækan stuðning. í Rio de Ja- neiro-héraði, þar sem Lacerda var eitt sinn fylkisstjóri, fékk ARENA innan við 20% greiddra atkvæða. Og það voru aðallega stjórnar- sinnar, sem eru mjög velviljaðir stefnu Lacerdas, sem eitthvert fylgi hlutu. Það var einmitt í stórborgun- um, Rio og Sao Paulo, þar sem stjórnarandstöðunni varð mest ‘á- gengt. Stjórnarandstæðingar unnu 7 sæti í öldungadeildinni af 21, sem kosið var um, og um það bil þriðjung þingsæta í fulltrúadeild- inni, sem eru 300. Þetta tókst þrátt fyrir hömlur þær, sem stjórnin hefur sett á starfsemi stjórnmálaflokka, og þrátt fyrir töluverðan klofning, sem ríkir í hinum mörgu stjórn- arandstöðuflokkum. Þannig skil- uðu margir vinstrisinnar ógildum atkvæðaseðlum (sumir rituðu nafn knattspyrnukappans Peles á seðl- ana.) Sums staðar voru hvorki meira né minna en 40% allra at- kvæða ógild. Þessi tala gefur ef til vill ekki rétta mynd af áhrif- um vinstriflokkanna, en þó er þetta bæði hernum og Lacerda íhugunarefni. En hafi stjórnarandstæðingum ekki tckizt að standa saman fyrir kosningarnar, þá virðist eining' hafa skapazt eftir kosningarnar. Lacerda hefur um langt skeið átt í viðræðum við fyrrverandi and- stæðinga sína, Joao Goulart og Juscelino Kubitschek, sem báðir eru fyrrverandi forsetar, um myndun „þjóðfylkingar", Magabales Pintos Goularr, hinn duglitli vinstri- sinni, sem Lacerda íftti þátt í að víkja frá völdum 1964, en vill nú gjarnan fá til samvinnu við sig vegna þess fylgis, sem Goulart á víst, hefur ekki verið tilkippileg- ur, og sennilega er það Lacerda fyrir beztu, þar sem hann á mik- ið komið undir stuðningi ýmissa hægriflokka. Aftur á móti er Ku- bitschek samvinnufús, enda veld- Framhald á 15. síffu. Lacerda, einn áhrifamesti stjórnmálamaffur Brasilíu, sem eitt sinn var fylkisstjóri í Rio de Janero og stefnir nú að því aff verða forseti. Tízkan í dag 7]ellayú£d. Brjóstahöld magabelti korselett I buxnabelti ☆ Góð snið ☆ Vandaður frágangur. BANKASTRÆTI 3. SMIÐJUBÚÐIN Selur meðal 'annars: HILLUBÚNAÐ ' úr bökunarlökkuðu stáli. STÁLVASKA og BORÐ I mörgum stærðum og gerðum. BLÖNDUNARKRANA af ýmsum gerðum RAFSUÐUPOTTA 70 og 90 lítra — riðfrítt stál. POTTA — PÖNNUR — KÖNNUR. o. fl. eldhúsáhöld úr riðfríu stáli. ÞVEGILINN — ÓLGUSTILLINN DEFA — Hrefilhitarann, sem auðveldar gangsetningu bílsins í köldu veðri. í PERSTROP — Plastskúffur með renni brautum ódýrar og hentugar fyrir fataskápa o. fl. PERSTROP — PLASTPLÖTUR í mörgum litum. SERPO — VÖRUR, fúgufyllir. flísalím o. fl. GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ GÓÐ BÍLASTÆÐI SMIÐJUBÚÐIN við Háteigsveg — Sími 2-12-22. AugSýsingasími er 14906 6. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.