Alþýðublaðið - 06.12.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.12.1966, Blaðsíða 13
Kfóllinn Sænsk k\'ikmynd byggð á hinni djörfu skáidsögu Ullu Isaksson. Vilgot Sjöman’s mm UANNlNCiH Gunn Wállgren Gunnar Björnstrand Tina Hedström F.C.P. ^ f.f.b. Loikstjóri Vilgot Sjöman arf- taki Bergmans í sænskri kvik- myndagerð Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð bömum. Dirch sjólióarnir- Dönsk músik og gamanmynd í litum. Dirch Passer Elisabet Oden. Sýnd kl. 7 og 9. T rúiof y narhringar Fljót afgreifrsla. Senduiii gegm póstkröfu. Guðm. Þorsíeinssoa fHllsmiður Sankastræti 12. Vinnuvélar TIL LEIGU. Leigjum út pússninga-steypu- hrærivélar og hjólbörur. Ral'knúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steínborar — Vibratorar. Vatnsdælur o. m. fl. LEIGAN S.F. Sími 23480. Brauðhúsið Laugavegi 126. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUDTERTUR SÍMI 2468L FRAMHALDSSAGA eftir Dorothy Saviile HYLDU TAR ÞlN 1. KAFLI — Svona þetta getur víst geng ið, tautaði Heather Sinelair eftir að hún hafði hagrætt pilsinu á styttunni í glugganum og sett tennisspaða við liægindastól. Hún gekk nokkur skref aftur á bak og virti fyrirmyndina fyrir sér. Styttan var falleg. Hún var há og grönn með blásvart hár og rauðar varir. Svört nylonaugn- hárin næstum huldu dökk aug- un. — Ertu búinn, Heater? sagði karlmannsrödd bak við hana. — Já, tu\ Tennant, svaraði Heather og gekk varlega á sokka leistunum yfir hónað gólfið, sem átti að vera tennisbraut. — Ég skal styðja yður! Það var tekið um hönd hennar. Svona nú! Hvað þarf ég oft að segja yður, að ég heiti Miles? Heather stökk og fingur mannsins tóku fastar um hönd hennar og héldu lengur um fingur hennar en nauðsyn krafði. Hún laut niður til að fara í skóna og þegar iiún reis upp var hún rjóðari í kinnum en veniuiega en hann horfði aðeins spyrjandi á hana. — Þér hafið ekki svarað mér enn, saeði hann. — Það sæmir ekki, svaraði hún. — Hvað er athugavert við það? spurði hann stríðnislega. — Við ekki búin að opna og nægur tími er til að vera form legur. — Þér eruð ekki venjulegur maður, sagði Heather. — Ég á við — að þér eruð erfingi að búðinni. — Einmitt! Brosið hvarf af vörum mannsins unga og rödd hans varð reiðileg er hann svar ,aði: — Ég er sonur og erfingi Gilberts Tennants. Ég hef ver- ið mataður á því frá bví ég man eftir mér og ég veit ekki, hve oft mig hefur langað til að skipta við Ted bróður minn. Hann er rétti maðurinn til að fá arfinn, en ég — hann skipti skyndilega um umræðuefni — mér finnst gluggaútsfillingin skemmtileg. Ég vissi um leið og ég sá útstillinguna í yðar deild að bér hefðuð hæfileika til gluggaútstillingar ar í stað lærðara sérfræðinga verzlunarinnar. Hinsvegar gladdist Heather, því hún þarfnaðist hróss og upp örfunar, en slíkt fékk hún aldrei heima hjá sér. Hún leit á klukkuna á veggnum og Miles líka. — Við opnum eftir eina mínútu, sagði hann vingjamlega og fór sína leið. Ný sending af sundbolum var rétt komin og Heather fór að láta þá í hillurnar. Hún reyndi eftir fremsta megni að halda augunum frá þeim hluta í- þróttadeildarinnar, sem Miles vann í Heather hafði unnið hjá Tennantsverzluninni í hálft ár, en Miles hafði unnið í henn- ar deild í sex vikur. — Pabbi heimtar þetta hafði liann sagt vingjarnlega skömmu eftir að hann byrjaði. — Það vantaði mann hérna eftir að Foster gamli hætti og ég er búinn að vinna á skrifstofunni í heilt ár. Þetta er tilbreyting fyrir mig og ég veit heilmik- ið um tennisspaða og veiði- stengur. Um tennisspaða, hugsaði Heat- her. Hún hafði séð hann spila í sportklúbbnum, sem Tennant hafði reist fyrir starfslið sitt. Heather hafði verið svo hrif- in þegar hún var ráðin hjá Ten- nats. Áður hafði hún unnið- í lit- illi búð í Firlands, en þar hafði hún hafið störi fimmtán ára göm ul. — Ég rétt náði! sagði Jill Ed- wards móð og kom til hennar. — Halló Heatsher! Af hverju er ég alltaf of sein? Hvernig ferðu að því að vera svona fersk og vel upplögð á hverjum morgni? Heather leit vel út í hvítu blússunni og bláa pilsinu sem var' einkennisbúningur nemenda. Hún hafði sett hárið upp, hláu augun hennar voru lifandi og munnurinn gjafmildur og blíð- ur. Vel upplögð, hafði Jill sagt. Mamma Heather hafði innrætt henni hve þýðingarmikið væri að vera vel tU fara. Og stundvís. í dag hafði hún komið fyrr en venjulega því Miles Tennant hafði hoðið henni að skreyta gluggann. — Ég rétt leit í gluggann til að sjá Belindu, hvíslaði Jill að Heather. Sín á milli kölluðu þær styttuna aldrei annað en Bel- indu. — Hún er stórkostleg! Þú ættir að leggja fyrir þig glugga- skreytingar. Heather hugsaði um það, hve margt hana hafði langað til að læra. Hána hafði langað til að læra til kennara eða einkaritara. En foreldrar hennar sögðu, að hún hefði ekki hæfileika til þess og svo kostaði það líka stórfé. — Guði sé lof að það er laug- ardagur, sagði Jill. — í hvað' ætlarðu í kvöld? — í kvöld? Heather hugsaði um kjólinn, sem hékk í herberginu hjá frú Fischer. Það var afar fallegur kjóll, allur fóðraður og hún hafði keypt hann í dýrri búð í gær. Hún iðraðist þess að hafa eytt svo miklum pening- um í einn kjól og það sérstak- lega núna þegar allt benti til að það hefði verið til einskis. — Þú ætlar þó ekki að telja mér trú um að þú hafir gleymt dansleiknum, sagði Jill og leit -orðlaus á Heather. — Það hefur enginn talað um annað lengi! — Ég held ég fari ekki. Jill !gat farið. Hún hafði búið í May- ford alla ævi og átti fullt af vin- um auk þriggja hávaxinna bræðra sem voru rauðhærðir eins og hún. — Ætlarðu ekki að fara? Hvað er að? Ertu veik eða hvað? — Nei, alls ekki. En þetta er dansleikur á vegum fyrirtækis- ins og konurnar eru fleiri en karlmennirnir. Ég vil ekki skreyta bekkina og svo hef ég aldrei farið á dansleik. Heima í Firlands þá . . . — Ég veit það. Ekki skil ég hvernig þú fórst að þvi að lifa þar. Fyrirgefðu elskan, bætti ’hún við. — En einmitt þess vegna verður þú að koma með i kvöld. Þú hlýtur að þekkja ein- hvern. En Heather þekkti engan. Hún þekkti auðvitað svipinn á sum- um strákunum hjá Tennants en hún hafði aldrei talað við þá nema í matartímanum. — Nei, ég þekki engan, sagði hún. — Strákarnir hér vita ekki að ég er til og hcima hjá frú Fischer er enginn undir hundr- að ára gamall nema ég. — Af hverju valdirðu að leigja hjá frú Fisoher? spurði Jill for- vitnislega. — Hún var í skóla með mömmu. Svo fæ ég herbergiS ódýrt því ég er inn af borðstof- unni. Heather fannst litla herberg- ið, sem hún hjó í enn minna og leiðinlegra en það, sem hun hafði haft á heimfili foreldra sinna. — Þú hefðir getað búið hjá okkur ef við hefðum haft laust herbergi, sagði Jill, — en þú veizt hvernig það er. Bræðnrn- ir eru þrír og svo er það litla systir mín — allt troðfullt. En þú verður að koma með á dans- leikinn í kvöld því þar verður svaka fjör. Heyrðu ' annars, komdu bara og vertu mér sam- ferða. Ivy kemur til mín og Bill ætlar að aka okkur. Komdu snemma — um sjöleytið. Heabher ljómaHi. Þaið gerði SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængumar, Eigum dún- og fiðurheld ver gæsadúns- og dralon-sængur og kodda af ýmsum stærðum. Dún- ©g fiðurhreinsun Vatnsstígr 3. Sími 18740. (Örfá skref frá Laugavegi). Það virtist sem hann meinti þetta og Heather varð hrifin. Hún var líka glöð yfir að liafa Framhald at 4. síðu. fengið þetta tækifæri. Hún var finnsluvert og það eru vísuhelmingarnir, sem nú aðeins lærlingur. Miles var aitlast er til að hlustendur botni. Til þeirra sjálfur laginn við gluggaútstill- þyrfti að vanda vel, því að lítið gaman er að ingar en Heather áleit að það. botna lólegan fyrri part af vísu. Úr þvi getur væri aðeins vegna þess að þess aldrei orðið annað en einhver vanskapningur, var ætlazt að liann lærði allar hvernig sem með er farið. En vísubyrjanirnar hliðar verzlunarinnar og fengi hafa ekki verið upp á marga fiska í vetur. Ég því að sjá um gluggaútstilling- skil ekkert í Guðmundi Sigurðssyni, sem sjálf Krossgötur ur er prýðis hagyrðingur, og finnur árelðan lega hvað feitt er á stykkinu, að bjóða hlustendum upp á svona linoð. Ef honum berst ekkert skárra en þetta, ætti honum ekki að verða skotaskuld úr að kasta fram sómasamlegri vísubyrjun sjálfum, svo að úr gæti orðið boðleg vísa, ef vel tækist til með botninn. Annars er þetta þáttur, sem mikið er hlustað á um allt land og á fullan rétt á sér, og margir hafa gaman af lausavísunni. Þess vegna þarf að vanda til þáttarins eftir föngum.“ — — Steinn —* 6. desember 1966 - ALÞÝ0UBLA9IÐ 33

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.