Alþýðublaðið - 08.12.1966, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 08.12.1966, Qupperneq 9
Aðalfundur styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Aðalfundur Styrktarfélags lam aðra og íatlaðra var haldinn að Sjafnargötu 14, sunnudaginn 4. des. sl. Formaður, Svavar Pálsson, end urskoðandi, flutti skýrslu stjórnar og las upp ársreikninga félagsins fyrir sl. reikningsár frá 1. okt 1965 til 30. sept. 1966, og skýrði þá. 1. Tekjur félagsins námu alls kr. 4.055.000,— og voru þessir aðal tekjuliðirnir: Ágóði af merktu eldspýtustokk unum 1.631 þús. kr. Ágóði af símahappdrætti 1,187 þús. kr. og gjafir , minningargjafir og á- heit 1,131 þús. kr. Stærsta gjöfin var frá dánarbúi lijónanna Sigurbjargar Pálsdótt ur og Eggerts Jónssonar, Óðins götu 30 og nam alls 867 þús. kr. 2. Af þessum tekjum var var ið 1.543 þús. kr. til þess að greiða rekstrarhalla æfingastöðvar að Sjafnargó'tu 14 og æfinga- og sum ardvaifrheimiiis í Reykjadal í Mos fellssveit, en 2 millj. og 212 þús. kr. fóru til eignaaukningar. Hrein eign félagsins nam 11 millj. 801 þús. kr. í lok reiknings árs 30. sept. sl. og eru þá tvær fast eignir félagsins í Reykjavík taldar á brunabótamati, en sumardvalar heimili félagsins í Reykjadal í Mos fellssveit á kostnaðarverði. Skuldir féiagsins námu alls 1 millj. 690 þús. kr. þar af skuldir til langs tíma 1 millj. og 70 þús. kr. en skuldir til skamms tíma 620 þús. 3. Æfingastöðin að Sjafnar- götu 14 var rekin á svipaðan hátt og óður. Þangað komu alls 424 sjúklingar á árinu og fengu 8715 æfingameðferðir. Yfirlæknir stöðv arinnar er eins og áður Haukur Kristjánsson læknir, en auk hans starfar þar Haukur Þórðarson læknir og Sverrir Bergmann lækn ir um nokkurn tíma. Forstöðu kona er eins og áður Jónina Guð mundsdóttir, sjúkraþjálfari. Skrif stofustjóri félagsins er eins og áð ur frú Matthildur Þórðardóttir. 4. Á sumardvalarheimili félags ins í Reykjadal dvöldust um 40 fötluð börn I 214 mánuð. Þar fengu þau æfingameðferðir hjá sjúlcra þjálfara auk sundæfinga hjá sund kennara. Börnunum leið þarna vel og tóku mörg þeirra góðum fram förum. Á undanförnum árum hef ir stöðugt verið unnið að stækkun og endurbótum á heimilinu. Á sl. ári var lokið við smíði vandaðra búningsklefa við sundlaug og þar fyrir komið gufubaði. Þá var eld húsið í aðalbyggingu stækkað og settar í það nýjar innréttingar og vélar. Unnu þetta verk þeir tré smíðameistararnir Kjartan Tómas son og Rögnvaldur Þórðarson, með mestu prýði. Þá var lóðin í kringum aðalbygg ingu lagfærð, nýtt hlið sett upp o. fl. o. fl. Er þessum framkvæmdum nú að fullu lokið. í náinni framt.ð þarf þó að bæta við einni byggingu fyrir skólastofur, þvottahús og e.t.v. fl. Forstöðukona sumardvalarheim ilisins í Reykjadal var eins og und anfarin sumur Magnea Hjálma’rs dóttir kennari. 5. Félagið aðstoðaði Davíð Garðarsson, ortop. skósmið við að stofnsetja skósmíðavinnustofu í Reykjavík, með því að veita hon um lán til Iramkvæmdanna. 6. Þegar félagið keypti Reykja dal í Mosfellssveit til þess að reka þar sumardvalarheimili, var þar ekkert kalt vatn að hafa. Hinsveg ar er þar nægilegt heitt vatn til upphitunar og til sundlaugar auk venjulegrar notkunar. Var ráðist í að leggja bráða birgða-vatnslögn frá Hrísbrú. Leiðslan var lögð ofanjarðar og dugði því aðeins yfir sumartím ann. Fékk barnaheimili Reykjavík urborgar að Reykjahlíð einnig vatn frá þessari vatnsleiðslu. Öll um var þó ljóst að við þetta yrði ekki unað lengur. í september sl. beitti stjórn fé lagsins sér fyrir því, að stofnað yrði vatnsveitufélag í hverfinu, til að leggja vatnsveitu, sem yrði nægjanleg fyrir þessi tvö barna heimili ,og öll önnur býli í hverf inu .Ilinn 15. sept sl. var Vatns veitufélagið Víðir stofnað. í stjórn voru kosnir Svavar Pálsson, form. vegna Reykjadals, Þóroddur Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóri í Rvk. vegna barnaheimilis Reykjavíkur og Andrés Ólafsson, garðyrkju- bóndi að Laugabóli. Þóroddur Th. Sigurðsson gerði kostnaðaráætlun og taldist til að ljúka mætti verkinu fyrir 1 milljón bg 1 hundrað þús. kr. Framkvæmd ir hófust þá þegar og hefir nú ver ið lögð 4 km. löng aðalleiðsla frá Laxnessdýjum að Reykjahlíð og flestar heimæðar þá þegar og var vatn komið í flest hús í hverfinu upp úr miðjum nóvember sl. Mestum hluta verksins er nú lokið og hefir kostað alls um 900 þús. kr. og verður auðvelt að ljúka því sem eftir er, þ.e. að ganga bet ur frá vatnsbóli, næsta vor. Öruggt er því að kostnaðaráætlun mun standast. Yfirumsjón með verkinu hafði Þóroddur Th. Sigurðsson, en Andr- és Ólafsson annaðist verkstjórn. Vatnsveitufélagið Víðir er stofn að skv. lögum um aðstoð til vatns veitna nr. 98 frá 5. júní 1947 og væntir íélagið þess að st.vrkir úr Framhald í 15. síðu. ■tí' SL if. ■ - ■Sm Hver man ekki einhvern hinna sérkennilegu karla, sem Brynjólfur hefur skapað ó leik- sviðinu. En færri þekkja leikarann og mann- inn sjólfan, sögu hans og skoðanir. Brynj- ólfur segir fró uppvaxtarórum sínum í Reykjavík og ó ísafirði, en þar lék hann sitt fyrsta hlutverk. Hann rekur-síðan ýmsa merka atburði í sögu leiklistarinnar og sína eigin persónulegu sögu, allt fram ó þennan dag. Og auk þess prýða bókina 60 mvndir. KARLAR EINS 0GÉG ÆVIMINNINGAR BRYNJÓLFS % JÓHANNESSONAR LEIKARA ÓLAFUR JÓNSSON FÆRÐ/ ÍLETUR C 8. desember 1966 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ §

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.