Alþýðublaðið - 09.12.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.12.1966, Blaðsíða 1
Föstudagur 9. desember --- 47. árg. 277. tbl - VERÐ 7 KR. Vilja koma Sigumn í öruggt sæti í vor Te!ja rekstrargrundvöll frystihúsanna brostinn Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna liefur undanfarna tvo daga efnt til aukafundar í Reykjavík um starfs grundvöll hraðfrystihúsanna. í upp hafi fundarins gáfu þeir Gunnar Guðjónsson, stjórnarformaður SH og framkvæmdastjórarnir Björn Halldórsson og Eyjólfur í. Eyjólfs son skýrslur um starfsgrundvöll inn og markaðs- og söluhorfur. Um ræður urðu um þessi mál á fund inum og í lok hans var samþykkt með 33 atkvæðum, 5 atkvæðaseðl ar voru auðir, svohljóðandi álykt un.: frystiiðnaðinn er ekki lengur fyr ir liendi. Stórhækkaður innlendur kostn aður, samdráttur í hráefnisöflun og lækkandi verð frystra sjávaraf urða á erlendum mörkuðum hefur leitt til þess alvarlega ástands sem Aukafundur Sölumiðstöðvar \ hraðfrystihúsanna lialdinn í Reykja | vík 7. og 8. des. 1966 leyfir sér ' við óbreyttar aðstæður mun innan að vekja athygli þjóðarinnar á því, tíðar leiða að rekstrargrundvöllur fyrir hrað | til gjaldþrots fjölda Framhald á bLs. 14. Vestfirðingur, blað Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum skýrir frá þvi hinn þriðja des ember siðastliðinn, að mikil og megn óánægja sé nú hjá Fram sóknarmönnum á Vestfjörðum, og Sigurvin Einarsson, sem þrátt fyrir vilja fær ekki að vera í framboði að nýju, uni þeim málalokum ekki. Segir Vestfirðingur að stuðningsmenn Sigurvins Einarssonar hafi nú hafið söfnun undirskrifta und ir áskorun um að Sigurvin verði scttur í öruggt sæti á listanum í vor, Segir blaðið að enn sé ekki vitað hve víðtæk þessí söfnun sé, en hún muni þegar byrjuð i að minnsta kosti tveim sýslum, og sé mikið kapp lagt á að þátttaka í henni verði sem almennust ,svo ekki verði gott að víkjast undan kröfunni, og er sennilegt talið, að efnt muni til prófkosninga í vor. Vestfirðingur segir svo að lok um um þetta mál: „Um úrslií er engin lei'ð að spá. En hver sem þau verða þá eru framsókn Framhalú a 14. siou. 1 Þcssi ágæti jólasveinn kinkar ^ , kolli til þeirra sem leið eiga F i um Austnrstrætið — o" hopp | ar meira að segja. Hann hef j ur aðsetur í Verzlun E?ils Jak; i obsen. (Mynd: Bl. Bl.) Ferja sekkur á Eyjahafi 47 bjargast AÞENU, 8. des. (NTB-Reuter) — 179 manns fórust þegar gríska ferjan „IrEklion", sem var 8.900 lestir, sökk á Eyjahafi í nótt. Þrátt fyrir ítarlega leit úr flug- véium, þyrlum, herskipum og flutninsaskipum hefur aðeins 47 mönnum af skipinu verið hiargað. Ferjan sökk einhversstaðar á Eyjahafi i úfnum sjó. Tvö lík hafa fundizt. Einnig hefur fundizt brak úr ferjunni, og bíll fannst á floti við eyna Falconera. í fyrstu var talið, að 266 manns hefðu verið um borð í ferjunni, en seinna skýrði gríska verzlunar- málaráðuneytið frá því, að á skip- inu hefði verið 79 manna áhöfn og 156 farþegar, þar áf 20 konur. Á þiljum skipsins var mikill fjöldi fólksbíla og vörubifreiða, sem voru hlaðnar grænmeti og á- vöxtum, kvikfénaði og grísum, er farþegarnir ætluðu að færa ætt- ingjum á meginlandi Grikklands að gjöf um jólin. Laust eftir 11 í gærkvöld að ís- lenzkum tíma sendi skipið út neyð arkall: „Skipið er í hættu“. 13 mínútum síðar barst síðasta skeytið: „Við sökkvum". Enginn veit 'hvað raunverulega gerðist í myrkrinu og fárviðrinu. Skipið var á leið frá bænum Cha- nes á Krít til Píreus, hafnarborgar Aþenu. Ferðin tekur venjulega 12 klukkustundir, og þótt hvassviðri væri mikið, var ekki talið varhuga vert að skipið legði úr höfn. Skip af svipaðri gerð og stærð bafa Framhald á 10. síðu. Mótmæla aögeró- um olíufélaganna Á aðalfundi Landssambands isl. útvegsmanna, sem nýlega var hald inn hér í Reykjavík var samþykkt svohljóðandi tillaga, þa.r sem mót mselt er harðlega samræmdum að gerðum olíufélaganna, sem mjög hafa verið til umræðu í blöðum und anfarið: Aðalfundur LÍÚ haldinn 30. nóv ember til 2. desember 1966 mótmæl ir harðlega þeim innheimtuaðgerð um, sem olíufélögin með samræmd um aðgerðum hafa nú tekið upp. Undrast fundurinn að slíkar að- gerðir skuli gerðar að frumkvæði opinberra aðila á sama tíma og þeim má vera fullkunnugt um al menna erfiðleika útgerðarinnar í landinu. Óánægja hjá Framsókn á Vestfjörðum:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.