Alþýðublaðið - 09.12.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.12.1966, Blaðsíða 7
Aðalfundur Banda- lags Háskólamanna Aðalfundur Bandalags háskóla manna (BHM) fyrir árið 1966 var haldinn fyrir skömmu. Fráfarandi formaður Bandalags ins ,Sveinn Björnsson, verkfr., flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir sl. starfsár. Kom fram í henni að að ildarfélög Bandalagsins eru nú 11 að tölu með um 1,300 félagsmönn um. Nam fjölgun félagsmanna á árinu um 50. Á liðnu starfsári beindist starf BHM, eins og reyndar undanfarin ár, öðru fremur að afla Bandalag inu samningsréttar til jafns við BSRB handa háskólamenntuðum mönnum í þjónustu ríkisins. Af öðrum málum, sem bandalag ið lét til sín taka á árinu, má nefna að á vegum þess, var m.a. starfandi nefnd til að athuga og skila áliti um forgangsrétt háskólamanna til starfa og um lögvernd akademískra lærdóms- og starfsheita. Bandalag ið sem er fulltrúi íslenzkra háskóla manna gagnvart hliðstæðum sam- tökum erlendis, átti á árinu tölu verð samskipti við systurfélög sín á Norðurlöndum og Nordisk Aka demikerrád, sem það er aðili að, Átti BHM m.a. fulltrúa á fundi ráðsins, sem haldinn var í Svíþjóð sl. sumar. í janúar n.k. mun full trúi frá BHM verða gestur SACOs systursambands BHM í Svíþjóð, á móti sænskra háskólamanna. Bandalagið gaf á árinu tvisvar út fréttabréf ,sem sent var til allra háskólamanna innan vébanda B HM. Loks má geta þess, a'ð á veg um BHM er nú starfað að skoð anakönnun meðal íslenzkra há skólamanna, sem búsettir eru er Framhald á 10. síðu. Ási í Bæ er þjóðkunnur skemmtunarmaður. Hann er söng- vaskáld og vísnasöngvari, rithöfundur, og fyrrverandi út- gerðarmaður. Þeir sem þekkja hann vita að honum er sú list lagin að segja skemmtilega frá. í bókinni SÁ HLÆR BEZT.. . rekur Ási þann þátt ævi sinnar sem fjallar um útgerð og sjósókn, segir frá því þeg- ar hann gerðist útgerðarmaður, lýsir velgengnisárum ög metafla, en einnig örðugleikum — og endalokum útgerðar sinnar. Frásögnin er fuli af lífi og fjöri og er bókin hinn skemmtilegasti lestur. Verð ib. kr. 330.00 söluskattur. HEIMSKRINGLA James Bond og Tónsnilling meðal ný útkominna bóka frá bókaútg. Hildur Nýkomnar eru á markaðinn sex bækur frá Bókaútgáfunni Hildi. Fyrst skal telja skáldsöguna „Þú lifir aðeins tvisvar", sem er ný bók um hetjuna James Bond eftir Ian Fleming. Er nafn bók- arinnar fengið frá japönsku Ijóði er hljóðar svo: ,,Þú lifir aðeins tvisvarVFyrst er þú fæðiEt,/ic|g loks aftur er þú stendur augliti til auglitis/við dauðann." í þess- ari bók verður 007 að ráða niður- lögum óvættanna Ernst Stavro Blo feld og konunnar ógeðslegu, Irmu Bunt, en þau myrtu sameiginlega eiginkonu James Bond á hrylli- legan hátt. Að sjálfsögðu gerast ýmsir æsilegir atburðir og við treystum vini okkar til að leysa úr vandanum, svo allir megi vel við una. Það er sagt, að sö'gur Ian Flemings um njósnarann, kvenna- gullið og heimsmaiminn James Bond seljist nú meira um allan heim, en nokkrar aðrar njósna- sögur. „Tónsnillingaþættir" nefníst bók eftir Theódór Árnason um 35 helztu tónlistarmenn, sem uppi hafa verið allt frá 1525 fram til ársins 1907. Meðal þeirra snill- inga, sem Theódór ritar um, mætti nefna Bach, Beethoven, Haydn, Mozart, Schumann, Brahms og Schubert. Theódór Árnason varð þjóðkunnur maður fyrir starfsemi sína í þágu tónlistar á íslandi og skrifaði mikið um þetta hugðar- efni sitt. Hér er um aðra útgáfu bókarinnar að ræða, en henni var mjög vel tekið, er hún kom fyrst fram. Er ekki að efa, að svo verði einnig nú, þar sem tónlistaráhugi er nú töluverður hérlendis, eink- um vegna starfsemi Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Skúli Jensson hefur þýtt bók eftir Edward S. Aarons, sem á frummálinu heitir „From Hell to Eternity", en hefur hlotið í ís- lenzkri þýðingu nafnið „Frá víti til eilífðar". Er þetta sönn frá- sögn úr stríðinu, sagan um hetj- una Guy Gabaldons. Ævi hans hófst í fátækrahverfum Los Ang- Framhald á 10. síðu. Deild 7 eftir Valeriy Tarsis komin út Nýlega er komin út hjá Al- menna bokafélaginu hin fræga skáldsaga Deild 7 eftir rússneska rithöfundinn Valeriy Tarsis. Var bókin fyrst gefin út í Englandi í maí 1965 og má segja, að nafn höfundarins hafi jafnsnemma komizt á hvers manns varir. Valeriy Tarsis er fæddur í Kiev árið 1906. Að afloknu háskóla- prófi 1929 vann hann um átta ára skeið við ríkisforlag í Moskvu, en fékkst jafnframt við þýðingar og smásagnagerð. Þá skrifaði hann einnig allmikið rit um erlenda samtíðarhöfunda og var kominn á- leiðis með langa skáldsögu, þegar Rússland lenti í heinjsstyrjöld- inni. Var hann þá bráðlega send- ur til vígvalianna sem striðs- fréttaritari og hreppti höfuðs- mannstign. Hann tök þátt i or- ustunni um Stalingrad, þar sem hann særðist hættulega og varð að liggja heilt ár á spitala. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, er síðar varð, Olgu Alksnis, og eiga þau eina dóttur, sem nú_ er upp- komin. Tarsis gekk ungur í Kommún- istaflokkinn, en gerðist snemma gagnrýninn á sovétstjórnina, og síðustu tuttugu árin i Rússlandi var lionum fyrirmunað að koma þar nokkfum skáldsögum sínum á framfæri. Loks greip hann til þess örþrifaráðs árið 1960 að smygia einu af skáldsagnahandritum sín- um úr landi. Kom sagan, The Blue bootle, út í Bretlandi haustið 1962 og var óðara þýdd á fjölmörg tungumál, en Tarsis, sem enn var í Rússlandi, hafði þá þegar verið „tekinn úr umferð" og lokaður inni í einni af hinum rússnesku l,,geOveikrastiol'nunum“, þar sem sovétstjórnin geymir þá áhrifa- menn, sem vændir eru um skort á auðsveipni við stefnu hennar eða hugmyndakerfi ,,flokksins“. Framhald á 10. síðu. Valeriy Tarsis OG BÓKIN SEM, ALLIR TALA UM Sönn frásögn af fjöldam^pði og afleiðingum þess. .,r 308 b!s..kr. 430feflö. Isafold Skáldsagan UM HLAÐBÆ rennur út um allt Suðurland (og vekur einnig athygli, í öðrum' landshlutum). Stór róman frá tuttugustujöid inni eftir Guðmund Daniels- son. 248 bls. kr. 446,15. KLIKAN! KLÍKAN! Skáldsaga um átta hugaðár, ungar stúlkur . . . • 416 bls. kr. 440,15. 9. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.