Alþýðublaðið - 09.12.1966, Blaðsíða 8
iSósíalistískur meirihluti
i í viðtali við Arbeiderbladet ör-
: fáum dögum fyrir dönsku kosn-
I in'garnar sagði Jens Otto Krag
: forsætisráðherra, að hann gerði
: ráð fyrir að stjórn hans yrði á-
| fram við völd eftir kosningarnar
i 22. nóvember. Hann reyndist sann
spár, þótt margt færi öðru vísi en
ætlað var.
j Fréttaritari Arbeiderbladets hef
ur átt nýtt viðtal við Krag for-
■ sætisráðherra og beðið hann að
skýra frá áliti sínu á hinum
; breyttu viðhorfum, sem skapazt
hafa í dönskum stjórnmálum
vegna hinnar greinilegu sveiflu tit
vinstri, sem varð í kosningunum.
— Það eitt, að kosningarnar
! voru haldnar, hefur styrkt að-
stöðu Jafnaðarmannaflokksins,
í sagði Krag forsætisráðherra. Eins
og kunnugt er, hefur viss óánægja
i og togstreita átt sér stað í ílokkn-
nm. Ég er þeirrar skoðunar að
kosningabaráttan hafi fylkt flokkn
um um 'baráttumál sín, og þannig
| á það að vera í nútímastjórnmála-
j flokki.
j Við gengum til kosninganna til
í Þess að bera tillögur okkar fram
; til sigurs, fyrst og fremst tillög-
j urnar um staðgreiðsluskatt. Nú fór
, ekki allt eins og við óskuðum og
vonuðum, en mér er óhætt að
segja, að á nýkjörnu þingi sé
hreinn meirihluti fylgjandi stað-
greiðsluskatti án frádráttarréttar
o. fl.
— Mikið hefur verið rætt um
viðræðurnar við Sósíalistíska
þjóðflokkinn um stjórnarmyndun,
ekki sízt með tilliti til þeirra um-
mæla, sem látin voru falla fyrir
kosningarnar af hálfu beggja
flokkanna?
— Kosningarnar breyttu þyngd
arpunktinum í dönskum stjórnmál
ur. Nú verður sósíalistískur meiri
hluti á ríkisþinginu. Ég taldi það
skyldu mína sem 'þingmanns að
hefja viðræður við SF, án tillits
til þess sem sagt var fyrir kosn-
ingarnar og án tillits til persónu-
iegra og flokkspólitískra tilfinn-
inga, með það skýra markmið fyr-
ir augum að ná samkomulagi um
jákvæða stjórnarsamvinnu.
Við komumst líka að raun um,
að SF var fús til stjórnarsamvinnu
og jafnvel að taka á sig ábyrgð,
sem því fylgir. Að minnsta kosti
var hin þriggja manna saminga-
nefnd SF undir forsæti Aksels
Larsens algerlega samþykk þessu.
En í ljós kom, að þeir höfðu ekki
allan flokkinn að baki sér í þessu.
Ég harma það.
En sú staðreynd, að þessar við-
ræður báru ekki árangur, merkir
ekki, að þær hafi vérið gagnslaús-
ar. Samþykkt sú, sem gerð var,
lofar 'góðu um framtíðina, þar sem
flokkarnir eru sammála í mörg-
um mikilvægum málum. Þetta
gildir um skattatillögurnar, end-
urbætur á atvinnuleysistrygging-
unum, stofnun húsnæðismála-
sjóðs, endurbætur á sjúkrasam-
lögunum og margt fleifa. Nú hefj-
umst við handa um að leysa öll
þessi mál, og þingið fær nú til
meðferðar fjöldann allan af já-
kvæðum' lagafrumvörpum.
— Verður að fá stuðning SF í
öllum málum?
— í fjölmörgum málum getum
við vænzt stuðnings SF við frum-
vörp okkar. Hér er aðallega um
að ræða mál, sem við höfum af
eðiilegum ástæðum svipuð viðhorf
til í grundvallaratriðum. En við
erum alls ekki háðir SF. Við mun
um einnig semja við aðra flokka,
sem fulltrúa eiga á þinginu, í mál-
um, þar sem slíkt er eðlilegt og
sanngjarnt, í því augnamiði að
finna raunhæfa lausn. Þetta er
að minnsta kosti það sem við mun
um reyna.
— Einnig í skattamálunum?
— Tillögur okkar eru skýrar og
bindandi, en við erum að sjálf-
sögðu fúsir til að hlýða á skyn-
samlegar ti'lögur og mótbárur
stjórnarandstöðuflokkanna. Við
gerum ráð fyrir, að tillögurnar
leiði til beztu lausnarinnar, sem
hægt er að fá í þessum málum. Á
hinn bóginn er ljóst, að samþykkt
sú, sem varð árangur viðræðn-
anna við SF, mun setja svip sinn
á mörg þau mál, sem lögð verða
fram í íramtiðinni. En við höfum
einnig orðið varir við, að einnig
í íhaldsflokknum er aukinn vilji
á umræðum um málin, og :á ég þar
einkum við staðgreiðsluskattinn.
— Svo að sósíalistahræðslan er
að fjara út?
— Já, það vona ég, íhaldsflokk-
anna sjálfra vegna, o>g ég vona, að
þessi kosningabarátta hafi verið
sú síðasta, þar sem flokkarnir ráku
jafn úreltan hræðsluáróður. Svar
kjósenda ætti að verða næg bend-
ing i þessa átt, að mínu áliti. En
þó að borgaraflokkarnir hætti
þessum hræðsluáróðri, hætta þeir
ekki að vera íhaldsflokkar. Áhrif
þeirra hafa hins vegar minnkað.
— Danskir kjósendur hafa sem
sagt sti'gið skref til vinstri?
— Á því er enginn vafi, og hin
pólitísku áhrif eru þau, að íhalds-
flokkarnir geta ekki lengur breytt
lagafrumvörpum okkar, þannig að
þau verði óþekkjanleg. Sú stað-
reynd, að þyngdarpunkturinn hef
ur raskazt, gerir það að verkum,
Framhald á 10. síðu.
S 9. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Klánningen. Bæjarbíó. Sænsk.
Leikstjórn: Vilgot Sjöman. Kvik-
myndun: Sven Nykviat. Tónlist:
Erik Nordgren. Byggö á sögu eft-
ir Uliu Iscksson.
„Leikstjóri Vilgot Sjöman arf-'
taki Bergmans i sænskri kvik-
myndagerð“ hijóðar augiýsingin
frá kvikmyndahúsinu. Mætti
benda forráðamönnum Bæjarbíós
á, að orðið „arftaki" merkir „sá,
sem tekur við arfi; sá, sem tekur
upp merki (stefnu) einhvers." Það
þarf auðvitað ekki að taka það
fram, að ,,arfur“ merkir „eignir
látins manns“. Með öðrum orðum,
að Ingmar Bergman þarf annað
hvort að vera moldaður eða hætt-
ur allri kvikmyndagerð, til að aug-
iýsingin háfi réttmætt gildi, en
ekki er vitað til, að svo muni
vera. Gerum nú ráð fyrir, að
stanz sé kominn á kvikmyndasköp
un Bergmans, eins og Bæjar>bíó
vill vera láta, þá má deila um,
hvort Sjöman sé verðugur arftaki
Ingmar Bergmans. Koma þár einn
ig til greina þeir Bo Widerberg og
Jörn Donner, en þessir þrír telj-
ast beztu kvikmyndaleikstjórar af
yngri kynslóð Svíþjóðar, og eflaust
hafa þeir allir lært mikið af Berg-
man. Annars kom það á óvart, að
Bæjarbíó skyldi taka þessa mynd
til sýningar, því venjulega er það
Hafnarbíó, sem staðið hefur fyrir
kynningu sænskra kvikmynda,
góðu heilli. Hitt undrar mig þó
enn meira, að Hafnarfjarðarbíó
skuli voga sér að bjóða upp á
Dirch Passer-mynd á meðan.
Hvað sem því og öllu öðru líð-
ur, þá er það eigi að síður góð
viðleitni, að myndir Sjömans skuli
berast hingað til lands, reglulega.
Hafnarfjarðarbíó hefur áður kynnt
Ástareld og 491, en Kjóllinn mun
að likindum þriðja mynd hans.
Vilgot Sjöman hefur þegar skap-
að sér ákveðinn stíl; .hann lýsir
lífinu í stórborgunum á raunsæj-
an máta, hversdagslegum eigin-
leikum þess. Hann sýnir okkur
manneskjurnar í örðugleikum sín-
um, einkum því, er varðar kynlíf-
ið, og sambúðinni milli einstakra
persóna. Sjöman sýnir aðeins
manneskjuna í raunveruleikanum,
en tekur ekki afstöðu til hennar.
í myndinni Kjóllinn eru aðal-
persónurnar þrjár: Heien, þokka-
full ekkja um fimmtugt, dóttir
hennar. Edit, óaðlaðandi stúlka á
gelgjuskeiði, seinþroska og haldin
minnimáttarkennd, og Helmer, er
verið hefur elskhugi Helenar, til
margra ára. Myndin liefst þar sem
Edit, ásamt móður sinni, er að
máta klæðnað, er hún ætlar að
nota í kvöidsamkvæmi. Hún heill-
ast mjö'g af verðmiklum samkvæm
isklæðnaði og fær vilja sínum
framgengt varðandi kaup á hon-
um. Edit er um það bil að fá klæða