Alþýðublaðið - 21.12.1966, Page 13

Alþýðublaðið - 21.12.1966, Page 13
Pete Kelly's Blues Amerísk litkvikmynd með Ellu Fizkerald. Sýnd kl. 7 og 9. Dirch og sjófiðarnir Ný bráðskemmtileg gamanmynd í litum og Chinemascope, leik- in af dönskum og norskum og sænskum leikurum. Tvímæla- laust bezta mynd Dirch Passer. Dirch Passer Anita Lindborn Sýnd kl. 5, 7 og 9. Trulofunarhringar Fijót afgreiðsla. Bendum gegn póstkröf*. Cruðm. Þorsteinssofj ffnllsmlður Bankastrætt 12 * Barnapelar: gler og plast Barnasvampar Snuð og túttur Barnasápa Bamalotion Bamapúður Barnatannburstasett Barnaburstasett Ingólfs Apólek. SMURT BRAUÐ Snittur BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25 SÍMI 16012. Opið frá kl. 9—23,30 ió* RnmsoB hf. Löfffræðiskrifstof. gölyhólsgats 4 (SaznbandshðfiSS Sfeaar: 233S8 og 12342. FRAMHALDSSAGA eftir Dorothy Saville HYLDU TÁR þÍN Lesið álfjpublaðið kampavín. Þú hefur varla snert glasið. Hann fyllti glas hennar og hellti í sitt. — Hvers skál eig- um við að drekka núna, lukku- grii>urinn minn? Að ég fái starf- ið í Suður-Frakklandi? Hún leit á Ihann og reyndi að brosa, en brosið hvarf af and- liti ihennar því hann horfði ekki á hana og hann varð sífellt föl- ari og fölari. — Miles, hvað er . . . En þeg- ar hún sá að hann hlustaði ekki á hana, leit hún við. Það var fólk að koma inn og yfirþjónninn var að fylgja þeim til borðs hinum megin í salnum. Maðurinn var miðaldra suður- landabúi að sjá en konan . . . Hún var óvenju fögur, dökk- •hærð, með stór, brún augu og eilítið fyrirlitlega drætti um munnvikin. Hún gekk eins og drottning, eins og hún vissi að enginn í saln um gat annað en elt hana með augunum. Grænn kjóllinn sýndi vel glæsilegan vöxt hennar og hún snerti arm fylgdarmanns síns um leið og hann dró fram stólinn fyrir hana. — Miles? sagði HeatJher og nú heyrði hann til hennar, því hann brosti út í annað munnvikið. Gerfibrosi. — Hver er hún — þessi dökkhærða? Þekkirðu hana ekki. — Jú, ég þekki hana. Furðu- legt að við skyldum einmitt hafa ætlað að skála fyrir vinnunni í Suður-Frakklandi. Hún er nefni- lega dóttir Marignys. Colette. — Bjó hún ekki heima 'hjá þér í fyrra og fór með þér á árshá- tíðina? — Jú, annars var hún bara stundum um ihelgar. Hún var að læra ensku í London en svo fór hún til Frakklands fyrir þrem mánuðum og ég vissi ekki að hún væri komin. — Ætlarðu ekki að heilsa upp á hana? — Nei, þau sjá ekki annað en hvort annað. Liturinn var að koma aftur í kinnar hans og Heather fann 'hve reiður hann var. — Að hún skyldi koma hingað í The Avignon einmitt í kvöld! Og þó ekki, því ég bauð henni hingað kvöldið sem veitingáhús- ið var opnað. Hann starfði á glas sitt um stund og tæmdi það svo i einum teig. — Gleymdu því! sagði hann og bætti svo við eins og hann þekkti hana naumast: uðum að dansa . . . seinna. Heather tók það nærri sér hve feginn hann virtist vera. Hann bað um reikninginn og þeg ar þau gengu út gætti hann þess að líta ekki í áttina til dökk- hærðu stúlkunnar. Heather vissi ekki hvort hún hafði séð hann. Á heimleiðinni til Wayford mælti Miles naumast orð af vör- um og Heather var niðursokkin í hugsanir sínar. Vildi Miles fara til Frakklands aftur til að hitta Colette Marigny? Hann hlaut að hitta hana ef hann ætlaði að vinna hjá föður hennar. Klukkan var rétt rúmlega ell- efu þegar Miles nam staðar fyr- ir utan hús frú Fisher. Hann tók um báðar hendur hennar og 9 þrýsti þær svo fast að hún fann til. — Þú ert stúlkan mín er það ekki, Heather? spurði hann spenntur. Henni heyrðist þetta vera bæn — en það gat ekki verið. Miles gat ekki verið að biðja hana tim að vera stúlkan sín. — Jú, sagði hún rólega, — ef þú vilt, Miles. — Kg vil. Hann hallaði sér á- fram og kyssti hana. Léttan koss en kuldinn í hjarta hennar hvarf. — Góða nótt, ástin mín! hvísl- aði hann. — Góða nótt, Miles, sagði hún um leið og hún sté á gangstétt- ina, en meira komst hún ekki til að segja því hann ók af stað. Frú Fisher kallaði innan úr dagstofunni um leið og hún opn- aði: — Hver er þar? — Heather. — Nú! Frú Fisher kom fram í gættina. — Þá læsi ég. Mér kom ekki til hugar að þú kæmir svona snemma. Það fóru allir heim fyrr en ég bjóst við. — Eftir því sem ég hef heyrt er það ekki líkt Edwardsfjöl- - skyldunni. Fylgdi einhver þér Iheim? — Já. Heather langaði mest til að læðast upp í herbergi sitt. — Ég er fegin að þú hafðir vit á að koma svona snemma heim. Ungár stúlkur þurfa mik- inn svefn og vesalings móðir þín hefði orðið áhyiggjufull hefði hún vitað . . . — Góða nótt frú Fisher. — Góða nótt. 12. kafli. Sumar heppnar í dag, sagði frú Fisher. — Þrjú bréf áttu, Heather og pakka frá London í ofanálag. — Ég á afmæli í dag. Það var rigning og suddi úti. — Afmæli? Nú til hamingju! Ætlarðu ekki heim um helgina? — Jú. Hún opnaði bréfin. Það var afmælisósk frá Jill, móður Jill og Ivy Morris. Hún fann að frú Fisher horfði forvitnisaug- um á hana svo hún stakk bréf- unum og pakkanum í vasann. — Kemurðu heim að sækja föt? — Nei, ég fer beint úr vinn- unni. Ég hef nóg af fötum heima. Vertu sæl frú Fisher. — Blessuð. Skilaðu kveðju til pabba þíns og mömmu. . — Ég skal gera það. Heather gekk út. Það var bæði dimmt yfir af regni og stormur að auki. Hún var að taka hjólið út þegar hún mundi eftir pakkanum. Ekkert hefði komið henni til að opna hann fyrir framan forvitin augu frú Fisher. Nú tók hún hann fram. Þegar hún hafði vafið bréf- ið utan af kom í ljós lítið leður- hylki sem ekki var meira en 7 til 8 sentimetrar. Hún opnaði hylkið og 'á hvítu silki lá gullhjarta í þunnri keðju. Lítið kort lá ofan á. Þar stóð: Til hamingju. Þinn Miles. Hún fann hvorki til vindsins né regnsins. Miles hafði munað eftir afmæli hennar. Hann hafði skrifað „Þinn Miles“. Hún setti gullkeðjuna um háls sér ofur gætilega. Göturnar voru votar og hálar og umferðin meiri en venjulega. Hún sá sér til léttis þegar hún kom irin í íþróttadeildina að Jill var ekki komin. — Miles! Hún hljóp til hans. — Þakka þér hjartanlega fyrir. Þetta er dásamleg gjöf, en þú 'áttir ekki . . . — Því ekki? Áttu kannske ekki afmæli? Hann brosti til hennar. — Leizt þér vel á festina? - Já. — Gott. Ég lét kaupa hana í London, en þú ert ekki með hana. — Jú, undir kjólnum, svo hún sjáist ekki. Þú þekkir regluna um skartgripi — ekkert nema giftingar- og trúlofunarhringir . . . Hún þagnaði og fann hvern- ig hún roðnaði. — Þeir hringir koma með tím- anum, sa'gði hann stríðnislega og skipti um umræðuefni.-------En það veður! Sundbolirnir í glugg- anum eru hálf hlægilegir í þessu veðri. Kannske breytist veðrið seinna. — Það lítur út fyrir að það verði rigning í allan dag. Hún fór að borði sínu og Miles elti hana. Meðan hún var að þurrka af sagði hann: — Ætlarðu heim um helgina? Má ég aka þér? Við gætum fengið okkur bita áður en þú ferð. — Hvað með þig? — Ég hef ekkert annað að 'gera. Jill kom inn og hann heilsaði henni glaðlega og bætti svo við: — Það verður varla mikil sala í sundbolum í dag. —Áreiðanlega ekki, sagði Jill kát. — Sæl afmælisbarn! Fékkstu kortið frá mér? Nú gafst ekkert tækifæri tU að spyrja Miles hvort liann hefði heyrt frá monsieur Marigny og þó hún hefði fengið tækifærið, hefði hún varla notað það. Hún gat ekki um annað hugsað allan daginn en bréfið frá Suður- Frakklandi, ótta sinn við að missa hann og stúlkuna Colette. En franska stúlkan igat ekki skipt neinu máli því undanfarna daga 'hkfði Miles verið elskulegri og betri en nokkru sinni fyrr. E£ það hefði aðeins verið mánu- dagur og helgin á enda. Hún gat Krossgtur Framhald af 4. síðu. sama og um aðrar jólakveðjur, hvað málfar snert ir. Þær þurfa að vera á sómasamlegu máli, ef vel á að vera. En í sambandi við jólakveðjur í úfvarpi hefur vandamálið tekið á sig nýja mynd. Rí.kisútvarpið liefur sem sé auglýst, að það taki ekki til birtingar jólakveðjur í bundnu máli, sjálfsagt af málvöndunarástæðum. Þetta er auð- Við ætl- vitað hastarlegt fyrir okkar ágætu skáld og hagyrð inga, sem helzt komast í stemingu á jólum og Ef þér er sama, langar mig öðrum stórhátíðum, að ég nú ekki tali um svívirð ekki til að dansa í kvöld. Hana langaði ekki til neins nema losna frá veitingahúsinu. — Það er svo framorðið. — Þá förum við og dönsum una, en ekki tjáir að deila við dómarann. Hitt gæti aftur á móti orkað tvímælis, hvað flokka skal undir bundið mál, en um það hafa hinir vitrustu menn deilt og komist a'ð ýmsum niður stöðum. T.d. verður að teljast harla vafasamt, að þeir ágætu ljóðamenn og rithöfundar, Jón úr Vör og Sigurður frá Brún, yrðu á eitt sáttir, ef úr- skurðar þeirra væri leitað. Enda liggur þetta ekki ævinlega í augum uppi. Óbundið mál er t.d. meira og minna stuðlað og bundið mál getur verið bæði lausrímað og lítt eða ekki stuðlað. Mér dettur í hug t.d. greinargerð Skúla Guðmundssonar alþingismanns fyrir orðufrum- varpinu i vetur, sem virtist í fljótu bragði á engan hátt frábrugðin venjulegu óbundnu máli, en reynd ist þegar betur var að gáð harðrímuð drápa, allt þrælbundið í bak og fyrir, stuðlar, höfuðstafir og endarim hvað á sínum stað. Hvað skyldi þá um lausrímaðra og óbundnara mál? Ætli það mætti ekki takast að smygla því í gegn um auglýsinga eftirlit útvarpsins? Og væri þá hersins hefnd við hilmi efnd. Steinn. 21. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.