Alþýðublaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 1
Föstudagur 23. desember 1966 - 47. árg. 288. tbl. — VERÐ 7 KR, ✓ AlþýSublaðið er t 2 blöð í dag, 32 j; síður. ! Bjarghringur og fleira fannst í gær * Stöðugri leit var haldið uppi í allan gærdag að vélbátnum Svan RE 88, sem gerður hefur verið út frá Hnifsdal. Um sex leytið í gær- kveldi, þegar Alþýðublaðið fór I prentun hafði enn ekkert til bátsins spurzt, en bjarghringur og belgur merkt honum hafði þá fundizt út af Barða. Var í gær talið líklegt að báturinn væri sokkinn, en leitinni var haldið áfram, í þeirri von, að skipverjum, sem voru sex talsins h'efði tekizt að komast í gúmmbjörgunarbát. Flugvél af Kefla víkurflugvelli og fjöldi skipa og báta tók þátt í leitinni, sem stjóm- að var frá Ísafirðí. Mb. Svanur fór í róður frá Hnífs | í gærmorgun bættust við allmarg dal, en kom ekki að á sama tlma ir vélbátar af Vestfjörðum og og aðrir bátar. Var þá farið að voru þeir orðnir 10—12 um sex. undrast um hann, en aftakaveður ! leitið í gærkveldi. Um þrjú leyt var þá vestra. Síðast heyrðist í ið í gærdag fann bátur frá Bíldu- bátnum um þrjú leytið á fimmtu j dal belg merktan Svan norður og dag, en þá var hann staddur 14— i vestur af Barða. Þá hafði einnig 15 sjómílur út af Deild á ieið til | fundizt bjarghringur merktur lands. Strax á fimmtudagskvöldið voru skip á þessum slóðum beðin um að svipast um eftir bátnum og að faranótt Þorláksmessu leituðu fimm togarar án árangurs. Snemma i Svan og eitthvað af skilrúmsborð um, en ekki var vitað hvort þau voru úr bátnum. Einhverjir togaranna, sem þátt tóku í leitinni, en meðal þeirra Framhald á 3. síðu. Veðrið um jólin; Jm veðurútlit á aðfangadag og jóladag er það að segja, að horf ur eru á norðlægri átt um land allt. Gert er ráð fyrir talsverðu frosti víða um land, um og yfir 10 stig. Um mikinn hluta lands ins, þ.e.a.s. að sunnan og vestan veröur léttskýjað, en einhver él á annnesjum fyrir norðan og á Austfjörðum. Mikil lægð er við Nýfundna land, en að svo komnu máli er ekki hægt að segja til um, hvort það muni einhver áhrif hafa á jólaveðrið, eftir því sem Veður stofan tjáði blaðinu í gær. Á ISÁFIRÐ! Isafirði — BS Stórbruni varð hér í nótt, er hús ið Vinnuver, sem er sameign Sjálfs bjargar og Berklavarnar brann. í húsinu var sauma og vinnustofa fyrir fatlaða og gjöreyðilögðust all ar vélar þar. Er tjónið talið nema hundruðum þúsunda króna. Eldsins varð vart á fjórða tíman um í nótt, en hús þetta er við Mjallargötu 4 og er verzlun á neðri hæð þess en vinnustofur á efri hæð inni, en hér er um að ræða tví lyft, gamalt timburhús, sem búið yar að múrhúða. Húsið stendur enn uppi, en mjög mikið brunnið sérstaklega efri hæðin, þar sem eldurinn var mestur. Eldsupptök eru enn ókunn, en talið er að kviknað.hafi í út frá rafmagni. Sem fyrr segir er húsið sameign Sjálfsbjargar og Berklavarnar á ísa firði. Allar vélar í vinnustofunni á efri hæð hússins eru taldgr gjör ónýtar og sömuleiðis varningurinn | í verzluninni mjög mikið skemmd j ur af vatni og reyk. Mun varlega I áætlað að tjónið nemi um 7—800 | þúsundir króna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.