Alþýðublaðið - 24.12.1966, Page 8

Alþýðublaðið - 24.12.1966, Page 8
Og; J>etla er hann Gáttaþefur. Síðustu 3 sunnudaga komu fram í glugga Vesturvers þrír jólasveinar, þeir Kertasníkir, Gáttaþefur og Hurða- skellir og skemmtu þeir hörnunum, sem safnazt höfðu saman fyrir utan, með söng og alls kyns jólasveinalátum. Jólasveinarnir þrír voru hinir skemmtilegustu og kvað við söngur þeirra um bæinn. Eins og allir vita þá eru jóla sveinar stundum venjulegir menn og því réðumst við í að ná í viðtal við þá einmitt þá stundina, sem þeir vöru í þeim ham. Ekki gott að láta kippa í skeggið. ■Sjálfur kertasníkir heitir öðru nafni Alli Rúts og vinnur í Geysi — Maður er nú svo sem alltaf jólasveinn, hvar sem maður er, seg ir Al'.i. Það þarf ekki að leika jóla svein til þess. Annars er það rétt ég var Kertasníkir, sem kom fram undanfarna þrjá sunnudaga í glugga Vesturvers. — Er langt síðan þú tókst upp á því fyrst að bregða þér í jóla sveinaham? — Ég lék jólasvein bæði í fyrra og árið þar áður. —Hvernig kanntu við þig í stöðu jólasveins? —t>etta' er erfitt starf og heil mikill undirbúningur. Ég man eft ir því, þegar ég var lítill, þá var ég alltaf að kippa í skeggið á jóla sveininum, en núna, þegar ég er orðinn jólasveinn sjálfur, finn ég, að það er ekkert gott fyrir jóla svein að láta kippa í skeggið á sér. — Og jólasveinarnír hafa nátt úrlega í mörg horn að líta? —Já, í fyrra t.d. var ég á sex stöðum á einum sunnudegi á milli kl. fimm og sjö. Það var á barna böllunum. Þegar við ókum í gegn um bæinn vakti bíllinn okkar mikla athygli, tveir jólasveinar sitj andi í framsæti. Undirleikari minn er Friðleifur Helgason og hann fer alltaf með mér og er að sjálfsögðu jólasveinn líka. Nú er ég t.d. búinn a'ð lofa mér ó 7 staði sama daginn. Þeir þurfa að koma víða við þessir jólasveinar. —Og þeir eru alltaf jafnvin sælir. — Já, ekki ber á öðru og ekki veitti af að hafa aðstoðarjólasveina. — Trúðir þú á jólasveina, þe'gar þú varst lítill? — Já, ég gerði það. — Gerir þú sjálfur textann við lögin, sem þú syngur? — Ég bý mína jólasveinatexta til sjálfur eða tek gamla texta og set vi'ð þá ný vinsæl lög . —Nú starfar þú við afgreiðslu á daginn ,ert þú ekki í jólasveina ham við afgreiðsluna. — Nei, ekki er ég það nú. — Það hlyti nú að vera viiisælt og auka til muna afsókn að verzl uninni? —Að minnsta kosti myndu börnin aideilis kunna að meta það. Jólasveinahlutverkið mitt skemmtilegasta hlutverk. Og svo er það hann Gáttaþefur við ræddum líka við hann að sjálf sögðu. Hann heitir öðru nafni Har aldur Adolfsson. — Þetta var nú í fyrsta sinn nú í mörg ár, sem ég hef leikið jóla svein. Ég .var í þessu fyrir nokkr um árum og þá með Gesti Þorgríms syni. Það er gríðarlega gaman að skemmta sér með krökkunum. Mér er bara meinilla við' að skemmta bak við gler. Fyrsta sunnudaginn sem við skemmtum í Vesturveri kom ekki tæknimaðurinn, svo að engir hljóðnemar voru úti. Við urð um þá að skemmta úti fyrir verzl uninni og það var lang skemmti legast, við komumst þó í beinan „kontakt“ við krakkana og þau tóku svo vel undir sönginn. Það er fátt til skemmtilegra en krakkar í jólaskapi. — Það er argasta púl að vera jólasveinn á jólatrésskemmtunum, því að börnin eru ekki ánægð nema maður sé með þrjú til fjögur á handleggnum og önnur tíu hangandi utan í sér. En það er óskaplega gaman. Þegar svo maður fer að eldast er gott að losna við þetta. Annars finnst mér að fara verði að stofna stéttavfélag jólasveina hér, það eru orðnir svp margir ágætir menn í þessu! ! — Ég var nú oft í gamla daga statisti í leikritum, en jólasveina hlutverkið er mitt lang skemmti- legasta lilutverk. Mér fannst svo gaman a ð skemmta mér með krökkunum, það eru fáir á- heyrendur skemmtilegri en krakk ar og kröfuharðari, ef þeim leiðist, fara þau bara að tala saman, svo að það þýðir ekkert fúsk. —Ég vil svo að lokum óska öll um góðum krökkum á landinu gleðilegra jóla. Alli Rúts Gaman að þessu í aðra röndina. Við náðum næst tali af Hurða skelli, alias Jóni Sigurðssyni, og það er jólasveinninn, sem leikur á harmoniku. — Ég lék fyrst jólasvein á skemmtun hjá Ármanni fyrir að minnsta kosti 20 árum, segir Jón, þá vorum við sex eða sjö saman í hóp. í nokkur ár kom ég svo ekkert nálægt þessu, en byrjaði svo aftur að leika jóla svein í fyrra. Og nú tók ég að mér að sjá um þetta fyrir verzlanirnar og happdrættin í Vesturveri, sem standa fyrir jólasveinaskemmtun unum sunnudaga desembermánað ar. — Mér finnst gaman að þessu í aðra röndina ef að vel tekst til og krakkarnir skemmta sér vel, því að krakkarnir vilja nú einu sinni hafa sinn jólasvein. — Þau minnstu eru sum svolít ið hrædd stundum, og hin eldrl trúa ekki meira en svo á jóla sveinana, en þeim finnst þó engin jólaskemmtun vera, ef ekki kemur þangað jólasveinn. Á jólaskemmt unum er alltaf stór hópur, sem vill iáta okkur halda á sér og það getur verið dálítið erfitt stund um að komast yfir að halda á öll um hópnum. Jón Sigurðsson. 3 24. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.