Alþýðublaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 13
Síml £018$, Leðurblakan Spáný dönsk litkvikmynd. íburð armesta danska kvikmyndin í mörg ár. Hafnarfirski listdansar í myndinni. inn JÓN VALGEIR kemur fram PAILADIUIVI præsenterer: árets festl/gste farvefilm POULREICHHAROT GHITANBRBY: HOLGERJUULHANSEN GRETHF NIOGENSEN DARIO CAMPEOTTO BIRGIT SADOLIN POULHAGEN KARLSTEGGER OVE SPROG0E tnstfuktioh:Annelrse Meineche Sýn^ kl. 7 og 9. Sigiingin mikia Sýnd kl. 5 Teiknimynda- syrpa 14 teiknimyndir sýnd kl 3. 'Sýningar 2 jóladag. GLEÐILEG IÓL- Ein sfúlka og 39 sjjémenn Bráðskemmtileg ný dönsk lit- rnynd um ævintýralegt ferða- lag til Austurlanda. Sýnd á 2. jóladag kl. 5 og 9. — Prinsessan á bauninni. — Teiknimynd eftir sevintýri H. C. Andersen. Sýnd kl. 3. SMURT BRAUÐ Snittur BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25 SÍMI 16012. Opið frá kl. 9—23,30- _ eem 39s0Bncesid y iscenesat af ANNELISE reehberq : BIRQIT fiADOUN • MORTEH 6RUNWALD AXEL STK0BYE- POUL BUNDGAARD •farver: 'EASTMAHCOLOR. T-PK- FRAMHALDSSAGA eftir Dorothy Saviiie HYLDU TAR ÞÍN i m og það var léttir að setjast. —Ég ætlaði að segja þér í dag, að Ivy er komin aftur, sagði Jííl, — en ég hafði ekki tækifæri til þess. — —Komin aftur? Það hlaut að vera þreytan, sem hamlaði því að hún gæti einbeitt sér. — Úr fríinu, sagði Jill. — Hún fer ekki að vinna fyrr en á mánu daginn en hún hringdi til mín í gærkvöldi og hún hefur haft það dásamlegt og er orði fallega brún Hún kemur heim til mín annað kvöld en liun var með frétt sem ekki gat beðið — hún rakst á Miles. — Miles? Heather fékk hjart slátt. — Á Miles Tennant. Segðu nú e.kki að þú hafir gleymt honum. Ég hélt hann hefði áhuga fyrir þér, svo það var slæmt að liann fór óður en . . . .— Hvað er með hann? Heath er vissi að hún hafði gripið helzt til ákaft fram í fyrir Jill og hún sá á undrun hennar að hún hafði tekið eftir þessu. Svo hún neyddi sig til að brosa og bætti við: — Þú talar svo hratt. —Fyrirgefðu. Þegar Ivy var í Cannes voru þau öll í mat og dans á einu risahótelanng og hvern heldurðu hún hafi séð ann an en Miles Tennant. Ivy sagði að harin hefði litið afar vel út og hann var að dansa við einhverja stórglæsilega dömu. Þegar hann sá Ivy kom hann til hennar og kynnti dömuna, sem Colette eitt hvað. Ivy er næstum viss um að þetta er sama stúlkan og sú sem hann bauð á Árshátíðina í fyrra. Heather þoldi ekki meira en glaðvær rödd Jill hélt áfram. — Ivy spurði hann hvenær hann kæmi aftur í vinnuna og liann sagði að Tennant yrði að vera án hans því hann hefði ákveðið að vera í ár. —í Cannes? — Nei flónið þitt. í Grasse. —En hann ætlaði að koma eft ir þrjá mánuði. . . Hún þagnaði þegar hún só svipinn á Jill. —Það lítur út fyrir að þú vit ir heilmikið um fyrirætlanir hans, sagði Jill, en þetta sagði liann Ivy. Hann óskaði henni góðr ar skemmtunar og hvarf með döm una og Ivy sá hann ekki meira. — Minntist hann ekkert á hve nær hann kæmi heim? Heather gat ekki stillt sig. — Ekkert frekar, svaraði Jill. —en um daginn var verið að tala um Miles, í matstofunni og þá sagði einhver að liann hefði skrifaði pabba sínum og sagzt verða í ár. —í 'heilt ár! Það gat ekki ver ið satt. Heather lagði bollann var lega frá sér. Hávaðinn ætlaði að j kæfa hana. Andlit Jill hvarf. Mil es kom ekki aftur til hennar. . . Miles og Colette. . . . 15. kafli. Heather heyrði rödd Jill sem úr fjarlægð — Fljótt vatn í glas Það er að líða yfir vinkonu mína. Jæja nú batnar þetta. —Mér líður betur. Hún settist með erfiðismunum upp. Hún fann að svitinn perlaði á enni hennar og hún tautaði. — Óttalegur asni get ég verið. — Þú gerðir mig 12 dauðhrædda. Ég hélt að það hefði liðið yfir þig. Hvað var að? Drekktu vatnið svo þér líði betur. Heather drakk — Ég held það sé hitinn og svo fé,kk ég mér ekkert að horða í hádeginu. — Þú getur ekki lifað án þess að borða eittlivað í hádeginu, sagði Jill en áhyggjusvipurinn hvarf ekki af andliti hennar. — Þú hefur ekki litið vel út. Farðu til læknis . — Til læknis? — Já gerðu það í fyrramálið. Þú átt frí. Læknirinn býr rétt hjá verzluninni. Hann gefur þér áreiðanlega eitthvað til að hressa þig upp. — Ég held ég geri það ekkl. Mér vei-ður sjálfsagt batnað á morgun. Hún drakk kaffið og þær borg uðu og fóru svo hvor sína leið. Tvö bréf lágu á borðinu en hvor ugt var til hennar. Miles kæmi ekki heim í ár. . . . — Ekkert bréf frá Frakklandi spurði frú Fisher, sem stóð í gættinni. — Það er svei mér langt síðan þú hefur fengið bréf. Heather svaraði ekki. Á þess ari stundu hataði hún þessa konu með viðbjóðslega hrosið og for vitnilegu augun. —Alan sá síðasta bréfið, sagði liún. — Það var stílað til þín og hann sagði að skriftin milnnti á skrift Miles Tennants og Miles Tennant væri í Frakklandi. Heather varð æ reiðari og þreytan þjáði hana ekki lengur. — Hvernig dirfist þér að sýna ó- kunnugum bréfin, sem hingað koma? spurði hún bálreið. —Alan Parker er ekki ókunn ugur. Ég var búin að segja þér að mamma hans er frænka mín. — Því þóttist hann þekkja rit hönd — Miles Miles Tennant? — Hann sagðist iðulega hafa séð undirskrift hans á skrifstof unni. — Nora trúði mér fyrir þér og ég ber ábyrgð á þér. Ég held ég ætti að fara til Fir lands og tala við hana. Þú ert alltof ung og óreynd til að haga þér svona, Heather missti stjórn á skaps munum sínum. — Þér og þessi ógeðslegi Alan Parker, hyæsti hún. — Ég vil ekki búa hér og láta kjafta um mig og njósna um mig. Ég fer eftir matinn á morgun og kem aldrei aftur. — Það væri heimskulegt af þér að gera það. sagði frú Fish er rödd hennar skalf einnig af reiði. — Þú færð ekki annað herbergi í Wayford fyrir þetta verð. Ég lét þig fá sérstakan af slátt af því að ég hef þekkt móð ur þína svo lengi. — Mér er alveg sama. Ég finn mér eitthvert herbergi. Nú fer ég upp að p'akka. Heather stökk upp stigann en þegar hún kom inn á herbergi sitt lagðist hún niður á rúmið skelfd yfir því sem hún hafði gert. Mamma hennar yrði æf af reiði og það var rétt sem frú Fisher sagði herbergið var ódýrt — mun ódýrara en nokkuð annað. Ef hún færi eldsnemma á fætur gæti hún tekið vagninn til og frá Fir lands, en þá þyrfti hún að flytja heim aftur. Þá yrði hún að segja móður sinni um hvað þær höfðu rifizt og það gat hún ekki gert nema minnast á Miles í leiðinni. Hún gat beðið frú Fisher afsökun ar en það gat hún ekki hugsað sér. Hún reis á fætur og fór að taka saman föt sín. —Þetta er hitinn, sagði hún við sjálfa sig. En hún var hrædd. Alan Parker stóð á bak við þetta allt. Alan hafði komið í heim sókn til að hitta hana og svo hafði hann ákveðið að gera henni lífið erfitt. Alan sem hafði reiðst svo mjög þegar hún vildi ekki fara út með honum og sem hafði séð hana í bílnum hans Miles. Þegar hún var búin að láta niður ákvað hún að laga sér te- bolla. Kannski róaðist hún við það og hún setti ketilinn í sam band og gekk eirðarlaus um gólf meðan hún beið þess að vatnið syði. Hvernig gat hún útskýrt fyr ir móður sinni að hún væri ákveð in í að yfirgefa frú Fisher nema með því að segja henni alla sög una? Ef foreldrar hennar skip uðu henni nú að fara frá Tenn ants? Og bréfin frá Miles kæmu til frú Fisher án þess a@ hún vissi um það. — Ég hagaði mér ehxs og asni, sagði hún upphátt meðan hún drakk teið. Það bragðaðist henni ekki og hún hellti því í vaskinn og fór að hátta. Það getur ekki orðið verra, hugsaði hún. Það lilýtur að líta betur út á morgun. En svo var ekki því um morgun inn var henni mjög óglatt. Þetta hlaut að vera hitinn. Hún varð að fara til læknis. Þegar hún -kom niður í for stofuna kom frú Fisher með þung an bakka. Hún nam staðar og leit á fei-ðatöskuna. Svo sagði liún — Bíddu ég kem. Heather heið og henni leið illa en frú Fisher sagði aðeins þegar hún kom til baka. — Svo þú ætl ar að fara? Ég er vön að fá viku uppsagnarfrest. — Ég skal borga fyrir þá viku Má taskan mín vera hérna smá- stund? Ég sæki hana á eftir. J6 liér er greiðslan fyrir þessa viku — Þú ert stff. Já, taskan getur beðið þangað til eftir mat. — Takk fyrir, Sælar frú Fish er. — Svo þú ætlar ekki að skipta um skoðun? Þú sérð eftir þessu góða. Heather dró andann djúpt þeg ar hún kom út. Hún fór inn í sim' klefa og hringdi þaðan í mömmu sína og sagðist koma lítið eitt seinna en venjulega. Svo fór hún til læknisins. Hjúkrunarkonan, sem opnaði fyrir henni sagði. — Þér eruð fyi-star. Hvað heitið þér? —Sinclair, Heather Sinclair. —Fáið yður sæti. Læknix-inn sendir eftir yður eftir augnablik Heather beið þolinmóð þangað til hjúkrunarkonan sagði: — Gjör ið svo vel ungfrú Sinclair. Þessa leið. Svo varð hún spurð — nafn heimilsfang. Hugsunarlaust svar Kópavogur Blaðburðarbörn vantar í Vesturbæ. SÍMI 40753. Aíun/ð Jólamarkaðinn í Blómaskálanum við Nýbýlaveg og Blómabúðinni, Laugavegi 63. MIKIÐ ÚRVAL. \ Blómaskálinn 24. desember 1966 -~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.