Alþýðublaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 3
JÓLATRÉ Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan og Stýrimannafélag íslands halda jólatrésfagn- að sinn á Hótel Sögu fimmtudaginn 29. des- ember kl. 3 e.h. Aðgöngumiðar fást hjá eftirtöldum mönnum: Guðjóni Péturssyni, Höfðavík, sími 15334 Jóni B. Einarssyni, Laugatcig 6, sími 32707 Þoryaldi Árnasyni, Kaplaskjólsveg 45, sími 18217 Herði Þórhallssyni, Fjölnisveg 18, sími 12823 Andrési Finnbogasyni, Hrisateig 19, sími 36107 Gleðileg jól! Verzlun Pétur Kristjánsson Ásvallagötu 21. Tilkynning Með tilvísun til ákvæða laga um verðstöðv- un, samanber tilkynningu ríkisstjórnarimiar dagsetta í dag, er hérmeð öllum sem það varða bent á þau meginákvæði laganna, að verð á hverskonar vörum og þjónustu má ekki vera hærra en það var hinn 15. nóv. síðastliðinn. Sérstök athygli skal vakin á því, að þær verð- hækkanir, sem kunna að hafa átt sér stað síð an, skulu úr gildi felldar. Verðlagsskrifstofan hvetur neytendur til að- stoðar við framkvæmd verðlagseftirlitsins og biður þá- að gera aðvart um þær verðhækkanir, sem þeir kunna að verða áskynja um. Reykjavík, 23. des. 1966. Verðlagsstjórinn. Héraðslæknisembættiö í Laugaráshéraði er laust tii umsóknar. Lun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríltisins. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1967. Veit- ist frá 15. marz 1967. Dóms- og -kirkjumálaráðuneytið, 23. desém- ber 1966. Sóttu skipstjór- ann í gærmorgun Þrír ísfirðingar og skipstjórinn af brezka togaranum Northern Prince fóru í gærmorgun klukkan hálf sex á lóðsbátnum til að freista þess að sækja skipstjórann á strandstað togarans, sem ekki hafði viljað fara í land er skipshöfninni var bjargað kvöldið áður. Tókst förin vel og komu þeir með skip stjórann til ísafjarðar klukkan að ganga átta i morgun, og var skip stjórinn þar enn í gærdag. Alþýðublaðið ræddi í gær við Einar Jóhannsson hafnsögumann á ísafirði, sem var einn þeirra sem sóttu skipstjórann í gærmorg un. Hann sagði, að auk hans hefðu verið í lóðsbátnum Halldór Gunn arsson Tormaður á bátnum, Krist björn Eydal úr björgunarsveitinni og skipstjórinn af togaranum North ern Prince, en hann og skipstjór inn á strandaða togaranum munu vera gamlir .kunningjar, sagði Ein ar. —Við lögðum af stað klukkan hálf firnm og þetta er svona þriggja kortera sigling. Á flóðinu gátum við lagt að togaranum og fórum við þá um borð ég og brezki skip stjórinn og tókst okkur að fá skip stjórann á Boston Wellvale í land með okkur. Hann var í hálfgerðu sjokki að sjá, en alsendis ódrukk inn. Það er því ekki rétt, sem hald ið er fram í sumum dagblöðunum, að hann hafi verið drukkinn, sagði Einar. Ekkert kvaðst Einar geta sagt um björgunarhorfur þarna, en sér hefði virzt sjólaust í lestum togar ans í morgun, en hinsvegar var sjór í vélarrúmi. Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík sendir sínar beztu jóla- og nýárs- óskir til æskumanna í Reykja- vík og annars staðar á landinu. Skipbrotsmaður hnýtir bindi á yngsta skipverjann í Hafnarbúðum. Bretarnir voru allir í nýjum fötum og átti strákurinn í erfiðleik- um með að hafa hnútinn á réttum stað. (Mynd: Bj. Bj.) Framhald af 1. síðu. voru Víkingur, Júpiter, Harðbakur og Svalbakur munu hafa hætt leit í gær, en bátarnir héldu áfram. Þá átti flugvél frá varnarliðinu sömuleiðis að halda áfram að leita í gærkveldi og fram á nótt. Áhöfnin á Svan er sex menn og munu allir þeirra vera frá Hnífs dal. Skipstjóri er Ásgeir Karls- son. Svanur er eikarbátur smíðað ur í Svíþjóð árið 1944 rúmlega 80 brúttólestir að stærð. Um jólin 2. jóladag ki. 10,30 f.h. jólafund ur sunnudaga skólans við Amt- mannsstíg. Drengjadeildin Langa gerði. ý,30 e.h. jólafundir drengja deildanna við Amtmannsstíg og Holtaveg. Kl. 8,30 e.h. Almenn samkoma í húsi félagsins við Amtmannsstíg. Sr. Magnús Guð- mundsson, sjúkrahúsprestur talar Æskulýðskór syngur. Allir velkomn Peking-leiðtog fremja sjálfsmo TOKIO, 23. des. (NTB-Reuter) — Orðrómur er á kreiki um það í Peking að þrír fyrrverandi leið- togár kínverska kommúnistaflokks ins hafi framið sjálfsniorð, að því er japanskt blað hermir í dag. Fréttaritari ,,Yomiuri Shimb- un“r j Peking segir, að menn þeir, sém'her um ræðir, sóu Lu Ting-yi, fv. áróðjursstjóri, Lo Jui-Shing, fv. yfifmáður frelsishersins og Yang Fhang-kung, fv. meðlimur stjórn- málanefndarinnar. Sá síðastnefndi svipti sig lifi með þvi að taka inn ’eitur á tnánudaginn. Óstaðfestar fréttir herma að Lu Jui-king hafi einu sinni áður í-eynt að fýrirfara sér og verið fluttur á sjúkrahús. Þeir þrímenningarnir eru kall- aðir flokksfjendur. Sögusagnir sem þessar hafa venjulega haft við rök að styðjast, þótt þær hafi verið bornar til baka. Lu Ting-yi var leiddur fram á fundi rauðra varðliða á þriðjudag- inn, og þar átti að áfhjúpa borg- aralega afturhaldsglæpi hans. Lo Jui-king og Yang Fhang-kung hafa ekki sætt árásum rauðra varð liða, segir fréttaritarinn. Sovétstjórnin mótmælti í dag brottvísun þrigfflja sovézkra frétta ritara frá Kína. Stjórnin segjir, að brottvísunin sé einsdæmi í sam- skiptum kommúnistaríkja. Fyrr í þessum mánuði skipuðu kínversk yfirvöld þremur af sex fréttariturum sovézkra blaða og fréttastofa í Kína að fara úr landi fyrir 25. desember, þar sem þeir hefðu dreift óhróðri um Kínverska alþýðulýðveldið. Rauðir varðliðar hafa eyðilagt mannvirki, sem Sviar hafa reist í Peking vegna vörusýningar, sem þeir ætluðu að ihalda þar í vor. Svíum hefur verið tjáð að vöru- sýningin geti ekki farið fram. Rauðir varðliðar kváðust hafa eyðilagt mannvirkin þar sem þau stæðu á svæði þar sem þeir ætl- uðu að reisa bækistöðvar handa sér sjálfum. 24. desember 1966 — ALÞÝÐUBLABIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.