Alþýðublaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 4
Hitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.j og Benedikt Gröjidal. — Ritstjórnaj'fuli-.. trúi: Eiður Guðnason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906, ASsetur AlþýSuhúsið við Hverfisgötu, P.eykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-. blaðsins. — Askriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 cintakið, i Útgefandi Alþýðuflokkurinn. ! Hátíð friðarins . FAIR hafa ríkari ástæðu til að fagna jólum en íslendingar. Hátíð Ijóssins kemur í dimmasta skamm tieginu, boðskapurinn um birtu og yl þegar myrkrið igrúfir lengst yfir landinu. Þó má telja víst, að Ijómi jóakertanna veki ekki sömu gleði og áður fyrr. Nú á dögum býr þjóðin við íiý lífskjör, nálega allir eru í hlýjum og vistlegum •fiúsakynnum og flestir hafa eins mikið ljós og þá iystír. Mannfólkið getur að vísu ekki ögrað náttúru- öflunum, en tæknin hefur gert því kleift iað verjast •myrkri, óveðrum og öðrum skakkaföllum mun betur en áður. Þarátt fyrir þessa miklu breytingu, sem aldrei er eins áberandi og um jólaleytið, virðist lífshamingja fólksins ekki hafa auldzt að sama skapi. Enn má (Segja eins og séra Matthías í jólakvæði 1907: Ennþá skortir ást og grið, ennþá ró og sálarfrið, enn sem fyrri himinn hár hrópar til þín synd og fár, ánauð, kúgun, ógn og blóð: Ómið hærra, Zíons ljóð! Ró og sálarfriður virðist síður en svo vera í hlut- falli við efnislega velmegun, og mannfólkið virðist Ibúa til ný vandamál í stað þeirra, sem leyst eru. Þess vegna er andi jólanna ávallt jafn velkominn ungum jafnt sem gömlum. Þau hafa enn þann undramátt að færa ró og frið í hjörtu mannfólksins og draga fram það bezta í fari þess. Hlutskipti íslendinga hefur hin síðustu ár verið mjög gott, ef borið er saman við allan þorra mann- feynsins. Óvíða eru lífskjör eins góð og jöfn. Óvíða eir frelsi einstaklingsins eins mikið. Óvíða býr fólk við meira öryggi frá vöggu til grafar. Leit er að svo fiiiklum gróanda í menningarlífi, sem hér er að finna. Í Fyrir allt þetta eru íslendingar þakklátir, og þeim |iykir því hörmulegria, að meirihluti mannkynsins skuli búa við skort, sjúkdóma, fáfræði og ófrelsi. Verst af öllu er böl ófriðarins og sú ógæfa, að mann- feynið skuli ekki geta sameinazt í friði um baráttu við lallt ánnað böl, sem hrjáir það. Boðskapur jólanna á því enn erindi til mannkyns- ins. Tækist að halda glóð hans logandi árið um kring, anuntii mörgum vegna betur. í þeirri von sendir Al- þýðublaðið lesendum sínum beztu óskir um I gieðileg jól <4 24. desember 1966 - ALÞÝÐU8LAÐIÐ ENGÓLFS-CAFÉ OPNAR AFTUR EFTIR GAGNGERAR BREYTINGAR. BINGÓ II. JÓLADAG. — kl. 3 e. h. — Fjöldi góðra vinninga. Spiaðar 11 um- ferðir. — Borðpantanir í síma 12826. Gömlu dansarnir II. JÓLADAG — kl. 9. — Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar, söngv- ari Grétar Guðmimdsson. — Aðgöngumiðasala frá kl. 5. Auglýsib í Alþýðublaðinu á krossgötum ★ YS OG ÞYS í BÆNUM. Það var sannarlega ys og þys í miðbænum í gærdag. Verzlanirnar voru fullar af fólki, sem var að gera síðustu jólainnkaupin og umferðin á göt unum var í algjöru hámarki og nær gjörsamlega vonlaust að freista þess að fara akandi í bæinn. Segja má það lögreglunni til hróss, að und anfarna daga hefur hún verið óvenjulega röggsöm við umferðarstjórnina. Á Laugavegi; frá Snorrabraut og niður úr liafa til dæmis stundum eftir hádeg ið verið 8—ö lögregluþjónar vlð gæzlu og umferð arstjórn. Það liggur við að vegfarendur spyrji þeg ar þessi fjöldi af lagarma vörðum sést nú á göt unum hvar þeir eiginlega haldi sig, þegar jólaum ferðin ekki kallar á þá? Það er gott að fylgjast með því livernig menn leggja bílum sínum nú i ösinni, en það væri ekkert verra, og raunar sjálfsagt að fýlgzt sé með þessu alla daga ársins jafnt. Brotin cru hin sömu hvort sem þau eru framin 23. desembor eða 23. júlí. . V ;■ > -Qo ’ ★ AUKNAR TAKMARKANIR. Áreiðanlega mundi það til góðs, ef lögreglan gerði meira af því að banna bifreiðaumferð um helztu verzlunargöturnar svona síðustu dagana fyr ir jólin siíkt mundi áreiðanlega forða mörgum um ferðarhnútum og verða til þess að fólk notaði stóru bílastæðin meira, gengi milli verzlana f stað þess að vera sífellt að eyða tímanum í að leita að bíla- stæðum. Ekki er þó víst að kaupmenn kynnu að meta þær ráðstafanir. Fyrir ári eða þar um bil, datt iögregluyfirvöldunum í Rómaborg það snjallræði í hug að loka nokkrum götum í miðborginni þar með öllu fyrir bílaumferð. Kaupmenn urðu foxvond ir, enda dró úr viðskiptum lijá þeim, og vegfarend ur virtust ekki allt of hrifnir heldur. Það leið því ekki langur tími þar til umferð var leyfð um þessar götur á ný, og ítalir fengu aftur umferðar hnútana sína, gátu haldið áfram að rífast og bölva. Lálum við nú þessu umferðarspjalli lokið ög óskum lesendum gleðilegra og slysalausra jóla. - Karl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.