Alþýðublaðið - 17.01.1967, Page 4

Alþýðublaðið - 17.01.1967, Page 4
Ritstjóran Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — RÍtstjórnarfulK trúi: Eiður GuÖnason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetúr AlþýSuhúsið við Hverfisgötu, P.eykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-. blaðsins. - Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintajkið. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Mannaskipti | SÍÐASTLIÐINN LAUGARDAG fóru fram yfir- -fpanriaskipti á Keflavíkurflugvelli, er F. B. Stone að • rhíráll tók við tjórn vamnarliðsins af R. Weymouth . feðmírál við hátíðlega athöfn. Slík mannaskipti verða reglulega, og mátti heyra á ræðum flotaforingjanna á laugardag, að þau eru notuð sem tilefni til að líta yf tlr farinn veg og endurbæta verkefni líðandi stundar. Weymouth aðmíráll hefur notið sérstakra vin- S,ælda hér á landi, ekki 'aðeins vegna persónulegra mannkosta, heldur einnig fyrir viðhorf hans til starfa si'ns og skiínings á afstöðu íslendinga. Hvort tveggja kóm fram í kveðjuræðu hans, en hárin sagði meðal annars: ó,Það á vel við að-íhuga, hvers vegna ég hef verið hér á landi og hvers vegna Stone aðmíráll tekur við starfi mínu. Hermennska nýtur nú á dögum meiri skilnings og er betur hagnýtt en áður. Hér á ísalndi hafa ríki okkar gert með sér ákveðið samkomulag um hlut hervarna í varðveizlu þjóða okkar og menn- ingar þeirra. Bitur reynsla hefur fært of mörgum þjóðum heim sanninn um, hve sorglegar afleiðingar það getur haft, ef þær skortir vilja til að verja þjóðar vérðmæti sín. En þetta ástand er ekki óbreytanlegt. Maðurinn hef ur-sýnt þróttmikla hæfileika til að hæta líf sitt, þrátt fyrir dapurleg dæmi um hið gagnstæða. Hver veit, hversu Iengi þörf verður á varnarsamningum okk- ar? Ég er bjartsýnn um að mannkynið sé á framfara Ibraut — að vera annað en hjartsýnn í þeim efnum er sama og að lifa ekki. Ég er stoltur yfir því, að eina markmið hermennskunnar er að hlúa að þeim fram- förum.“ Það er vissulega tilgangur íslendinga með því að semja um hervarnir landsins að stuðla þannig að jafnvægi og friði í þessum hluta heims. Sem betur fer hefur mikið áunnizt í þeim efnum í Evrópu, síð- an Atlantshafsbandalagið var stofnað, þótt glatt -forénni eldar ófriðar í öðrum heimsálfum og geti því miður breiðzt út.“ Breyttir timar SÆNSKA STJÓRNIN hefur ákveðið að gera stór- felldar ráðstafanir til að hjálpa sænskum iðnaði að auka hagræðingu og laga sig eftir breyttum aðstæðum á.heimsmarkaði. Samkeppnisaðstaða Svía hefur versn ao og ný tækni gerir miklar breytingar hjá fyrir- tækjum nauðsynlegar. Sumar verksmiðjur eru úreltar og verða lagðar niður, en aðrar þurfa að koma í þeirra stað til að komizt verði hjá atvinnuleysi. Vill sijórnin nú hækka söluskatt um 1% til að safna fé til þessara þarfa. Mundi þannig fást 500 milljónir sænskra króna á ári og.verður það fé lagt í sérstak- an sjóð. Þannig mæta Svíar hreyttum aðstæðum. 4 17. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tvöfalt gler - Tvöfalt gler Þið fáið tvöfalda einangrunarglerið með ótrúlega stuttum fyrirvara. GLUGGAÞJÓNUSTAN Hátúni 27. — Sími 12880. Gluggaþjónustunni Hátúni 27: . Allar þykktir af rúðugleri, litað gler, falleg munstur Sjáum um ísetningu á öllu gleri. Sími 12880. TAX mm VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFT8RTALKN HVERFI: MIÐBÆ, I. og II. HVEItFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI NJÁLSGÖTU LAUFÁSVEG LAUGARÁS RAUÐARÁRSTÍG GRETTISGÖTU ESKUILIÐ KLEPPSIIOLT SÖRLASKJÓL LAUGAVEG, NEÐRI SKJÓLIN HRINGBRAUT LAUGAVEG, EFRI FRAMNESVEG SÍMI 14900 ★ HÆGRIAKSTURINN. H.H. hefur sent okkur bréf, sem er svohljóð andi.: Stöðugt er verið að tilkynna í blöðum hvern ig gangi undirbúningur þess að taka hór upp hægri akstur. Ég hef áður sent ykkur línu um þetta efni og geri það nú enn, þótt svo ég viti, að þar verður engu um þokað úr þessu. En ástæðan til þess að ég skrifa þessar lín u." er sú, að nú mun senn eiga að fara að innheimta skatt þann sem Alþingismenn samþykktu að lagð ur yrði á eigendur einkabifreiða vegna kostnaðar ins, sem breytingin yfir í liægri handar akstur hef ur í för með sér, nú er mér spurn, þegar stöðvun arstefnan er komin í framkvæmd, er þá heimilt að liækka skattana á bifreiðaeigendum fremur en öðr um borgurum. Fróðlegt væri að fá svar verðlagsyfir valda við þessari spurningu. í öðru lagi -finnst mér það svo f járr hart eins og raunar hefur oft ver ið bent á áður, hvers vegna eigendur einkabifreiða nem borga mestan hluta þessa skatts, eiga að bera kostnaðinn af breytingu á almenningsvögnum, sem þelr sjálfir sjaldan eða aldrei nota? Þetta sýnist ekki vera réttlátt. Þessar breytingar eiga allir lands menn að borga fyrst illu heilli var ákveðið að láta þær eiga sér stað. \ ★ BREYTING TIL ILLS. Ég leyfi mér meira að segja að efast um hvort það stenzt frá lagalegu sjónarmiði að láta hluta af landsmönnum standa undir framkvæmdum, sem eru fyrir allan landslýð. Ég held að það hljóti mjög að orka tvímælis. Hræddur er ég sömuleiðis um að það eigi eftir að koma mjög áþreifanlega í Ijós síðar, að þessi breyting yfir í hægri handar akstur er alls endis óþörf, og til þess eins fallin að skapa hér slóraukna slysaliættu og skapa óþarfan kostnað. Um ferðarslysin hér eru nógu mörg og geigvænleg samt þótt hið opinbera gangi ekki fram fyrir skjöldu og geri sitt til að fjölga þeim. Enn sem komið er hafa engin lialdbær rök komið fram, sem mæla með því að hér verði tekinn upp hægri akstur. Lg vona að lokum að þið Ijáið þessu stutta bréfi mínu rúm í krossgötudálkunum ykkar. — H.H.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.